Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 8
8 Ffgttif / Fimmtudagur 19.júní2008 Við erum stolt af ykkur -sagði Valgerður, forstöðumaður Visku, sem útskrifaði 20 nema á Háskólahátíðinni aB Samantekt * j Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir..is Háskólahátíð Visku er orðinn fastur liður í hátíðahöldum þjóðhátíðar- dagsins 17. júní. Þar koma sama útskriftamemar sem stundað hafa nám við háskóla í gegnum fjar- fundabúnað Visku auk Eyjamanna sem útskrifast hafa eftir staðarnám úr hinum ýmsu háskólum. Þetta er í fjórða skipti sem Viska útskrifar háskólanema sem að þessu sinni voru 20. í allt stunda milli 60 og 70 manns háskólanám í fjarnámi í Eyjum. Athöfnin fór að venju fram í Alþýðuhúsinu sem var þéttsetið af útskriftamemum og aðstandendum þeirra. Arnar Sigurmundsson stjómarfor- maður Visku, Ólafur Proppé rektor Kennaraháskólans, Eygló Björnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri, Dóra Guðrún Þórarins- dóttir og Rut Haraldsdóttir, stað- gengill bæjarstjóra fluttu ávörp auk Valgerðar Guðjónsdóttur, forstöðu- manns Visku. Arnar rakti sögu Visku sem m.a. hefur lengi verið í samstarfi við Kennaraháskólann. Sagði Arnar það skemmtilega tilviljun að rektor hans, Ólafur Proppé,hefði unnið að björgunar- störfum í gosinu 1973 en nú styttist í að 35 ár verði frá lokum þess. Ólafur kom inn á þetta í sínu ávarpi en nú stendur kennaranám í landinu á tímamótum því Kennara- háskólinn hefur gengið í eina sæng með Háskóla Islands. Rut, sem sjálf lauk námi í viðskiptafræðum fyrir þremur árum, sagði það kosta sjálfsaga og gott skipulag að stunda nám í fjar- námi. Einnig að það yrði ekki gert nema með samþykki og hjálp fjöl- skyldunnar. Valgerður sagði Viska hefði lagt sig fram um að skapa nemendum sem best umhverfi til náms sem þyrfti að vera eins og gott kaffihús. „Það leggur ekki bara til ómissandi hráefni heldur býður það upp á mikið úrval til að fullnægja ólíkum bragðsmekk einstaklinga. Þetta veitir nemendum svigrúm til að uppgötva sitt náttúrulega áhuga- svið, hneigðir og sérstaka hæfileika svo vitnað sé í orð A. Jensens," sagði Valgerður. „Þannig viljum við álíta að Viska þjóni þeim nemum sem stunda nám hér í heimabyggð. Við sækjumst eftir því að búa svo um að nemum líði vel, geti átt námssamfélag og aðtöðu til vinnu við nám sitt. Eg vitna oft í nema sem útskrifaðist fyrir ári síðan, þegar aðstaða Visku kemur til tals. Þessi nemi mætti dag hvern niður í Setur klukkan átta að morgni og hóf lærdóm og lestur. Vann þannig fram eftir degi og hvarf heim þegar líða tók á daginn. Einn dag spurði ég þennan nema af hverju hún lærði ekki heima hjá sér frekar en að dúsa í húsnæði Visku dag hvern. Ekki lá á svari hennar: -Það er svo mikið betra að koma til þín Valgerður og læra hér, nota staðinn eins og að fara til vinnu. Svo er enginn friður til að læra heima því það eru alltaf að koma einhverjar kerlingar að sníkja kaffi.” „Þið eruð dugnaðarfólk sem hefur gefið sér tíma til að setjast niður stund og stund til að nema ný fræði eða rifja upp og bæta við fyrri kunnáttu," sagði Valgerður í ávarpi sínu til nemenda. „Við erum stolt af ykkur fyrir að hafa gefið ykkur tíma til að horfa fram á við og safna í sarp ykkar fróðleik sem mun skila sér til ykkar og þá um leið okkar allra í samfélaginu. Jákvætt hugarfar, „rétt“ viðhorf, gildismat, fagvitund, samvinna og vilji til að læra og bæta starfið er kjarni málsins. Því „sterkur þekkist af verkum sínum“. Dóra Guðrún: Mikill kostur að geta stundað nám í heimabyggð Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, sem útskrifaðist sem grunnskólakennari flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Sagði hún það mikinn kost fyrir Eyjamenn að geta stundað nám í heimabyggð og þurfa ekki flytjast búferlum upp á fastalandið. „Viska, fræðslu og símenntunar- miðstöð Vestmannaeyja, gerir okkur þetta kleift,“ sagði Dóra Guðrún. Hún rifjaði upp að í lok ársins 2003 hefði Viska auglýst eftir áhugasömu fólki sem vildi stunda fjamám í kennslu- og leikskóla- fræðum. „Það voru margir sem sýndu náminu áhuga og góður hópur náðist sem var forsenda þess að kennslan færi af stað og síðan eru liðin fjögur ár. Einnig eru hér með okkur fjamemar sem hafa lokið námi á jafnlöngum eða syttri tíma frá öðrum háskólum." Dóra Guðrún sagði að kennara- og leikskólanám frá HA sé sett upp með bekkjarfyrirkomulagi þar sem nemendur hittast nokkurum sinnum í viku og sitja tíma saman í gegnum fjarfundarbúnað til Akureyrar, víða að af landinu. „Slíkt kennslufyrir- komulag er mjög gott og gefur nemendum góða nálægð við kenn- ara námskeiða og aðra fjarnema sem eru á öðrum fjarfundarstöðum á landinu. Einnig gefur bekkjar- fyrirkomulagið nemendum góðan stuðning, þar sem hægt er að vinna náið saman með samnemendum í ýmsum verkefnum sem unnin eru á námstímanum. Það má segja að Viska hafi staðið mjög vel á bak við fjarfundafyrirkomulagið þar sem allur búnaður var mjög góður og stofurnar til fyrirmyndar sem eykur enn fremur gæði kennslunnar þegar til lengri tíma er litið.“ Dóra Guðrún sagði að Viska hefði einnig haldið mjög vel utan um námsaðstöðu fyrir nemendur og öll lesaðstaða sé til fyrirmyndar sem geri nemendum auðveldara að stunda námið og getur einnig verið tnjög dýrmætt þegar kemur að prófatíma. „Staðarlotur eru mikil- vægur þáttur í fjarnámi og þurfa nemendur oft að fara upp á fasta- landið til þess að sækja þær. Við fórum ekki varhluta af því og þurft- um nokkrum sinnum að fara slíkar ferðir." Þetta gátu verið svaðilfarir að því er kom fram hjá Dóru Guðrúnu. Og ekki voru Eyjamenn með á hreinu hvemig veður og færð geta verið. „Þar vorum kennaranemar saman komnir á lítilli rútu á sumardekkj- um, hálfbremsulausri og brunandi í glerhálku, syngjandi þjóðhátíðarlög á Holtavörðuheiðinni alveg granda- lausir fyrir þeim hættum sem geta leynst á heiðinni í slíku veðurfari." Þau sem útskrifuðust frá HA vom gestanemendur við Kennarahá- skóla íslands, þau völdu sérhæfð kjörsvið. „Það var mjög ánægjuleg upplifun að fá að kynnast báðum háskólunum þar sem þeir eru ólíkir en samt svo líkir. Við, sem völdum okkur náttúrufræðikjörsvið frá Kennaraháskólanum, héldum að fyrirkomulagið á kennslunni væri eins og fyrir norðan þar sem unnið var út frá bókinni. Það var hins vegar ekki svo þar sem kennslu- fyrirkomulagið er aðeins ólíkara í Kennaraháskólanum, það er að segja mun verklegra. Þegar við mættum þar var okkur sagt að fara út með box og tengur og finna kóngulær og aðra félaga þeirra sem var mjög áhugavert fyrir kóngulóa- fælið fólk. Einnig var maður sendur í fjörur til að skoða fjörulífið. Eg verð nú að viðurkenna að maður var ekki alveg undir þetta búinn enda var ég klædd í sumarföt, leit- andi að kuðungum og skeljum í fjörunni, hundblaut og skjálfandi á beinunum á meðan samnemendur rnínir voru mjög vel gallaðir, í regngöllum í haustrigningunni." Að lokum sagði Dóra Guðrún að Eyjamar séu ekki einungis ríkar að fengsælum fiskimiðum og stórfeng- legri náttúrufegurð heldur einnig einstaklega ríkar af velmenntuðu og sérhæfðu háskólafólki. „I dag bætist stór og fjölbreyttur hópur inn í menntaflóru Eyjanna og því má segja að vertíðin hafi verið einkar fengsæl að þessu sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.