Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 26. júní 2008 7 Fótbolti til framtíðar -Kári Bjarnason veltir fyrir sér hugmyndum sérfræðinga um þróun knattspyrnunnar mitt í þeirri veislu sem Evrópumeistaramótið er Klúbbarnir munu þurfa að bregðast við þessum ótrúlegu valmöguleikum sem sjónvarpið og tölvan bjóða upp á ef einhver á eftir að nenna að haska sér út á völlinn og þar sjá spekingarnir ekki síður spennandi framtíð: Fyrir framan hvert sæti mun verða komið fyrir snertiskjám þar sem unnt er að flakka fram og til baka um völlinn, kíkja á aðra leiki eða panta sér hressingu sem kemur brunandi á vettvang. Við sem eru unnendur knattspyrn- unnar eigum stopula sæludaga. Evrópukeppnin er ein slík nautna- stund, þar sem sambland af dansi og þaulhugsaðri bardagalist slær saman - þjóðarstoltið rifnar af gleði eða springur af harmi eftir því hvemig tilviljun eða áralöng þjálf- un setur tuðruna hina ætluðu leið eða rétt framhjá. Hvílík gleði að fá að lifa góðan leik, sjá þaulhugsaðan undirbúninginn leiða til marks eða einstaklingsfrumkvæðið töfra fram ógleymanleg tilþrif. Evrópukeppn- in, en því miður lýkur henni á sunnudaginn, hefur boðið upp á þvílíka dramatík að öll skáld mega blygðast sín! Eg ferðast alloft til Hafnar enda em ýmis handrit sem tengjast Vestmannaeyjum enn þar varðveitt, til allrar hamingju. I þessum ferð- um mínum gefst oft tími til að horfa á góða leiki eða lesa sig til um framvindu mála, enda er fót- boltinn ótrúlega fjölbreyttur og síhvikull heimur. I síðustu ferð minni rakst ég á frábæra sariiantekt eftir breska og danska sérfræðinga um þróun knattspymunnar á næstu áratugum eða fram til ársins 2020. Það sem hér fer á eftir er stutt samantekt en vísað er á tímaritin Future of Football (febr. 2008) og Tips bladet weekend (febr. 2008) um nánari greinargerð sem og skýrsluna í heild, sjá m.a. www.orange.co.uk/sport/football/pi cs/3395_l.htm Virk þátttaka Þar segir að innan skamms munum við geta flatmagað fyrir framan sjónvarpið og horft á leikinn í þrívídd án nokkurs aukabúnaðar, súmað að vild inn á hvaða leik- mann eða stöðu á vellinum sem er og spólað fram og til baka á einstök vafaatriði. Það verður þá nóg að gera á fjarstýringunni! Auðvelt verður að reikna sjálfur nákvæm- lega út hraða og stefnu boltans, breyta einstökum forsendum og meta áhrif þeirra á gang leiksins. Tækifærin fyrir venjulegan áhuga- mann til þess að greina leikinn eftir á eru að mati skýrsluhöfunda í raun óendanlegir. Ekki þarf síðan að minna lesendur Frétta á ýmiss konar hópaspjalls- möguleika í gegnum netið, þar sem menn geta af auknum krafti borið saman bækur sínar eða deilt um „smáatriðin". Jafnframt gefst tæki- færi til að hlaða inn á eigin tölvur tölvugerða leiki t.d. síns fótbolta- liðs og umbreyta yftr í fótboltaspil með þeim viðbótum er menn sjálfir kjósa. Tilvalið til að skella sér inn á völlinn og taka sjálfur þátt í leiknum! Lífið á vellinum Klúbbamir munu þurfa að bregðast við þessum ótrúlegu valmögu- KÁRI leikum sem sjónvarpið og tölvan bjóða upp á ef einhver á eftir að nenna að haska sér út á völlinn og þar sjá spekingarnir ekki síður spennandi framtíð: Fyrir framan hvert sæti mun verða komið fyrir snertiskjám þar sem unnt er að flakka fram og til baka um völlinn, kíkja á aðra leiki eða panta sér hressingu sem kemur brunandi á vettvang. Sætin verða hönnuð þannig að þegar aðstæður á vell- inum kalla á virka þátttöku munu þau titra þar til sprottið er á fætur. Þetta kallast að fá að vera með! Ef maður verður fyrir því óláni að komast hvorki á völlinn né ná að fleygja sér fyrir framan næsta sjón- varp á leiktíma verður unnt að sjá leikinn á rauntíma í símanum. Síðan er að bruna heim og hlaða leiknum í tölvuna eða sjónvarpið og njóta allra möguleika tækninnar til að skoða betur vafaatriðin. Breytingar hjá leik- mönnum Hvað leikmennina varðar munu möguleikarnir á því að fylgjast náið með líkamlegu atgervi gerbreytast. Með örsmáum nemum verður hægt að sjá slysahættu fyrir með allt að 300% meiri nákvæmni og bregðast við aukinni hættu á tilteknum slysum með nákvæmari lyfjagjöf- um eða sérstakri fyrirbyggjandi þjálfun. Spekingamir telja að með slfkri nálgun sé hægt að auka þolið verulega eða hlaupahraðann allt að 15% og hlaupalengdina jafnvel um 50%. Treyjurnar verða sérútbúnar til að græða minniháttar sár og þurrka upp svita eða kæla líkamann niður, orkuplástrar munu hjálpa til við að auka úthald og eingöngu verður boðið upp á skó sem verða sérhannaðir utan um hina dýrmætu fætur. Skómir verða merktir fyrirfram sem hluti af heimaliði eða útiliði, þannig að nemamir í skónum greina hvort leikmaður t.d. er rangstæður með því að bera saman skópörin á vellinum. Búningarnir verða hannaðir þannig að þeir geti breytt um lit og jafnvel birt ein- stakar auglýsingar tímabundið meðan á leik stendur. Breytingar á vellinum Leikvellimir sjálfir verða eingöngu með gervigrasi. Vellirnir verða opnir en skýjabólstrar verða ein- faldlega sprengdir upp vel fyrir leikinn til að koma í veg fyrir rigningu meðan á leiknum stendur. Boltinn mun að sjálfsögðu breytast mikið, við sjáum þegar í Evrópu- keppninni sem nú stendur yfir að sviftð er að aukast og þar með aukinn möguleiki á nákvæmni. Lítil örfluga inni í boltanum mun gera dómara viðvart um það hvort boltinn hafi farið yfir marklínu eða ekki. Leysitækni mun gefa upp nákvæma staðsetningu á innkasti, frísparki og hvar 9 metra línan á að standa. Ljósin munu þá sjást á vellinum og taka af allan vafa. Dómaramistök munu heyra sögunni til, segir í skýrslunni og er ekki víst að Pele sé hrifinn af þeim orðum. Einn úr hópnum bætir því við að innan fárra ára muni róbótar leysa dómarann af hólmi. Örflugu þjálfararnir Þjálfararnir munu geta fylgst náið með ástandi leikmanna sinna á vell- inum og geta brugðist við þegar styrkur þeirra tekur að dvína. Skynjaramir, sem leikmenn bera, gefa þjálfaranum jafnframt tækifæri til að ræða við leikmenn sína og koma þannig beinna að framvindu leiksins. Sérstakar myndavélar hlaðnar gervigreind fylgja hverjum leikmanni eftir. Þær innihalda hvers kyns upplýsingar um leikmanninn og meta í ljósi fyrirliggjandi gagna hversu mikinn hluta af getu leik- mannsins hann nýtir eða hefur nýtt og ráðleggja um skiptingu þegar þörf er á. Slík tækni yrði einstak- lingsmiðuð, þannig að þjálfarinn getur greint á hverjum tíma stöðu leikmannsins í samhengi við fyrirliggjandi upplýsingar. Tæknin yrði einnig nýtt til að para saman í lið, velja einstaklinga í stöður á vellinum sem passa best saman eða geta bætt upp það sem á vantar. Myndavélamar greina jafnframt skapferlisbreytingar eða óvenjulega hegðun þannig að þegar pundið þyngist í leikmönnum gera þær þjálfaranum viðvart. Slíkt hefði nú aldeilis getað breytt sumum leikjunum! Innáskipting Fyrir hina allra æstustu sjá spek- ingarnir þá framtíðarsýn að leik- vangurinn verði reistur inni í miðju lokuðu íbúða- og verslunarhverfi. íbúamir yrðu jafnframt meðeig- endur í klúbbnum og þyrftu lítið að fara út fyrir svæðið - nema á stöku útileik! Fáir em þó svo hugaðir að komast alla þessa leið, en líklega er það himnaríki, sem gamla fólkið dreymdi um, þama fólgið. Þegar allt þetta er komið í kring verður enn nauðsynlegra en áður að unnendur knattspymunnar njóti fullra forréttinda á sínu heimili þá örfáu daga á ári sem góðir leikir eru í boði. Góður undirbúningur að slíku gefst á sunnudaginn kemur er úrslitaleikurinn sjálfur verður leik- inn. Sögcisetrið 1627: Reisubók Ólafs í enskri þýðingu Reisubók Olafs Egilssonar er komin út í enskri þýðingu. Þetta er í fyrsta skipti sem bókin kemur út á ensku og heitir The travels of reverend Olafur Egilsson í enskri þýðingu. Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols gefa bók- ina út en Sögusetrið 1627 styrkir út- gáfuna. Bókin kom út í danskri þýðingu 1741 og kom síðast út á íslensku 1969. Með ensku útgáfunni gefst erlend- um fræði- og áhugamönnum einstakt tækifæri til að nálgast þessar merku samtímaheimildir um þá skelfilegu atburði, sem jafnan em nefndir Tyrkjaránið. Goslokamessa í Seljakirkju: Þrír klerkar með rætur í Eyjum þjóna fyrir altari Helgina 4. - 6. júlí nk. verður þess minnst að 35 ár em síðan gosi lauk í Heimaey. Mikil hátíðardagskrá verður í Eyjum alla helgina og verður mikið um dýrðir. En eins og gengur hafa ekki allir tök á því að sækja eyjamar heim og því hefur verið ákveðið í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavfkursvæðinu (ÁtVR) að vera með goslokamessu í Seljakirkju í Breiðholti af þessu tilefni sunnudaginn 6. júlí kl. 20.00. Verður eyjastemningin þar fyrirferðarmikil og munu eyjapeyjamir sr. Kristján Bjömsson, sr. Olafur Jóhann Borgþórsson og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari og nokkrir félagar úr sönghóp ÁtVR leiða sönginn. Að lokinni messu verður létt spjall, kaffi og konfekt og notaleg stemning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.