Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 2
 2 Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 Samgöngubylting í Suðurey Það virðast fleiri ætla að fara að frumkvæði íbúa Heimaeyjar því þeir sem hafa aðsetur í Suðurey hafa ráðist í miklar framkvæmdir í eynni sem felur í sér samgöngu- byltingu fyrir eyjaskeggja. Reyndar voru þeir fyrri til, hófu framkvænrdir síðasta sumar en framkvæmdir vegna framtíðar sam- gangna við Vestmannaeyjar hefjast ekki fyrr en 1. júlí í fyrsta lagi. Suðureyingar eru að búa til uppgönguleið í eyna, norðan megin í henni eða rétt fyrir neðan kofann og á þeirri hlið sem snýr að Stór- höfða. Ekki er um auðvelda leið að fara, 60 metra þverhnípi tekur á móti þeim sem siglir upp að norðurhlið Suðureyjar en nú er aðeins hægt að ganga upp í eyjuna sunnan megin. „Mér skilst reyndar á þeim sem betur þekkja til að þeir sem upp- haflega byggðu kofa í Suðurey, hafi litið mjög til þessa staðar til upp- göngu,“ sagði Sveinn Magnússon, einn þeirra sem standa að sam- göngubótum Suðureyjar. „Það er nú einu sinni þannig í Suðurey að þegar það er ófært í eyjarnar hér í kring, þá er undantekningarlaust líka ófært í Suðurey. Ég sjálfur hef tvívegis lent í því að vera veður- tepptur í þrjá daga í eynni en það þarf svo sem ekkert að kvarta undan því enda væsir ekki um neinn í Suðurey. En þama fyrir neðan kofann er Vatnið svokallaða og þar myndast oftar en ekki skjól í vondum veðrum. Það sem auðvitað mælir á móti því að ganga á land þarna er 60 metra, þverhnípt bergið sem verður ekki klifið svo auðveld- lega.“ Sveinn segir að búið sé að koma fyrir stigum og þrepum í berginu og svo verði kliíið upp og niður eftir þörfum. „Þetta verður auð- vitað ekki fyrir lofthrædda en ég hef trú á því að þetta komi til með að venjast. Þetta styttir líka leiðina af sjó og inn í kofa en það er óþarflega löng leið frá suðurhlið eyjunnar. Við erum langt komnir með verkið og klámm það í sumar og þá verða framtíðarsamgöngumál í Suðurey leyst að sinni,“ sagði Sveinn að lokum. ÞARNA er 60 metra, þverhnípt bergið sem verður ekki klifið svo auðveldlega. Teflt á toppi Heimakletts s -Islandsmeistarar Grunnskóla Vestmannaeyja á leið Norðurlandamótið, sem fram fer á Álandseyjum 12. til 14. september í haust TEFLT á toppnuni Ólafur Freyr Ólafsson og Karl Gauti takast á með útsýn yfir Eiðið. Þann 17. júní fór sveit íslands- meistaranna úr Grunnskóla Vestmannaeyja upp á topp Heimakletts og tefldu piltarnir þar skák. Tilgangurinn var margþættur, í fyrsta lagi markar förin upphaf á söfnun þeirra fyrir ferð á Norðurlandamótið, sem fram fer í Alandseyjum 12. til 14. septem- ber í haust. Karl Gauti Hjaltason, formaður Taflfélags Vestmannaeyja, sagði að á toppnum hefði fyrst farið fram sveitakeppni þar sem peyj- arnir tefldu við feður sína. Fóru leikar þannig að strákarnir sigruðu með minnsta mun 2,5 - 1,5. Næst fór fram fyrsta Heima- klettsmótið og var keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur voru átta og fóru leikar þannig að Kristófer Gautason sigraði en í öðru sæti varð Ólafur Týr Guðjónsson. I sveit Islandsmeistaranna eru þeir Kristófer Gautason, Daði Steinn Jónsson, Ólafur Freyr Ólafsson og Valur Marvin Pálsson. Þeir vilja koma þeim skilaboðum til velunnara og annarra áhugasamra að þeir séu með söfnunarrcikning í Spari- sjóði Vestmannaeyja nr. 1167-05- 1086 á kennitölu Taflfélagsins 550502-2080, þar sem unnt er að styðja för þeirra á Norðurlanda- mótið. Sögusetrið 1627 tekur við Byggða- safninu Vestmannaeyjabær hefur gert samning við Sögusetrið 1627 um að það annist rekstur Byggða- safns Vestmannaeyja í sumar með möguleika á framhalds- samningi ef um semst. Sýningunni „Týrkjaránið og kristnir þrælar“ eftir Ólaf Fngilbertsson hefur verið komið upp á safninu en eitt af mark- miðum Sögusetursins 1627 er að gera sögu ránsins sýnilegri í nútíð og framtíð. Skúta í vand- ræðum A mánudagskvöldið kallaði lögreglan í Vestmannaeyjum út björgunarbátinn Þór vegna skútu sem virtist vera í vandræðum rétt norðan við Heimaey eða við Eiðið. Aðeins liðu nokkrar mínútur þar til björgunarbáturinn var kominn á staðinn en skipverjar afþökkuðu aðstoðina og sigldu hægt en örugglega í land. Björg- unarbáturinn fylgdi þeim þó eftir til öryggis. Talsverður vindur var í Vest- mannaeyjum þá stundina, á Stórhöfða voru 19 metrar á sekúndu klukkan 21 og talsverður sjór. Skútan kemur upphaflega frá Svíþjóð og ber nafnið Lena en eldri hjón sigla henni. Þau báru sig vel við komuna til Eyja, þaðan höfðu þau lagt af stað fyrr um kvöldið en sneru við vegna slæmrar veðurspár. Óskar Pétur Friðriksson fylgd- ist með baráttu þeirra við nátt- úruöflin og tók myndina að ofan. Jónsmessu- ganga Jónsmessuganga verður farin nk. föstudagskvöld og hefst klukkan 22.00. Mæting verður í Herjólfs- dal. Gengið verður á Dalfjall, Eggjarnar og Molda og þaðan á Klif, Heimaklett, Eldfell, Helga- fell og Sæfell. Hafdís Kristjánsdóttir og Agústa Guðnadóttir standa fyrir göngunni og allir velkomnir. „Það fer hver og einn á sínum hraða og menn geta tekið hluta af gönguleiðinni, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum, “ sagði Hafdís þegar hún var spurð út í gönguna en þær stöllur hvetja allt göngufólk til að slást í ÍJtgefandi: Eyjasýn elif. 480*278-054!) - Vcstniannneyjum. Ritetjóri: Óniar Gaitlarssoii. Blaðamenn: Guðbjörg Sigui'geirsdóttir, Sigurfíeir Jónssou og Ellert SclieWug. tþróttir: Ellert Seliedng. Ábyrgðarmenn: Óiiinr Gmðarsson & Gisli Vnltýsson. Prentvinna: Evjasýn Evjapit'iit. Vi'stinnnnacyjuni. Aösetur ritstjómar: Stramlvegi 47. Sirnar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstar: frettir@eyjafrettjr.is. Veffang: btt]i//www.eyjul'rettir.is ÍTtÉTTIR komn út nlln fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig i lausasölu á Ivletti, Tvistinum, Toppnum, Vörnval, Ilerjólfi, ÍTughafnarvcrshminni, Krónunni, Isjakanum, verslun ll-ll og Skýlinu i Eriðarböfn.. ERÉTTER eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum lnejar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðrihin, notkiin ljósmynda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.