Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 26. júní 2008 11 SJÖMENNINGARNIR, Ásta, Hildigunnur, Berglind, Freydís, Selma, Anna, Heiða, og þorbjörg Spurning vikunnar: Baðaðir þú þig upp úr morgun- dögginni á Jónsmessu? Þórunn Halldórsdóttir -0 nei, því miður. Ég vildi að ég væri nógu kjörkuð til þess. ÖlafurTryggvason -Nei, ég mátti ekki vera að því. Ég athuga það næst. Tískusýning í Eldheimum Sjö klæðskerar og fatahönnuðir frá Vestmannaeyjum ætla að sýna hönnun sína á tískusýningu um goslokahelgina. Sýningin verður í Eldheimum og á eflaust eftir að vekja mikla athygli enda umhverftð bæði frumlegt og nýstárlegt. Þær sem hanna fötin eru: Heiða Eiríks- dóttir í samstarfi við Þorbjörgu Valdimarsdóttur, Selma Ragnars- dóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Freydís Jónsdóttir, Anna Guðný Laxdal, Berglind Omarsdóttir og Ásta Guðmundsdóttir. Ásta hefur unnið að því að skipu- leggja sýninguna og segir ekkert eitt þema verða í gangi heldur muni hönnuðirnir sýna það sem þeir eru að fást við þessa stundina. „Hver og ein sýnir fjögur til sex dress og eflaust má ftnna smá drama í hönnuninni sem passar við um- hverftð. Anna Clausen setur upp sýninguna fyrir okkur og nú er unnið að undirbúningi. Okkur vantar ennþá nokkur módel og við hvetjum þær sem vilja sýna til að koma og hitta okkur í Ráðhúsinu næsta fimmtudag, 24. júní milli klukkan 16.00-18.00.“ Ásta vann að undirbúningi gos- lokahátíðar með Andrési Sigur- vinssyni fyrir tíu árum, þá tókst mjög vel til og hátíðahöldin enn í fersku minni. „Það var mjög skemmtilegur tími og mér finnst frábært að taka þátt í þessu aftur. Kristín Jóhannsdóttir hafði sam- band við mig í vor og mér finnst tískusýningin í svo framandi umhverfi bæði áhugaverð og skemmtileg hugmynd. Ég ímynda mér að það komi vel út að vera með sýningu í tengslum við upp- gröftinn á húsunum, sérstaklega ef það verður gott veður. Svona sýn- ing tekur u.þ.b. tuttugu mínútur og við ætlum að gera þetta eins vel og við getum. Við erum á kafi í undirbúningi og mjög spenntar að taka þátt í þessu enda sýningin í mjög óvenjulegu umhverfi," sagði Ásta. Unnur Þórarinsdóttir Nei, ég gerði það ekki. Þetta er skemmtilega þjóðsaga sem ágætt er að halda í og hafa gaman að. Sólueig Adólfsdóttir Nei, ekki þetta árið, því miður. Ég væri kannski heil heilsu ef ég hefði gert það. Notað og nytsamlegt opnar aftur -Styrkir Unglingadeild Björgunarfélags Vestmannaeyja STYRKUR AFHENTUR Hildur Björk Bjarkadóttir tekur við styrknum úr hendi Margoar. Notað og Nytsamlegt verður opnað fimmtudaginn 26.júní kl.10 að Kirkjuvegi 19. Markaðurinn verður starfræktur í átta vikur og allir sem eiga húsgögn eða húsmuni sem þeir vilja gefa og eða gera góð kaup ættu að kíkja við. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála. Markaðurinn verður opinn alla virka daga og á laugardögum frá 10 til 16. „Mér finnst gaman hvað margir hafa sýnt þessu áhuga. Það er alltaf verið að spyrja mig hvort markað- urinn fari í gang aftur og verði starfandi í sumar,” sagði Margo Renner sem ýtti markaðnum úr vör á síðasta ári. „Ég var svolítið lengi að koma þessu í gang núna en ég vona að þeir sem hafa haft samband við mig og eiga eitthvert dót heima hjá sér muni koma þvf til okkar núna að Kirkjuvegi 19. Þar verður tekið á móti notuðum hlutum sem geta gagnast öðum og eru í heilu lagi. Við tökum ekki við fatnaði þar sem Rauði krossinn sér um það verk- efni. Allt verður selt á frábærum kjörum og búast má við skemmti- legri markarðsstemmingu eins og síðast. Opið verður frá kl. 10:00 til 16:00 alla daga vikunnar nema sunnudaga og allir velkomnir á þessum tíma bæði þeir sem ætla að gefa hluti og gera góð kaup.“ Margo bendir fólki, sem er með stóra hluti og erfítt er að flytja, s.s. ísskáp eða þess háttar, á að taka mynd og skrifa lýsingu, og hengja upp á vegg hjá þeim. „Ef þið eruð að leita að einhveiju sérstöku, t.d. vinnuborði, vínglösum eða bama- kerru verður hægt að láta skrá það á lista og ef eitthvað slíkt kemur inn þá verður hægt að hringja í ykkur.“ Eins og síðast verður markaðurinn rekinn sem góðgerðastarfsemi og allur ágóði rennur til styrkar ákveðnu verkefni. „Ánægjulegt er að nota tækifærið og tilkynna að ágóðinn frá síðasta ári verður veittur til Unglingadeildar Björgunarfélags Vestmannaeyja og verður notaður til að styrkja fjögur ungmenni á námskeið og ferð í úti- vistarskóla á vegum Slysavama- félagsins Landsbjargar,“ sagði Margo að lokum. Kvöldganga eða síðbúin Jónsmessu- ganga I dag, fímmtudagskvöld, 25. júní kl. 22.00, verður hin árlega Jónsmessunæsturganga. Gengið verður frá Iþróttamið- stöðinni á Helgafell, Sæfjall og til baka vestur Hamarinn aftur að íþróttamiðstöðinni. Sundlaugin verður opin þetta kvöld til kl. 01.00. Leiðsögumaður Bjarni Halldórsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.