Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 17 BIDDÝ: Ég var búin að dásama mótið og Vestmannaeyjar mikið hjá IR í vetur og það var frábært að sjá að ég laug engu. Bryndís Jóhannesdóttir, fyrrum leikmaður ÍBV kom sem þjálfari ÍR: Upplifi mótið öðruvísi sem að- komumaður Bryndís Jóhannesdóttir er þjálfari hjá IR og stóð í ströngu á Pæju- mótinu um helgina enda með tvö lið og hafði í mörgu að snúast. Bryndís þekkir þó vel til enda fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og lék lengi með IBV, bæði yngri flokkum og meistaraflokki. Blaðamaður heyrði í Bryndísi í vikunni og ræddi við hana um Pæjumótið. „Okkur gekk svona ágætlega- sæmilega," sagði Bryndís þegar hún var spurð út í hvernig liði hennar hefði gengið. „Við urðum í ellefta sæti í A-liðum, sjöunda sæti í B-liðum en svo vann B-liðið innimótið sem var frábært hjá þeim. Þannig að þetta var bara alveg ágætt hjá okkur miðað við tjölda leikmanna og undirbúning í vetur." Hvemig fannst þér mótið takast? „Mér fannst Pæjumótið takast í einu orði sagt, frábærlega. Mér fínnst líka þessi breyting á mótinu, að vera bara með 5. flokk, vera mjög góð og breyting til batnaðar. Það er miklu betra að einbeita sér að einum aldursflokki og gera vel við hann í stað þess að dreifa kröft- unum á marga flokka. Skipulagið var líka til fyrirmyndar, eins og það hefur reyndar alltaf verið og svo spilaði góða veðrið auðvitað stórt hlutverk í mótshaldinu. Það kom reyndar smá hafgola einn daginn en það var ágætt svona til að kæla mannskapinn aðeins niður.“ Ertu að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn sem þjálfari? „Já. Ég tók auðvitað þátt í mótinu sem leikmaður á sínum tíma og tók held ég þátt í fyrsta Pæjumótinu sem var haldið. En þá voru fleiri flokkar en samt færri lið þannig að þetta er mun betra eins og það er núna. Ég neita því samt ekki að ég upplifí mótið aðeins öðruvísi sem aðkomumaður, finn stemmningu sem maður upplifði aldrei sem heimamaður. Stelpunum mínum fannst þær vera að fara til útlanda og töluðu alltaf um þegar þær kæmu aftur heim til Islands. En mér fínnst eins og maður hafí misst af einhverju á sínum tíma sem ég upplifi núna þannig að þetta er skemmtilega öðruvísi upplifun. Hvað með stelpumar í IR? Eru þær ánægðar? „Já mjög svo og ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð frá þeim. Við voru auðvitað með þétta dagskrá, fórum í bátsferð og svo sýndi þjálf- arinn snilli sína í spröngunni, sem stelpunum fannst mjög gaman að fylgjast með. En svo var bara fót- bolti og aftur fótbolti og það er það sem við viljum. Ég neita því hins vegar ekki að veðrið hefur mikið að segja með hvemig stelpumar upp- lifa mótið. Okkur gekk t.d. ekkert sérlega vel og ef stelpurnar hefðu verið að tapa í grenjandi rigningu, þá er ég hræddur um að andrúms- loftið hefði verið aðeins þyngra hjá mínum stelpum." Hvernig hefur Eyjamaðurinn það svo í herbúðum ÍR? „Ég hef það bara fínt. Ég er búin að vera hjá félaginu síðan 2006 en er reyndar hætt að spila. Lappirnar sögðu bara hingað og ekki lengra og þá er kominn tími til að snúa sér að öðru. Þjálfun lá beinast við og gaman að taka þátt í að byggja upp kvennaknattspymu hjá ÍR, sem er frekar ný.“ Fylgistu með ÍBV? „Ég hefði viljað fylgjast betur með en ég er ákaflega ánægð með að kvennafótboltinn er kominn af stað aftur hjá félaginu. Mér fannst það mjög sorglegt þegar hann var lagður niður og gleðst því mikið að sjá ÍBV aftur á fótboltavellinum." Eitthvað að lokum? „Ég þakka bara mótsnefndinni og öllum sem stóðu að Pæjumótinu kærlega fyrir frábært mót. Ég var búin að dásama mótið og Vest- mannaeyjar mikið hjá IR í vetur og það var frábært að sjá að ég laug engu,“ sagði Bryndís að lokum. Lúkkið þurfti að vera í lagi -segir Þórunn Ragnarsdóttir, fyrrum Pæjumótsmeistari en nú mætti sem móðir Ædolkeppni, nýja þjóðhátíðar- lagið á setningarhátíðinni Fjölmargir foreldrar hafa í gegnum tíðina fylgt bömum sínum á knatt- spymumót í Eyjum, bæði Pæjumót og Shellmót en fæstir hafa kynnst mótunum af eigin raun. Nú er hins vegar komin kynslóð foreldra sem kynntist þessum mótum og ein þeirra er Eyjamað- urinn Þómnn Ragnarsdóttir en hún varð Shellmótsmeistari með Tý í fyrsta Pæjumótinu. Þómnn, sem nú er búsett í Reykjavík, var að fylgjast með úrslitaleik um 11. sætið þar sem dóttir hennar, Lísa Margrét, var að spila með sínu liði, ÍR gegn Þrótti. Þórunn segir að IR-ingar séu ekki mjög sáttir við árangurinn í mótinu. „Þetta hefur ekki gengið nógu vel og við hefðum átt að enda ofar en í ellefta sæti. Þessar stelpur urðu Islandsmeistarar tvö ár í röð í 6. flokki en stökkið úr 6. og upp í 5. flokk er talsvert. Þessi árangur er samt undir væntingum en kannski eitthvað sem við áttum alveg von á því aðstaðan hjá IR er alls ekki nógu góð fyrir yngstu knattspymu- iðkendurna." Er ekki nýbúið að taka í gagnið glæsilegan gervigrasvöll á svæði IR? „Jú, en veturinn er búinn að vera mjög erfiður og ekki hægt að ætlast til þess að þessar stelpur séu úti á fótboltaæfingum í erfiðu vetrar- veðri. Þær eru ekki með neinar inniæfingar og þess vegna erum við langt á eftir öðrum liðum. Ég segi stundum, eins og Sigmar Þröstur sagði svo oft, til að vera góður þarf maður að æfa meira en hinir og þetta er alveg hárrétt. Hins vegar verður aðstaðan að vera fyrir hendi og það er hún ekki hjá IR. Fram- tíðin er inniaðstaða fyrir knatt- spymuna yfir vetrarmánuðina, það er viðmiðið í dag og allt minna en það er ekki ásættanlegt fyrir bömin okkar. Mér sýnist aðstaðan hjá IR vera sú sama og hjá IBV, jafnvel verri enda komast stelpumar héma stundum í íþróttasalina en því er ekki til að dreifa hjá IR. MÆÐGUR á Pæjumóti Lísa Margrét og Þórunn. Þórunn segir að þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri hafi stelpurnar skemmt sér konunglega á Pæjumótinu. „Veðrið auðvitað leikur við mótsgesti og það er ekki annað hægt en að hafa gaman þegar svona er. Annars finnst mér mótið hafa gengið mjög vel fyrir sig og gaman að sjá alla foreldrana sem fylgja stelpunum en veðrið spilar mjög stóra rullu hvemig til tekst. Það er svo gaman að vera Eyja- maður og geta montað sig af okkar fallegu eyju í sumarskrúða og í góðu veðri. Dagskráin fyrir stelp- umar hefur líka verið þétt, nánast aldrei dauður tími og þannig á þetta að vera. Ef það er eitthvað sem ég myndi vilja sjá betur fara þá finnst mér að það mætti kynna sögu Eyjanna betur fyrir mótsgestum. T.d. með rútuferð þar sem kynnar færa yfir sögu Eyjanna eða með því að sýna gosmyndir. Stelpumar hefðu gott og gaman af því að kynnast þessu." Þómnn segir mótið hafa breyst mikið frá því að hún tók þátt í því fyrir ekki svo ýkja mörgum ámm. „Já, ég man vel eftir þessu móti. Þá voru allir flokkar í mótinu nema meistaraflokkur og við urðum meistarar. Ég man að ég var fyrir- liði og svaf lítið nóttina fyrir úr- slitaleikinn því ég var lengi að ákveða mig hvemig ég myndi lyfta bikarnum eftir mótið, lúkkið þurfti að vera í lagi,“ sagði Þórunn og hló. Og kemurðu aftur að ári? „Já, við skulum vona það að IR verði með á næsta Pæjumóti. Við Bryndís munum allavega gera það sem við getum til að svo verði,“ sagði Þórunn að lokum. Þó mótið hafi byrjað á fimmtudags- morguninn var setningin á fimmtu- dagskvöldið í íþróttamiðstöðinni. Jóhann Pétursson setti mótið fyrir hönd IBV en einnig flutti Guðbjörg Karlsdóttir ávarp fyrir hönd TM. Eftir að ræðuhöldum var lokið kom að því sem stelpumar höfðu beðið eftir, Ædol-keppni Pæjumótsins. Ædolið er hæfileikakeppni þar sem hvert félag sendir frá sér atriði. Ædol-keppnin þetta árið var með glæsilegra móti og vom öll atriðin skemmtileg og gaman var að sjá hvað stelpumar höfðu lagt mikla vinnu í atriðin. Dómnefndina þetta árið skipuðu Guðný Óskarsdóttir, Amdís Ösk og Hreimur Heimisson úr Landi og Sonum. Keppnin gekk hratt fyrir sig og þegar henni lauk tók dóm- nefnd til starfa sinna og á meðan þau skeggræddu var farið í kappát þar sem Selfoss vann. Einnig fóm þjálfarar og fararstjórar í reiptog þar sem fararstjórar rótburstuðu þjálfarana. Aður en úrslit keppnarinnar vom gerð ljós tók Hreimur nokkur lög þar á meðal nýtt þjóðhátíðarlag en pæjumótsgestir vora þeir fyrstu til að heyra það. Því næst fór dóm- nefnd á sviðið greindi frá úrslit- unum, í þriðja sæti vom Aftureld- ingarstelpur sem tóku Línu Lang- sokk með söng og dansi. Annað sætið fór til Snæfellsness en þær höfðu undirbúið dansatriði sem var afar glæsilegt. Sigurvegari Ædols- ÆDOLSIGURVEGARI Katrín Ólaf'sdóttir sem heillaði áhor- fendur upp úr skónum. ins var hins vegar frá FH en þetta var fjórða árið í röð sem FH-ingar sigra þessa keppni. I þetta skiptið var það Katrín Ólafsdóttir sem heillaði áhorfendur upp úr skónum þegar hún söng lagið Jolene eftir Dolly Parton. Ædol-keppnin var einstaklega vel heppnuð og skemmtileg. Daginn eftir allt fjörið á setning- unni var komið að fótboltanum en stelpumar sýndu það og sönnuðu að þama eru á ferðinni framtíðar- knattspymuhetjur Islands. Þær stelpur sem þóttu framúrskarandi fengu að taka þátt í leik Landsliðs gegn Pressuliði Pæjumótsins. Leikurinn var afar skemmtilegur og spennandi og fulltrúi Eyjamanna, Tanja Rut Jónsdóttir, stóð sig eins og hetja. A laugardeginum voru svo spil- aðir úrslitaleikir og IBV átti einn fulltrúa í úrslitum en það var C- liðið. Þær mættu FH í úrslitaleik en töpuðu leiknum. Stelpurnar stóðu sig þá frábærlega og unnu innan- húsmót C-liða. Það var síðan Fjölnir sem vann í flokki B-liða en Breiðablik í A-liðum. Að loknum úrslitaleikjum var síðan haldið upp í höll þar sem lokahóf mótsins var haldið. Þar vom veitt Háttvísiverðlaun KSÍ en þau hlutu Snæfellsnes sem þótti sýna einstaka prúðmennsku innann sem utanvallar. Lámsarbikarinn hlaut síðan Erna Guðjónsdóttir en hún hlaut einnig þennan heiður á seinasta móti. Pæjumótið tókst hreint út sagt frábærlega, því er mikið að þakka frábæm veðri sem lék við gesti á mótinu. Pæjumótsráð má vera stolt af mótinu sem tókst í alla staði vel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.