Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 Ragnar Guðmundsson ræðir við Anton, Júlíus, Guðlaug og Jóhannes fyrir 50 ára afmælið 1988 Sveinn Ársælsson varð íslandsmeistari 1957 og Lárus vann í 1. flokki. Frá bæjakeppni milli Reykjavíkur og Vestmannnaeyja í kringum 1960. Frá hjóna- og parakeppni á Sæfjallsvellinum. Oddný og Jagga. Goll'kliibbur Vestmannaeyja heldur á þessu ári upp á 70 ára afmæli sitt. Klúbburinn var stofnaður í desember 1938 og er þriðji elsti golfklúbbur á Islandi. Golfklúbbarnir í Reykjavík og á Akureyri eru nokkrum árum eldri. Upphafið að stofnun klúbbsins má rekja til þess að árið 1937 kom hingað til sumardvalar íslenskur skipstjóri, Magnús Magnússon, sem búsettur var í Boston í Bandaríkjunum. Hann var svili Þórhalls Gunnlaugssonar, sím- stöðvarstjóra í Eyjum og bjó á heimili hans. Magnús hafði komist í kynni við golfíþróttina í Bandaríkjunum og hafði golfsettið sitt með sér hingað. Fór hann nú að sýna Þórhalli, svila sínum, hvemig nota ætti kylfurnar og um haustið þegar hann fór héðan, gaf hann Þórhalli tækin. Þórhallur hélt áfram að æfa sig með tækjunum og fékk nokkra kunningja sína með sér, þá bræður Axel og Olaf Halldórs- syni og Georg Gíslason. Síðar bættust svo fleiri í hópinn og endaði með því að þeir ákváðu að stofna klúbb. Saga klúbbsins í 70 ár í tilefni þessara tímamóta hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, tók stjóm klúbbsins þá ákvörðun fyrir rúmum tveimur árum að kanna hvort unnt væri að rita sögu klúbbsins frá upphafi og gefa það rit út á afmælisárinu. Var sett á stofn ritnefnd, skipuð þeim Helga Bragasyni, formanni klúbbsins, Sigurgeir Jónssyni, Gunnari K. Gunnarssyni og Kristjáni G. Ólafssyni. Sýndist nefndinni sem nokkuð óvinnandi vegur væri að skrá sögu klúbbsins þar sem talsvert af gögnum frá fyrstu ámm hans hefði glatast, svo sem fundargerðabækur og kappleikjabækur. En við nánari eftirgrennslan fundust þau gögn flestöll. Stjórn klúbbsins komst að sam- komulagi við Sigurgeir að hann tæki að sér Golfklúbbur Vestmannaeyja fa holum í 18 og að skrifa sögu klúbbsins og hófst hann handa við það verk sumarið 2006. Þeirri vinnu lauk nú í vetur og verður bókin formlega kynnt og afhent á laugardag í afmælishófi klúbbsins. „Þetta var töluvert meiri vinna en ég hafði gert mér í hugarlund," segir Sigurgeir. „Reyndar var nokkuð þægilegt að vinna fyrrihlutann, árin frá byrjun og fram undir 1980. Menn hafa verið mjög samviskusamir með að halda hlutum til haga, svo sem móta- haldi og öðru sem var að gerast í klúbbnum á þessum fyrstu árum. En vandamálin byrjuðu þegar ég fór að glugga í starfsemina eftir 1980. Fram til þess höfðu menn handskrifað allt, úrslit í mótum og þess háttar. En þama er tölvuöldin að taka við og mönnum finnst greinilega óþarfi að vera að handskrifa eitt- hvað sem hægt er að geyma í tölvu. Reyndin er hins vegar sú, eins og flestir kannast við, að það sem sett var inn í tölvur á þessum tíma, er nú týnt og tröllum geftð, tölvumar sjálfar löngu ónýtar og hafi einhver gögn varðveist á kassettum þá er vitavonlaust að ná þeim þaðan, allt önnur tækni núna notuð.“ íþrótt eða tómstundagaman snobbaðra karla? Sigurgeir segir að fólk kannist sjálfsagt við svipuð dæmi, t.d. þegar verið var að taka upp á segulbandsspólurnar fyrrum. „Eflaust eiga einhverjir slíkar spólur frá gamalli tíð, vanda- málið er bara það að í dag eru ekki til tæki til að spila þær spólur,“ segir hann. Hér áður fyrr var lítið sem ekkert fjallað um golfíþróttina í bæjarblöðunum, enda voru þau þá frekar pólitískur vettvangur en frétta- miðlar. Þá var sú skoðun lengi vel við lýði að golfið væri ekki íþrótt heldur tómstunda- gaman gamalla, snobbaðra karla. Því er það ekki fyrr en langt er liðið á síðustu öld, sem eitthvað er farið að fjalla um golf í bæjar- blöðunum. Sigurgeir segir að t.a.m. haft hann flett í gegnum alla árgangana af Fréttum síðustu tvo áratugina og fengið þaðan heim- ildir sem ekki séu til annars staðar. „Og það merkilega er,“ segir hann. „Tölvukerfið sem Golfsambandið notast við í dag, er nú ekki merkilegra en það að einungis er hægt að sjá árangur úr einstaklingskeppnum. Ef tveir keppa saman í liði, eins og er t.d. algengt í svonefndum Texas Scramble mótum, nú eða ef fjórir eru saman í sveit, þá er ekki neitt skráð um þann árangur í tölvukerfmu. Þetta er mikill galli sem ég hef bent stjóm GSI á að verði að ráða bót á, ætli þeir ekki að tapa mikilvægum upplýsingum úr mótahaldi klúbbanna," segir Sigurgeir. Aðsókn eykst þegar afreks- menn koma fram En hverjir skyldu vera að hans mati, hápunkt- amir í starfi klúbbsins á þessum 70 ámm? Sigurgeir segir að upphaftð skipi þar stóran sess. „Stofnendurnir eru 37 talsins og ætli það sé ekki svona helmingur þeirra sem er virkur í starfmu, svipað og er uppi á teningn- um í svo mörgum félögum enn í dag. Það eru mikið sömu nöfnin sem koma fyrir, blað- sjðu eftir blaðsíðu og skipa stjórn og nefndir. Út af fyrir sig er það kraftaverk að þessu liði skyldi takast að halda klúbbnum lifandi á þessum árum, ekki síst þar sem margir höfðu horn í síðu þeirra og fundu klúbbnum allt til foráttu." Baráttan fyrir því að klúbburinn eignaðist land undir starfsemina er líka veigamikill þáttur í sögunni, að sögn Sigurgeirs. „Þar kemur fram að ákveðnir aðilar vom hreinlega hatursmenn klúbbsins eða kannski réttara sagt forsvarsmanna hans. Þar blönduðust deilur milli ættarvelda inn í málið og tog- streita milli þjóðhátíðarhalds og golfleiks, meðan völlurinn var enn í sjálfum dalnum. I dag heyrir slíkt nánast sögunni til.“ Svo er líka eftirtektarvert að aðsókn í klúbbinn virðist jafnan aukast þegar ein- hverjir afreksmenn koma fram. „Sveinn Ársælsson varð íslandsmeistari 1957 og þá koma margir nýir félagar inn. Svo tekur við þáttur Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var Islandsmeistari kvenna mörg ár í röð og síðast en ekki síst Þorsteinn Hallgrímsson sem varð Islandsmeistari 1993 og þá fjölgaði verulega í klúbbnum. Nú fengum við Hér áður fyrr var lítið sem ekkert fjallað um golfíþróttina í bæjarblöðunum, enda voru þau þá frekar pólitískur vettvangur en fréttamiðlar. Þá var sú skoðun lengi vel við lýði að golfið væri ekki íþrótt heldur tómstundagaman gamalla, snobbaðra karla. Því er það ekki fyrr en langt er liðið á síðustu öld, sem eitthvað er farið að fjalla um golf í bæjarblöðunum. Sigurgeir segir að t.a.m. hafi hann flett í gegnum alla árgangana af Fréttum síðustu tvo áratugina og fengið þaðan heimildir sem ekki séu til annars staðar. H

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.