Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 26. júní 2008 Sumarsólstöðuganga um tinda Heimaeyjar MYNDARHÓPUR Það voru um 60 manns sem mættu inni í Herjólfsdal þar sem gangan hófst. Um scxtíu manns mættu í göngu á iöstudagskvöld en rétt fyrir miðnætti var lengstur sólar- gangur og eftir það tók daginn að stytta aftur. Og sumarið rétt að byrja. Hafdís Kristjánsdóttir og Ágústa Guðnadóttir skipulögðu gönguna sem var bæði löng og ströng. Dalfjall, Klif, Heima- klettur, Eldfell, Helgafell og Sæfjall voru takmarkið en hverj- um og einum var í sjálfsvald sett hvort hann gekk hluta eða alla leiðina. Hópurinn hélt af stað upp Dalfjallið, klukkan rétt rúmlcga tíu, og það var skemmtilegt að sjá allan þennan fjölda ganga í röð eftir göngustígnum. Upp fjallið og fikra sig svo áfram Eggjarnar, auðvitað mishratt, allt eftir því hvað hverjum og einum hentaði. Áfram var haldið og þegar komið var yfir á Molda lá lciðin niður á við og áfram niður og meðfram Spröngunni að Hlíðarbrekkum. Áfram, enda Klifið næsta takmark og ckkert ráðrúm til að gefa eftir. Sumir styttu sér reyndar leið og fóru með fram Litla Kliii og þaðan upp á Klif en flestir fóru niður brekkurnar og svo upp aftur. Leiðin á Klif er nokkuð erfið, sér í lagi þegar farið er um skriðurnar. Eitt skref upp og tvö til baka aftur en sem bctur fer eru keðjur og kaðlar til stuðn- ings á erfiðustu köfiunum og þá hefst þetta allt saman. Þeir sem voru fyrstir upp voru reyndar að koma niður þegar undirrituð ásamt samferðafólki lagði í hann upp enda kapp- göngufólkið í hreint frábæru formi. Gangan gekk vel og þegar komið var upp á Klif var gott að setjast niður og dást að útsýninu. Miðnætursólin skartaði sínu fegursta og þarna gafst góður tími til að staldra við og njóta útiverunnar. Síðan var haldið af stað aftur og nú var hægt að leika sér í skrið- unum á niðurleiðinni. Þaðan lá leiðin inn á Eiði og aðeins komið fram yfir miðnætti þegar haldið var á Heimaklett. Reyndar voru fyrstu göngugarparnir komnir niður aftur og cinhvcrjir slepptu Klifi og fóru beint á Heimaklett. Þannig að það var allur gangur á þessu. Það gekk prýðilega upp stigana, uppgangan var fín og allir hressir. Hópur fólks var á toppnum þegar undirrituð kom upp og allir skrifuðu í gestabók- ina. Gott var að hvfla sig aðeins áður en haldið var af stað aftur. Heimaklettur er flottastur og ekkert mál að fara þar upp, en verra niður. Einhver talaði um næturdögg og hálku og þá er um að gera að fara varlega. Þegar komið var niður að réttinni var fólk á leiðinni upp og ekki hægt annað en að taka smá spjall og njóta þess að vera til í bjartri sumarnóttinni. Og allir komust heilu og höldnu upp og niður aftur. Margir létu norðurfjöllin nægja og gengu ekki lengra en þeir allra Á KLIFINU Stórum áfanga var náð þegar komið var upp á Klif. Það var um miðnætti og þá var sólin lægst á lofti þann sólarhringinn en ekki fór hún ofar þetta árið og þar með fór daginn að stytta. SÓTT Á BRATTANN Það er víða bratt á leiðinni og hér er hluti hópsins að fara upp af Eggjunum. LJÓSMYNDARINN Óskar Pétur ásamt fieirum á toppi Helgafells. Var hann í hópi þeirra sem fór á alla tindana sex. Lét sig ekki muna um það þó hann hafi fyllt fimmta tuginn 19. júní. duglegustu héldu áfram og tóku Eldfell, Helgafell og Sæfjall í framhaldinu. Óskar Pétur Friðriksson, ljós- myndari, var einn þeirra og sagðist áætla að rúmlega tuttugu manns hefðu lokið göngunni sem er hreint afrek út af fyrir sig. Fimmtíu manns skráðu sig í gestabókina á Heimakletti. Það má því segja að sólstöðuganga þeirra Hafdísar og Ágústu hafi lukkast mjög vel og er í raun frábært framtak. Vonandi verður gangan árviss viðburður. Hér er líka komið tækifæri fyrir ferða- þjónustuaðila því möguleikar okkar virðast nær óþjótandi, sex fjöll og fell í einum pakka. Texti: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Myndir: Óskar Pétur. Simmi Helga á toppi Sæfjalls eftir að hafa klifið skriður og kletta á leið sinni um tindana sex.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.