Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 13 Ljósið eflir lífsgæðin Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur Tilgangur Ljóssins er að veita ein- staklingum, sem hafa greinst með krabbamein stuðning og endur- hæfingu, og efla þannig lífsgæðin með því að styrkja andlegan, félags- legan og líkamlegan þrótt. Markviss stuðningur eftir grein- ingu á alvarlegum sjúkdómi er mik- ilvægur fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild. Ahersla er lögð á að skapa hlýlegt og heimilis- legt andrúmsloft, þar sem mann- legar áherslur eru í fyrirrúmi og fólki fínnst það velkomið. Ljósið er í glæsilegu rúmgóðu húsnæði að Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík. Þar er kaffíhúsastemning með heimilislegum brag. Aðstandendur eru alltaf velkomnir í allt starf Ljóssins. Oft þurfa krabbameinsgreindir að ganga í gegnum erfíðar aðgerðir á sjúkrahúsum og langvarandi lyfja- gjöf á eftir, sem rýfur samband þeirra við störf, tómstundir og annað sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Hætt er við að þeir einangrist og eigi því erfiðara að horfast í augu við framtíðina, þegar áhyggjur af heilsu og félagslegum aðstæðum steðja að. Starfsemin snýst um að styðja við bakið á þeim sem á því þurfa að halda og búa fólk undir að takast aftur á við lífið í breyttum að- ERNA Magnúsdóttir, iðjuþjálfi. stæðum. Margir krabbameins- greindir þurfa að taka sér frí frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikindanna og þeir sem til þekkja vita hve erfítt er að vakna að morgni án þess að hafa að nokkru að hverfa. Má segja að starfsemi Ljóssins fylli þetta tómarúm, þar sem fólkið getur leitað til Ljóssins hvem virkan dag vikunnar á sama hátt og færi það til vinnu sinnar. Það hefur sýnt sig að með þáttöku í starfi Ljóssins öðlast krabbameinsgreindir trú á lífið, sem gefur þeim kjark til þess að fara fyrr en ella út á vinnumarkað aftur í sitt fyrra starf, eða finna sér nýjan vettvang, sem er mikilvægt fyrir einstaklingana og ekki síður þjóð- félagið. Dagskrá Ljóssins Dagskrá Ljóssins er fjölbreytt og er starfsemi alla virka daga og um kvöld og helgar eftir þörfum. Reynt er að hafa dagskrána þannig allir finni eitthvað við sitt hæfi, og má þar nefna: • Jóga, stafgöngu, hugleiðslu, slökun, sjálfstyrkingarnámskeið, ungliðahóp, aðstandendanámskeið, líkamsrækt í samvinnu við Hreyf- ingu í Glæsibæ, menningarferðir, námskeið með Guðjóns Bergmanns „þú ert það sem þú hugsar“ list- meðferð, ungir aðstandendur, nám- skeið í matargerð (með Sólveigu Eiríksdóttur frá Himneskri Holl- ustu), leirlist og handverkshús sem inniheldur prjónakaffihús, glerlist, skartgripagerð, ullarþæfmgu, búta- saum, leðursaum, tréútskurð, tré- smíðaverkstæði, körfugerð, sauma ofl. Stór þáttur í starfmu er líka að gefa svigrúm til að fólk geti komið saman, talað og notið þess að vera í góðum uppbyggjandi félagsskap. Kraftur og Ljósið ávalit í góðri samvinnu Stjórn Krafts og frumkvöðlar Ljóss- ins hafa frá upphafí átt gott samstarf og gerðu sameiginlega viðskipta- áætlun um stofnun upplýsingar og þjónustumiðstöð annars vegar, sem nú er til húsa í húsnæði Krabba- meinsfélags Islands og stofnun Ljóssins hins vegar sem er á Langholtsveginum. Mikill fjöldi félagsmanna Krafts nýtir sér þjón- ustu Ljóssins og má nefna að á hverjum föstudagsmorgni hittist stór hópur af ungu fólki í Ljósinu til að vinna að ýmsum uppbyggjandi verkefnum. Yfírumsjón með starfmu í Ljósinu hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi, en auk hennar eru fleiri fagaðilar og má þar nefna, iðjuþjálfa, jógakenn- ara, sálfræðing, listmeðferðar- fræðing, hjúkrunarfræðinga, prest með sérmenntun í fjölskyldu- fræðum, íþróttafræðing, sérfræðinga í hugleiðslu auk handverksfólks. S: 561 3770 Gsm: 695 6636 www.ljosid.org Hlynur Sigmundsson skrifar: Reykurinn frá Sorpu Það eru margir Vestmannaeying- arnir sem virða fyrir sér reyk þann sem leggur frá sorpeyðingarstöð- inni. I góðu veðri má sjá hvar reykurinn leggst yfír bæinn, þ.m.t. Sjúkrahúsið, leikskóla og heimili bæjarbúa. Oft hef ég líka hugsað til þeirra bama sem eru að leik, þá sérstaklega í austurbænum, með reykinn yfír sér allan liðlangan daginn. Nú er ég ekki sérfræðingur í meng- unarvömum, en ef dæma má af því magni og útliti reyksins sem leggur daglega frá stöðinni, má draga þá ályktun að ekki sé mjög heilsusam- legt að vera stöðugt í nálægð við hann. Ef mig minnir rétt var umræða í bæjarstjórn um endurbætur á meng- urnarvamabúnaði stöðvarinnar, en ekki er að sjá að neinar breytingar hafí átt sér stað enn. Varpa ég því þeirri spumingu til ráðamanna hvort breytinga sé að vænta í náinni framtíð og hvort þetta, þ.e. mengunin sé það sem ferðamenn eiga að virða fyrir sér þegar þeir horfa yfír okkar fallegu eyju. Virðingarfyllst Hlynur Sigmundsson Leigði herbergi af bassaleikara Whitesnake: Endurnýjaði kynnin þegar sveitin lék í Reykjavík Fagnaðarfundir Uriah og Bryndís hittast eftir tónleikana. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmynd- ari Frétta, var á tónleikum White- snake og varð vitni að því þegar bassaleikari hjómsveitarinnar hitti íslenska vinkonu sína fyrir utan Laugardalshöll. Hópur aðdáenda reyndi að komast að goðunum og þar á meðal var ung kona sem reyndi að telja öryggisvörðum trú um að hún hefði leigt hjá bassa- leikara Whitesnake, Uriah Duffy. „Stuttu seinna var ég við hliðina á bassaleikaranum er hann leit út um dymar og sagði „there is my room mate“ og hljóp út til hennar. For- vitni mín var vakin og ég fylgdist með og myndaði þau og bassa- leikarinn tók upp sína myndavél og rétti mér hana og bað mig um að taka myndir af þeim fyrir sig, “ sagði Óskar Pétur. Svo skemmtilega vildi til að unga konan, Bryndís Björgvinsdóttir, er hálfsystir Kolbrúnar Kristjánsdóttur mágkonu Óskars Péturs en það vissi hann ekki fyrr en seinna. Bryndís kynntist bassaleikaranum þegar hún var við nám í þjóðfræði við The University of Califomia síðasta vetur. „Þremur vikum áður en ég átti að mæta í skólann auglýsti ég eftir húsnæði á netinu," sagði Bryndís þegar hún er spurð hvernig kynni þeirra bar að. „Ég fékk svar frá Uriah en hann var með einbýlishús til umráða og leigði út tvö herbergi. Hann bauð mér annað þeirra. Hann sendi með tölvupóst og þar kom fram að hann væri í Whitesnake en það sagði mér ekki neitt Jtví ég þekkti ekki hjóm- sveitina. Ég sagði systkinum mín- um að maðurinn sem ég fengi her- bergi hjá væri í einhverri White- snake-sveit og það voru þau sem upplýstu mig um að sveitin væri heimsfræg. Ég leigði hjá honum í þrjá mánuði en þá kom kærastinn minn út og við ákváðum að flytja í aðra íbúð.“ Uriah bauð Bryndísi og vinkonum hennar á tónleikana í síðustu viku. „Við þekktum eitt lag með White- snake en skemmtum okkur ágæt- lega. Mér fannst hálf vandræðalegt að reyna að ná sambandi við Uriah eftir tónleikana við dymar að bak- sviðinu. Ég sagði dyraverðinum að ég þekkti Uriah og spurði hvort ég mætti tala við hann. Hann spurði á móti: Um hvað? Lífíð og tilveruna, svaraði ég, því um slíkt ræða vinir. Uriah sá mig þá í gegnum glugga og hljóp út til að heilsa. Síðan gaf hann nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda og skrifaði meðal annars á stóran barm eins þeirra,“ sagði Bryndís. „Uriah skipti um föt eftir tónleik- ana og hitti mig á bar seinna um kvöldið. Hann tók vel á móti mér þegar ég kom til Kaliforníu og mér fannst því kjörið að sýna honum miðbæ Reykjavíkur þetta kvöldið. Við röltum um bæinn til klukkan 05:00 þegar hann þurfti að hverfa upp á hótel til þess að halda upp í Leifsstöð. Þá flugu þeir til Noregs. Ég kynntist mömmu hans í Kali- fomíu. Hún starfaði sem strippari í mörg ár en þegar ég kom út hafði hún snúist gegn því og var að vinna hörðum höndum að réttindabaráttu strippara. Uriah og mamma hans voru fólk sem gaman var að hitta þarna úti, frjálsleg og gefandi." Hvað ertu að fást við núna? „Ég er að kenna unglingum á sumamámskeiði í þjóðfræði og menningarfræði," sagði Bryndís, ánægð með að hún og vinur hennar náðu að hittast sumarnótt á Islandi. Spurning vikunnar: Ætlar bú á tónleih- ana með Megasi? Guömundur Hans Sigþórssun - Nei, ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að hann yrði með tónleika. Siytrvyyur Þrastarson - Nei, ég held það sé alveg á hreinu. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa textana en að heyra hann raula þá. Textarnir eru frábærir. Katla Snorradóttir - Nei, ég hef engan áhuga. Ég hef meira gaman af tónlist fyrir unga fólkið t.d. teknótónlist. Hjálmar Bryujólfsson Nei, ég hef ekki tíma til þess. Ég hef nóg að gera við að taka húsið í gegn. VINIR Katla saknar Gosa Hvar er Gosi? Gosi er svartur hrútur með hvítan blett ofan á hausnum og því auðþekkjanlegur. Hann fæddist suður á Breiðabakka um mánaða- mótin apríl/maí og sólarhrings gamall missti hann mömmu si'na og varð þá aðal heimalningurinn á svæðinu. Gosi er mjög mannelskur og elskar alla og sérstaklega þá sem koma á túnið hans með hvítan plastpoka, því þrisvar á dag komu eigendur hans með mjólkina hans í hvítum plastpoka og þá vissi hann alveg hvað var að gerast, „drekku- tími.“ Mánudaginn 9. júní sl. var Gosi horfinn og hafa eigendur hans gert mikla Ieit að honum en án árang- urs. Hann var ekki vanur að fara út af túninu, lék sér með hinum lömb- unum innan girðingar og því er þetta okkur mikil ráðgáta. Gosa er sárt saknað af börnunum og barna- bömunum í fjölskyldunni og því viljum við biðja alla þá sem eitt- hvað vita um afdrif Gosa að láta okkur vita. Kveðja. Pétur Steingríms. Hallgrímur Rögnvaldsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.