Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BRAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 25. tbl. I Vestmannaeyjum 19.júní 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 1 Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is BBF Þau héldu þjóðhátíðardaginn, 17. júiií, hátíðlegan og voru meðal gesta á Stakkó. Sjá hls. 19. Mynd: Óskar Pétur. n -- Útboð vegna væntanlegar Vestmannaeyjaferju opnuð í dag: | Óbreytt stærð á skipi Útboð vegna væntanlegar Vest- mannaeyjaferju voru opnuð eftir há- degi í dag, fimmtudag. I útboðs- gögnum er gert ráð fyrir skipi sem er 60 til 70 metra langt og 15 til 17 metra breitt eða sömu stærðarhlut- föll og í fyrra útboði. Útboðsgögn á öllum vélbúnaði skipsins voru send út til sjö vélaframleiðenda í síðustu viku. Blaðið snéri sér til Arnars Sigur- mundssonar, formanns fram- kvæmda- og hafnarráðs í morgun en hann hefur haft mikil afskipti af málefnum væntanlegrar Landeyja- hafnar og smíði Vestmannaeyja- ferju. Arnar lýsti sérstakri ánægju með niðurstóður tilboða í gerð hafn- armannvirkja Landeyjahafnar og vegtengingar við þjóðveg 1 sem opnuð voru síðasta fimmtudag. Sagði hann að viðræður við lægst- bjóðanda í verkið, Suðurverk hf., sem er 100 manna fyrirtæki með mikla reynslu, hefjist í dag og reikn- að væri með að framkvæmdir geti hafíst eigi síðar en í ágúst nk. Varðandi útboð á smíði Vest- mannaeyjaferju sagði Arnar að útboð á öllum vélbúnaði skipsins hefði farið í gang í lok síðustu viku og hefðu sjö vélaframleiðendur fengið send útboðsgögn og hugsan- lega gætu fleiri bæst í hópinn. Boðnar eru út tvær vélarstærðir aðalvéla, 1500 kW og 2000 kW og þarf vélbúnaðurinn að verða til- búinn í ársbyrjun 2010. Rikiskaup munu í dag fyrir hönd Framkvæmdir byrja í næsta mánuði í síðustu viku voru opnuð tilboð í gerð Landeyjahafnar og vegalagn- ingu að höfninni. Fjögur tilboð bárust og voru öll undir kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 3,1 milljarð. Suðurverk var með lægsta tilboðið, 1,87 milljarða, Klæðning bauð 2,09 milljarða, ístak var með frávikstil- boð upp á 2,29 milljarða en aðaltil- boðið var 2,49 milljarðar. Loks bauð KNH 2,77 milljarða í verkið. Tilboð Suðurverks er rétt rúmlega 60 prósent af kostnaðaráætlun. Nýr vegur verður 11,8 kílómetra langur auk þess sem lagðir verða tengivegir við Bakkaflugvöll. Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu verði lokið sumarið 2010. Dofri Eysteinsson, framkvæmda- stjóri Suðurverks, sagði við hæfí að hann kæmi að hafnargerðinni við Landeyjahöfn þar sem hann væri fæddur og uppalinn við Markarfljót. „Ég hóf minn feril sem sjálfstæður atvinnurekandi 1966 og ég fékk það hlutverk að grafa fyrir vatnsleiðsl- unni uppi á landi. Ég þekki vel til í Eyjum og á þar marga kunningja og nokkrir búnir að vinna hjá mér í gegnum tíðina. Við erum albúnir í þetta verk, ætluðum okkur það alltaf, og stöndum við það. Eg tel að höfnin eigi eftir að gagnast Vest- mannaeyingum vel því þeir þurfa bættar samgóngur. Hvenær hefjast framkvæmdir? „Við hefjumst handa í júlímánuði, þurf- um að setja upp vinnubúðir o.fl. Við erum þekkt fyrirtæki, höfum tekið að okkur verk um allt land og ekkert hræddir við þetta," sagði Dofri. Siglingastofnunar bjóða út smíði Vestmannaeyjaferju í opnu útboði Lengd skipsins verður 60 til 70 metrar og breidd 15 til 17 metrar og er það í samræmi við fyrri útboðs- feril. Gert er ráð fyrir að skipið verið afhent frá skipasmíðastöð á miðju ári 2010, en sú skipa- smíðastöð sem smíða ferjuna mun yfirtaka þann vélbúnað sem valinn verður í skipið. Að endingu lýsti Arnar Sigur- mundsson ánægju sinni með að nú væri búið að bjóða út á nýjan leik vélbúnað og smíði Vestmannaeyja- eyjaferju. Tíminn skipti miklu í þessu sambandi og mikilvægt að vanda vel til verka og af þeim ástæðum hefðu heimamenn gert tillögu um sérstaka þriggja manna smíðanefnd þar sem Vestmanna- eyjabær hefði einn fulltrúa og myndi starfa náið með Sigurði Áss Grétarssyni verkefnisstjóra. „Það var ekki fyrr en í gær sem þessi mál skýrðust endanlega, en Eyjamenn hefðu haft miklar áhyggjur af að slegið myndi af kröf- um í útboði skips og vélbúnaðar, en það gerðist ekki og væru menn því þokkalega sáttir," sagði Arnar. Golfklúbbur Vm: Afmælis- mót á laugardag Á laugardag verður mikið um að vera hjá Golfklúbbi Vest mannaeyja. Þá verður haldið sérstakt afmælismót í tilefni þess að klúbburinn er 70 ára á þessu ári. Verður mótið haldið á elsta golfvellinum í Herjólfs- dal en hann var aðeins sex holur. Reyndar eru þrjár þeirra enn í notkun en vallar- starfsmenn GV hafa að undan- förnu unnið við að gera klárt, bæði flatir og teiga á hinum þremur sem eru í sjálfum daln- um, á þjóðhátíðarsvæðinu. Afmælismótið hefst kl. átta á laugardagsmorgun, ræst út við gamla golfskálann í austan- verðum Herjólfsdal, og verða aðeins spilaðar þessar sex holur enda er búist við talsverðum fjölda þátttakenda, bæði héðan sem og ofan af landi. Sérstakt skorkort hefur verið útbúið í tilefni þessa móts, eins konar minjagripur fyrir þátttakendur. Þeir sem vilja spila meira en sex holur geta svo haldið áfram leik á nýja vellinum eins og þá lystir. Rétt er að benda á að öllum er heimil þátttaka í þessu afmælis- móti og er hægt að skrá sig bæði á golf.is sem og í Golfskálanum. Kl. 16.00 á laugardag verður svo boðið til afmælisfagnaðar í Golfskálanum, með léttum veit- ingum og dagskrá sem tengist afmælinu. Þar verður verð- launaafhending, ný heimasíða GV verður kynnt og veggspjald sem gert hefur verið í tilefni afmælisins og sýnir alla þá fjóra velli sem leikið hefur verið á í þessi 70 ár. Þá verður formlega kynnt og afhent ritið Saga GV í 70 ár, sem Sigurgeir Jónsson hefur unnið að á undanförnum tveimur árum. Gamlir félagar í GV, sem hættir eru golfleik, eru að sjálfsögðu velkomnir á þenn- an fagnað. Einn er enn á lífi af þeim sem stofnuðu GV árið 1938. Gissur Ó. Erlingsson, sem verður hundrað ára á næsta ári. Þrátt fyrir háan aldur er hann enn eldhress og mun mæta í afmæl- isfagnaðinn, „ef ég verð enn uppi standandi," eins og hann orðaði það sjálfur. Þetta afmælismót er byrjunin á dagskrá sem tengist 70 ára afmæli klúbbsins. íslandsmótið í höggleik, síðar í sumar, er hluti af þeirri dagskrá og svo er ætlunin að halda veglegan af- mælisfagnað í desember. Sjá nánar um 70 ára afmæli GV í opnu blaðsins. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM netáhamar \r&\ a r\f~ díi A\/cni/CTatjtm VÉLA-OGBI'LAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.