Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 26. júní 2008 13 Sara Dögg, Sumarstúlkan 2008 : Stefnir á háskólanám í arkitektúr SUMARSTÚLKUR Sara Dögg með ömmu sinni, Ingu Jónu Halldórsdóttur, sem lét sig ekki vanta í Höllina á laugardagskvöldið. Sara Dögg Guðjónsdóttir var kjörin Sumarstúlka Vestmannaeyja í Höllinni á laugardag. Hún er sautján ára gömul, dóttir Guðjóns Hjörleifssonar og Rósu Guðjóns- dóttur. Sara Dögg stundar nám við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum og vinnur hjá Arnóri bakara í sumar. Sara Dögg stefnir á nám í arkitektúr í framtíðinni og er vel að Sumarstúlkutitlinum komin. „Það voru eiginlega allar vinkonur mínar í keppninni þannig að þetta var mjög gaman,“ sagði Sara Dögg þegar hún var spurð út í keppnina. „Fyrst var rosalega mikil spenna í okkur en svo lagaðist það eftir upphafsatriðið. Það var engin samkeppni á milli okkar stelpnanna og við höfðum bara gaman af þessu. Við höfðum heyrt að það væri rosalega skemmtilegt í þessari keppni og þess vegna ákváðum við að slá til.“ Hvað var skemmtilegast? „Ovissuferðin var mjög skemmti- leg og svo spenningurinn baksviðs á úrslitakvöldin og allt í kringum það,“ sagði Sara Dögg og þegar hún var spurð hvort þetta væri ekki fegurðarsamkeppni, vildi hún alls ekki meina það. „Þetta er ekki beint fegurðarsamkeppni heldur meira lagt upp úr útgeislum og hvernig fólk kemur fram og það voru allir ákveðnir í að hafa þetta skemmti- legt.“ Sara Dögg er búin með tvö ár á náttúrufræðibraut við Framhalds- skólann. Hún stefnir á stúdentspróf og er ánægð í skólanum. „Eg var í nemendaráði á síðustu önn og það var mjög gaman. Eg stefni á að fara í háskólanám í arkitektúr og svo væri ég til í að fara í framhaldsnám úti. Ég hef mikinn áhuga á hönnun, innanhússarkitektúr og myndlist.“ Hefur þúfengist við myndlist? „Ég hef tekið myndlist í skólanum og er að mála sjálf heima.“ Hvcið þá helst? „Ég hef málað andlitsmyndir á striga og helst þá gamlar kvik- myndastjömur sem allir þekkja. Helstu áhugamál mín tengjast hönnun, myndlist og dansi auk þess sem mér frnnst auðvitað gaman að vera í góðra vina hópi og fara í ferðalög," sagði Sara og var þvf næst spurð út í sumarið. „Ég er vinn í Arnórs bakaríi í sumar og vann þar með skólanum sl. vetur. Það sem stendur upp úr í sumar er auðvitað þjóðhátíðin og svo ætlar vinkonuhópurinn til Marmaris eftir þjóðhátíðina þannig að þetta verður bara gaman. Svo byrjar skólinn aftur í haust.,“ sagði Sara Dögg. Dularfullar í opnunaratriði. Stúlkurnar sýndu föt frá Axel Ó og Flamingo. FLOTTAR Thelma Rut, Erna og Sara Sjöfn í fötum frá Axel Ó. SILJA Elsabet söng eins og engill. Fengu glæsi- legar gjafir Allar stúlkurnar 15 fengu blóm frá Ullarblómum. Sumarstúlkan fékk veglegan blómvönd frá Ullarblómum, hótelgistingu fyrir 2 á Center hotels, flug Vestmnnaeyjar Reykjavík frá Flugfélagi Islands, gafabréf frá tískuvöruversluninni Flamingo að andvirði 15.000, Clarins gjafakörfu frá snyrti- stofunni Aroma, gjafabréf frá Axel Ó að andvirði 10.000, gjafakörfu með Love line andlits- línunni frá tískuvöruversluninni Respekt í Hafnarfirði, mánaðar- kort í Hressó, tösku frá Penninn/Eymundsson, Leonardo hálsmen frá versluninni Póley og Nokia síma frá Eyjatölvum. Ljósmyndafyrirsæta Olympus fékk veglegan blómvönd frá Ullarblómum, flug tij Reykja- víkur frá Flugfélagi íslands, glæsilega Olympus myndavél frá versluninni FOTO og mánaðar- kort í Hressó. Sportstúlkan fékk veglegan blómvönd frá Ullarblómum, tlug til Reykjavíkur frá Flugfélagi íslands, mánaðarkort og 10 tíma Ijósakort frá Hressó, gjafabréf frá Axel Ó að andvirði 15.000 og nærföt frá Hressó. Bjartasta brosið fékk veglegan blómvönd frá Ullarblómum, gjafabréf frá tískuvöruverslun- inni Flamingo að andvirði 10.000, flug til Reykjavíkur frá Flug- félagi Islands og gjafabréf frá tiskuvöruversluninni Respckt að andvirði 15.000. Vinsælasta stúlkan fékk fékk veg- legan blómvönd frá Ullar- blómum, flug til Reykjavíkur og mánaðarkort í Hressó.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.