Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 „Tilbri gði við vatn“ Freyja Önundardóttir, myndlistarkona verður með sýningu sem ber yfirskriftina „Tilbrigði við vatn“ í Vélasalnum um helgina. Freyja sýnir hátt í þrjátíu verk sem hún lýsir sem huglægum náttúrumyndum. „Eg vinn með vatn í ýmsum tilbrigðum, fossa hreyfingu o.s.frv. Eg rýni niður í gróðurinn og jörðina og stækka það sem ég sé,“ sagði Freyja þegar hún vann við að koma myndunum fyrir í Nýja vatns- leiðslan komin Skipið sem flytur nýju vatns- leiðsluna kom til Eyja síðdegis í gær, miðvikudag. Hafist verður handa við lögnina fljótlega. Aætlaður heildarkostnaður við verkið er í dag 1.050 m.kr. auk rúmlega 250 m.kr. virðisaukaskatts eða um f.300 m.kr. alls og framreiknað er það nú þegar um 1.500 m.kr. Til fróðleiks þá námu rekstrar- tekjur vatnsveitunnar 55 m.kr. árið 2007 og almenn rek- strargjöld án sameiginlegs kost- naðar og fjármagnsgjalda um 30 m.kr. Þetta kemur fram í grein Júlfusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja í fylgiblaði HS með Fréttum í dag. Goslokahátíð frá fimmtudegi til sunnudags - Von á fjölda fólks: Karakterinn á að vera eins vestmanneyskur og hægt er -segir Kristín Jóhannsdóttir sem situr í goslokanefndinni - Einn af há- punktunum verður skrúðganga frá Stakkó út á Skans SÉRSTÖK dagskrá verður við Eldheima og uppbygging á svæðinu kynnt sérstaklega. Unnið hefur verið að undirbúningi svæðisins undanfarna daga. Mikið verður um dýrðir um helgina enda veður þess minnst að nú eru þrjátíu og fimm ár frá goslokum á Heimaey. Goslokanef'nd hefur staðið í ströngu við skipulag dagskrár en hátíðahöldin standa yfir í fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags. í nefndinni sitja; Helga Björk Ólafsdóttir, Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving og Kristín Jóhanns- dóttir. Kristín sagði aðsókn vegna gos- lokahátíðar vera mjög góða og von á fjölda fólks til Eyja. „Ég held að við spörum okkur mikinn auglýs- ingakostnað með hátíðinni. Golfmótið um helgina er marg- setið og allt gistipláss löngu farið en ég bendi fólki á að það er auð- vitað pláss á tjaldstæðinu.“ Kristín sagði að bæði flugfélögin ætluðu að setja upp aukaferðir og fullt hefði verið fyrir bíla með Herjólfi frá því um síðuslu helgi. „Karakter hátíðarinnar felst í því að hún verður eins vestmanneysk og hægt er. Við höfum lagt áherslu á, að hala hátíðina fjölskylduvæna og mikið verður í boði fyrir börn og unglinga þessa daga. Einn af há- punktunum verður skrúðganga frá Stakkó út á Skans og mikið um dýrðir, eldgleypir og óvæntar uppá- komur. Sýning Hitaveitu Suður- nesja á Skansinum í tilefni af 40 ára afmæli Vatnsveitunnar er mjög metnaðarfull og skemmtileg." Sérstök dagskrá verður við Eld- heima og uppbygging á svæðinu kynnt sérstaklega. Kristin sagði að a.m.k. fjórir ráðherrar hefðu boðað komu sína þangað enda verkefnið áhugavert. „Vestmanneyingar eiga mikið af hæfileikaríku fólki. Við þetta tilefni viljum við kynna okkar færu fatahönnuði og módelin á tískusýningunni verða öll frá Eyjum,“ sagði Kristín. Auk þess verður hefðbundið fjör í Skvísusundi, listsýningar, göngur og Einsi kaldi stendur fyrir Volcano kvöldverðarhlaðborði á föstudag og fólk er hvatt til að panta borð sem fyrst. Bæjarbúar ættu að kynna sér dagskrá goslokahátíðar vel því nóg verður um að vera, veðurspá er góð, og ekkert nema gleði fram- undan. Viska og Sögusetrið 1627 slö saman: Námskeið í eldsmíði og skeftun í Magnahúsinu Viska og Sögusetrið 1627 standa fyrir námskeiði í eldsmíði og skeft- un í Magnahúsinu um helgina. Bjami Þór Kristjánsson, kennari og eldsmiður, mun kenna réttu handtökin við smíðina í gömlu eldsmiðjunni í Magna sem á sér mikla og merkilega sögu. „Við fáum Bjarna til okkar en hann er mjög fær og hefur kennt eldsmíði um allt land en hann er líka útskurðarmeistari. I raun verða þetta tvö námskeið því Jónatan Jónsson mun kenna skeftun á hnífum. Það má því segja að gamalt handbragð verði í háveg- um haft,“ sagði Þórður Svansson en hann hefur m.a. fengist við eld- smíði og aðra listsköpun. Sögusetur 1627 og Handritin heim ætla að standa fyrir uppákomu í Magnahúsinu klukkan hálfellefu á laugardagskvöld. Gestum gefst þá kostur á að sjá eldsmiðjuna og hlusta á Vilhelm G. Kristinsson fly- tja Leppalúðakvæði eftir Hallgrím Pétursson. Kári Bjarnason segir frá kvæðinu og höfundi þess. ÞÓRÐUR Svansson en hann hefur m.a. fengist við eldsmíði og aðra listsköpun. Kraftur í hringferð: Koma á föstudag Leiðangurinn „Kraftur í kringum Island“ hefur gengið vel og á þriðjudag voru leiðangursmenn á Höfn í Hornafirði. „Kraftur í kringum Island" er fram- tak níu manna frá Vestmannaeyjum sem lagði upp frá Vestmannaeyjum 14. júní sl. á tveimur slöngubátum. Tilgangur ferðarinnar var að sigla í kringum Island til styrktar Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem gre- inst hefur með krabbamein. Hóp- urinn áætlar að koma til Eyja á föstudag og verður sérstök móttaka við Skansinn í tengslum við gos- lokahátíð. Galdrakarl- inn í Oz á Stakkó Leikhópurinn Lotta sýndi Galdrakarlinn í Oz á Stakkó um síðustu helgi. Verkið var frum- sýnt í Elliðaárdalnum 1. júní sl. og verður sýnt víðs vegar um landið í sumar. Sýningin var skemmtilega út- færð, leikur, sviðsmynd og bún- ingar. Börn og fullorðnir voru ánægðir með að fá tækifæri til að sjá svo skemmtilegt leikrit undir berum himni enda ekki á hverjum degi sem bæjarbúar fá tækifæri til að sjá leikrit, hvað þá úti í guðs- grænni náttúrunni. Leikstjóri og höfundur leik- gerðar er Ármann Guðmundsson og er hann jafnframt höfundur tónlistar og söngtexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni, Eggerti Hilmarssyni og Snæbirni Ragn- arsyni en þeir eru allir meðlimir hljómsveitarinnar Ljótu hálfvit- arnir. Með helstu hlutverk fara Rósa Björk Ásgeirsdóttir sem Dóró- thea, Baldur Ragnarsson sem Fuglahræðan, Sigsteinn Sigur- bergsson sem Pjáturkarlinn, Anna Bergljót Thorarensen sem Ljónið og hundurinn Bella sem Tótó. Landlyst opin Landlyst verður opin um gos- lokahelgina. Starfsmaður hefur verið ráðinn og geta gestir og gangandi komið við í Landlyst frá kl. 10.00 til 17.00 í sumar. Landlyst var opnuð seinna en oft áður en nú hefur tekist að ráða starfsmann til að fylgjast með og taka á móti gestum sem eiga leið um Skanssvæði. Golfbókin fæst í Golfskálanum Athygli er vakin á því að bókin Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, sem kom út í júní, er til sölu hjá GV í Golfskálanum. Rétt er einnig að benda þeim, sem pantað höfðu bókina í áskrift, á að sækja hana þangað eða hafa samband á golf@eyjar.is Útgefandi; Eyjasýn ehf. JKOJTH-OáJ!) - Vestmannaeyjum. Ritstjóri; Ómar Garðarsson. Blaðamenn; Guðbjörg Sigurgeiisdóttir, Sigurgeir Jónsson Ellert Selieving. íþróttir: EllertScheving.Ábyigðarmenn; ðmarGarðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjnm. Aðsetur ritBtjómar: Strandvegi 47. Simnr: 4H1 lðliti & 4H1 3310. Myndriti: 481-1293. NetfangAafpóstur frpttir@eyjafrottir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉTTER koma út alla fhnrntndaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig i lansasölu á Kletti, Tvistinuin, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvershminni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTilR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTEReru aðilaraðSamtökum hejar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmymla og annað er óheimilt nema heimihla se getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.