Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 19
Frcttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 19 Visabikar karla: ÍBV - Leiknir 2:0 Eyjamenn sigruðu í blíðunni Eyjamenn tóku á móti Leiknis- mönnum í veðurblíðunni á Hásteinsvelli í gær en þessi leikur var í 32-liða úrslitum Visa bikar- keppninnar. Þrjár breytingar voru gerðar á liði IBV frá síðasta leik en inn í liðið komu Ingi Rafn Ingi- bergsson, Þórarinn Ingi Valdimars- son og Amór Eyvar Olafsson. Leikurinn byrjaði afar rólega á meðan liðin fundu taktinn á vell- inum. Jafnræði var með liðinum fyrsta stundarfjórðung leiksins, þó voru Eyjamenn örlítið ákveðnari í sínum sóknaraðgerðum og áttu betri færi. Fyrsta mark Eyjamanna kom þó upp úr nánast engu. Bjarni Rúnar fékk boltann utan af kanti, lék í átt að vítateignum og skaut máttlausu skoti að marki en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Leiknis og þaðan lak hann í netið. Hálfri mín- útu síðar unnu Eyjamenn boltann á sínum vallarhelmingi og sóttu hratt upp. Boltinn barst til Atla Heimis- sonar en brotið var á honum rétt fyrir utan teig, boltinn var þó áfram í leik og lenti fyrir fætur Inga Rafns INGI RAFN INGIBERGSSON fagnar hér marki sínu ásamt þeim Pétri Runólfssvni og Bjarna Rúnari Einarssyni, sem skoraði fyrra mark IBV. Bakvið þá glittir í Þórarin Inga Valdimarsson. sem keyrði inn í teig og kláraði færið glæsilega með föstu skoti í þaknetið og staðan í hálfleik var 2:0. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, Eyjamenn slökuðu mikið á og hleyptu Leiknismönnum of mikið inn í leikinn en með heppni hefði Leiknir getað skorað fjölda marka. Heppnin var hins vegar ekki með þeim í þessum leik og runnu flestar sóknaraðgerðir þeirra út í sandinn. Lokatölur í blíðunni á Hásteinsvelli því 2:0 fyrir IBV og Eyjamenn eru þar með komnir í 16-liða úrslit. Blaðamaður náði tali af Heimi Hallgrímssyni eftir leik og var ha.nn nokkuð sáttur með sína menn. „Við vorum ekki að spila okkar besta leik en vorum þó 2:0 yftr f hálfleik. Það er mikilvægur leikur á laugardaginn þannig að við ætluðum að spila þennan leik öruggt. Leikurinn fannst mér samt alltaf í okkar hönd- um, þeir fengu þó einhver tvö til þrjú færi en mér fannst þetta bara öruggt.” 2. flokkur karla: Góð stemmning Á mánudaginn náði 2. flokkur karla í knattspymu toppsæti C- riðils eftir glæsilegan 1:6 sigur á Gróttu. ÍBV kom ákveðið til leiks og spilaði hreint frábæran fótbolta þar sem boltinn fékk að fljóta á milli manna. Eyjamenn komust yfir með marki frá Guðjóni Ólafssyni en skömmu síðar bætti Steinar Emir Knúts- son við öðru marki. Staðan því 0-2 í hálfleik fyrir ÍBV. Eyjamenn mættu enn sterkari til seinni hálfleik og mörkin fylgdu í kjölfarið. Gauti Þor- varðarson bætti þriðja markinu við rétt áður en yngri bróðir hans, Víðir Þorvarðarson, skor- aði einnig. Guðjón Ólafsson kórónaði síðan sinn leik með tveimur mörkum í viðbót. Gróttumenn náðu aðeins að klóra í bakkann með einu marki en glæsilegur sigur Eyjamanna í höfn. Fréttir náðu tali af Guðjóni Ólaf- ssyni markahæsta leikmanni 2. flokks sem segir stemmninguna í hópnum vera góða. „Stemmningin í hópnum er bara virkilega góð enda alltaf gaman þegar vel gengur. Þetta fór ekki alveg nóg vel af stað hjá okkur þegar við gerðum f brækurnar fyrir austan á móti Hetti en við erum að koma sterkir til baka núna. Það er ljóst að við megum ekki við því að tapa fleiri stigum eins og staðan er núna og ég hef trú á að leikirnir á móti IR verði algjörir lykilleikir. Einnig fórum við áfram í bikar þar sem við mætum sterkum Blikum í bænum og ekkert annað í stöð- unni en að þjappa hópnum saman og taka þetta á stemmn- ingunni.” Strákarnir í 2. flokki unnu KFR í bikamum og mæta því sterku liði Breiðbliks á útivelli en Blikar eru í A-riðli. „Það er engin spurning að þetta verður mjög erfiður leikur. I fyrra fórum við alla leið í undanúrslit þar sem við siógum tvö A-riðils lið út úr keppni sem sýnir okkur að allt er hægt. Eg held að þessi leikur sé tilvalinn fyrir okkur til að sýna fólki að við eigum ekki heima í þessum asnalega C-riðli. Við munum klárlega leggja allt í þennan leik enda alltaf gaman að ná langt í bikar, fleiri leikir og meiri stemmning.” lJ 1. deild karla: IBV - KA 1:0 Eyjamenn kláruðu dæmið þrátt fyrir mikið andleysi Meistaraflokkslið karla í knattspymu mætti KA á laugardaginn í frábæru veðri. Aðstæður til knattspyrnuiðk- unar voru eins og þær gerast bestar, völlurinn frábær og veðrið yndislegt. Fyrir leikinn vom Eyjamenn í efsta sæti deiidarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki en KA sat f áttunda sætinu. Sterklega var búist við því að IBV myndi rúlla KA upp í þessum leik en annað kom í Ijós. KÁ-menn komu dýrvitlausir í þennan leik og það kom Eyjamönnum í opna skjöldu. KA náði völdum á miðjunni og það var eins og IBV ætti engin svör við baráttu KA. Þrátt fyrir slaka byrjun náði IBV að skapa sér tvö dauðafæri úr skyndisóknum. Fyrra færið átti Atli Heimisson sem komst einn í gegnum vörn KA-manna eftir sendingu frá Bjarna Rúnari en Sandor Matus, markvörður KA, sá við honum. Skömmu eftir það fékk Augustine Nsumba einnig dauðfæri en skot hans var slakt og fór það framhjá. Leikurinn róaðist aðeins niður þegar leið á fyrri hálfleikinn en samt var KA alltaf hættulegra. Staðan var því 0:0 þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks. I seinni hálfleik komu Eyjamenn með annað hugarfar til leiks og byrjuðu mun betur. Heimir gerði tvær skiptingar sem gerðu gæfu- muninn, út af komu Anton Bjama- son og Egill Jóhannsson og í þeirra stað komu Þórarinn Ingi og Arnór Eyvar. Við það efldist liðið og Eyjamenn komust yfír á 66. mínútu með laglegu skallamarki frá Atla Heimissyni. Eftir markið sóttu Eyja- menn meira og fyrir sókninni fór Augustine Nsumba sem var frábær í liði IBV. Hann var sífellt ógnandi og kom sér oft í færi en mistókst þó að skora. Þegar venjulegum leiktíma var lokið fengu KA-menn auka- spymu rétt fyrir utan vítateig og það var enginn annar en Sandor Matus, markvörður KA, sem tók spymuna. Spyrnan var frábær og mátti Albert Sævarsson hafa sig allan við að verja hana. KA gerðu harða atlögu að marki ÍBV á lokamínútunum en Eyjamenn vörðust vel og tryggðu sér þar með sjöunda sigurinn í röð. Það var gott að sjá í þessum leik að þrátt fyrir að Eyjamenn ættu slæman leik kláruðu þeir hann með sigri. Á síðasta tímabili var það vandamál ÍBV að klára leikina, hvort sem Eyjamenn vom betra liðið eða verra. Það er einnig gífurlega mikilvægt að hirða öll stigin á heimavelli. I fyrra töpuðu Eyjamenn fimmtán stigum á heimavelli sem þýddi að þeir fóru ekki upp. Nú hefur málið snúist við og Eyjamenn hafa það sem þarf til að klára leikina hvort sem þeir eru betra liðið eða það verra. Byrjunarlið IBV: Albert Sævars- son, Matt Garner, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Anton Bjarnason, Egill Jóhannsson, Augustine Nsumba, Italo Jorge Maciel, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Heimisson. Varamenn: Þórarinn Ingi Valdi- marsson, Guðjón Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ingi Rafn Ingi- bergsson, Elías Fannar Stefnisson. Maður leiksins: Augustine Nsumba var allt í öllu í sóknarleik IBV. Hann skapaði ótal færi og var sífellt ógnandi. Áhorfendafjöldi: 300-400 Jt 1. deild kvenna: ÍBV - Haukar 6:1 Skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik -ÍBVí öðru sæti A-riðils 1. deildar Meistaraflokkur kvenna lék sinn þriðja leik í Islandsmótinu seinasta miðvikudag í frábæru veðri. Stelp- urnar mættu Haukum sem hafa ekki verið að gera góða hluti í deildinni. Leikurinn byrjaði rólega þar sem liðin skiptust á að sækja. Það voru hins vegar Haukar sem náðu foryst- unni í leiknum eftir klaufaleg varnar- mistök ÍBV. Eyjastelpur voru hins vegar ekki lengi að jafna en þar var að verki Kristín Ema Sigurlásddotir sem jafnaði á sömu mínútunni. Staðan þvf l-l í hálfleik. I seinni hálfleik komu Eyjastúlkur mun ákveðnari til leiks og náðu fljótlega góðum tökum á leiknum, með Þórhildi Ólafsdóttur í broddi fylkingar en Þórhildur átti stórleik á miðjunni. Stelpumar börðust allar eins og ljón á vellinum og gáfu ekkert eftir og mörkin komu í kjöl- farið. IBV skoraði fimm mörk í seinni hálfleik og vann því leikinn 6:1. Mörk IBV skoruðu Þórhildur Ólafsdóttir 2, Kristín Ema Sigur- lásdóttir 2, Thelma Sigurðardóttir og Bylgja Dögg Sigmarsdóttir. IBV situr því sem stendur í öðm sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. ÍR er efst með níu stig eftir þrjá leiki en í þriðja sæti er Þróttur með sex stig en Þróttur á leik til góða. ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR hefur spilað gríðarlega vel með kvennaliði IBV í sumar. íþróttir Mwesigwa skoraði fyrir Úganda Andrew Mwe- sigwa, eða „Siggi“ eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrir landslið sitt, Úganda gegn Angóla. Mwesigwa skallaði homspyrnu Abu Baker Tabula í netið á 17. mínútu og kom Úgandamönnum í 2:0. Þessi leikur var hluti af undankeppni heimsmeistarakeppnarinnar 2010. Andrew kemur aftur heim eftir næsta leik liðsins gegn Angóla á útivelli. Gunnar til Esbjerg Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvalds- son mun spila með danska félaginu Esbjerg næsta vetur. Gunnar mun að öllum líkindum skrifa undir þriggja ára samning hjá félaginu á næstu dögum. Gunnar hefur verið á miklu flakki undanfarið ár og hefur spilað í Þýskalandi og Noregi. Það voru hins vegar nokkuð mörg félög sem höfðu áhuga á Gunnari en hann kaus Esbjerg. KFS tapaði gegn Árborg KFS sótti Árborg heim á föstu- daginn en þetta var þriðji leikur KFS í deildinni og þeir höfðu aðeins unnið einn leik á undan þessum. KFS byrjaði mun betur í leiknum og átti nokkur góð færi í byrjun leiks en mistókst að skora. Árborg náði síðan forystunni úr víti og bætti síðan við öðru marki aðeins seinna. Staðan því 2:0 í hálfleik. í seinni hálfleik skiptust liðin á að sækja og þó svo að KFS hafi átt hættulegri færi þá náði Árborg að koma inn þriðja mark- inu. KFS klóraði aðeins í bakkann þegar Sigurður Ingi skoraði á lokamfnútunni. KFS situr því í næstneðsta sæti A-riðils með þrjú stig. Framundan Föstudagur 20. júní Kl. 18.30 ÍBV-Selfoss, 3. flokkur kvenna Sunnudagur 22. júní Kl. 14.00 FH-IBV, meistara- flokkur kvenna. Kl. 14.00 Haukar-ÍBV, meistara- flokkur karla Mánudagur 23. júní Kl. 20.00 KFS-KFR 3. deild karla. Kl. 20.00 ÍBV-ÍR 2. flokkur karla. Þriðjudagur 24. júní Kl. 16.00 ÍA-ÍBV 4. flokkur kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.