Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 26. tbl. I Vestmannaeyjum 26.júní 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is SUMARSTÚLKAN Sara Dögg Guðjónsdóttir var valin Sumarstúlka Vestmannaeyja 2008. Nánar á bls. 12 og 13. Mynd Óskar Pétur. Útboðsgögn vegna væntanlegrar Vestmannaeyjaferju afhent: Afhendingartími allt að 36 mánuðir frá 1. ágúst 2008 í síðustu viku voru afhent útboðs- gögn sem Ríkiskaup gerðu f.h. Siglingastofnunar vegna væntan- legrar Vestmannaeyjaferju. Hönnun og lýsing var unnið af Navis. Hvað mesta spurningin var í hugum flestra hvort hvikað yrði frá fyrri kröfum um stærð skipsins og þá aðallega í sambandi við breidd þess. Grímur Gíslason, sem vann að tilboðsgerð á vegum Vestmanna- eyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar, vegna þessa máls, segir að sér virðist sem í þessu útboði haldi menn sig við þá stærð, sem sett var fram í jaðarútboði, eða 15 til 17 m að breidd. „Reyndar stendur þama 15 til 17 m, approx, og ég átta mig ekki alveg á þeirri meiningu en approx merkir um það bil,“ segir Grímur. Hann segir ennfremur að með þessu útboði fylgi teikning af skipi, 15 m breiðu og ég sé ekki samhengið í því. I okkar boði var gert ráð fyrir 16 m breidd, sem þýddi fimm raðir af bflum eða fjórar af gámum. Ef breiddin er 15 m, þýðir það fjórar raðir af bflum og þrjár af gámum auk þess sem mynd- ast aukapláss sem ekki nýtist," segir Grímur. „Það kann að vera að þeir fái betra tilboð en við lögðum fram. En mér sýnist að í þessu útboði sé farið fram á talsvert af dýrum búnaði, t.d. vél- búnaði auk þess sem gert er ráð fyrir að talsvert af skipinu sé úr áli sem þýðir dýrari smíði. Þarna er líka gert ráð fyrir tvöföldu bflaþilfari sem þýðir aukinn þunga. Eg hef ákveðnar efasemdir um djúpristuna, að það gangi upp að mjókka skipið, þyngja það og ætla samt að halda þeirri djúpristu sem ákveðin var,“ segir Grímur. „Þeir sérfræðingar sem ég hef haft samband við, segja að það gangi ekki upp.“ Grímur segir að í þessum útboðs- gögnum sé gert ráð fyrir að verðið vegi 50%, hönnun á skipi 25%, afhendingartími 12% og kostnaður við rekstur 13%. „Mér virðist ekki lengur miðað við 1. júlí 2010, eins og var. I sambandi við afhendingar- tímann er miðað við 1. ágúst og tekið fram að einn punktur, eða eitt prósent dragist frá fyrir hvern mánuð sem afhendingu seinkar. Skilyrði er sett um 36 mánaða hámarks afhendingartíma, frá undirskrift samnings, þann 1. ágúst 2008, og það þýðir að þessu gæti allt eins seinkað um eitt ár, samkvæmt útboðsgögnum. I vélaútboði er gert ráð fyrir afhendingu véla á fyrsta ársfjórð- ungi, árið 2010 og skipið verði afhent á þriðja ársfjórðungi þess árs, sem ekki passar heldur við dag- setninguna 1. júlí sem menn virðast ekki lengur vera að fókusera á,“ segir Grímur. „Þá er gerð krafa um búnað til brennslu á svartolíu, sem er kannski skiljanlegt, miðað við síhækkandi verð á eldsneyti. Aftur á móti hef ég miklar efasemdir um brennslu á svartolíu á svo stuttri keyrslu." Þá segir Grímur að sér virðist þetta útboð vera á frekar gráu svæði. „Það eru Ríkiskaup, fyrir hönd Siglingastofnunar, sem leggja það fram. Siglingastofnun er eftirlits- aðili og fyrir mér er það spuming hvort það samræmist þeim skyldum stofnunarinnar að hún sé einnig framkvæmdaaðili," sagði Grímur. Síld og makríll Skip Vinnslustöðvar og ísfélags eru nú við veiðar á norsk-íslensku sfldinni sem fæst nú í íslensku lögsögunni eða ekki langt frá miðlínu milli íslands og Færeyja. Um sólarhringssigling er á miðin en sfldin er makrílblönduð og nú er í fyrsta skipti frystur makrfll um borð í Guðmundi VE. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri ísfélagsins sagði að makrfll hafi verið bræddur hjá ísfélaginu f fyrra og þetta er í fyrsta skipti sem félagið lætur frysta makríl. „Við létum breyta flökunarbúnaði um borð í Guðmundi VE þannig að við getum hausað makrílinn og sogað innyfli úr og fryst. Makríll er svipaður síld en aðeins feitari fiskur. Nú gengur hann inn í íslensku lögsöguna og við erum að nýta það sem kemur með sfldinni," sagði Eyþór. Guðmundur landaði 850 tonnum af sfldarafurðum í síðustu viku á Norðfirði og Júpíter ÞH og Þorsteinn ÞH fóru út á þriðjudag og verða saman á tvflembingi. Vonast er til að Álsey VE verði tilbúin til veiða eftir helgina. Bátar Vinnslustöðvarinnar, Sig- hvatur VE og Kap VE voru á leið í land úr fyrsta túrnum á miðvikudag með samtals 2.700 tonn. Stefán Friðriksson aðstoð- arframkvæmdastjóri VSV sagðist reikna með góðum gæðum á sfldinni enda aðeins um sólar- hrings sigling á miðin. „Síldin er eitthvað blönduð með makríl en aflinn fer allur í bræðslu. Það er mjög gott verð á lýsi og ágætt á mjöli, “ sagði Stefán og reiknaði með að skipin færu aftur á miðin næsta föstudag. Milljónavirði framhjá vigt Á föstudaginn höfðu starfsmenn Fiskistofu samband við lögreglu og óskuðu eftir aðstoð vegna gruns um að verið væri að landa afla framhjá vigt. Við rannsókn lögreglu kom í Ijós að í einu kari voru um 250 kg af humri, en ofan á humarinn hafði verið settur skötuselur. Við nánari leit í veiðarfærahúsi útgerðarinnar fundust um 250 til 300 kg af humri sem landað hafði verið framhjá vigt. Skipstjóri bátsins viðurkenndi brot sitt og mun mál hans fara hefðbundna leið í réttarkerfmu. Samkvæmt upplýsingum Frétta er um stóran humar að ræða og er verð á honum milli 3000 og 4000 krónur kg. Verðmætið gæti því verið hátt í tvær milljónir króna. Ekki munu áhafnir á öðrum humarbátum liggja undir grun. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netáhamar VÉLA- OG BlLAVERKSTÆÐI ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI.J FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.