Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 Bloggh«lmar Ragna Birgisdóttir: Búkolla baular Shellmót á lokadegi Það hefur verið frekar lítill tími til að skrifa að undan- förnu, enda telst mér til að ég hafi róið 5 sinnum undanfarna 8 dagana og fiskað ca. 7 til 8 tonn. Langar að óska ÍBV strákunum til hamingju með sigurinn á móti Njarðvík, en það verður að viðurkennast eins og er, að það var sanngjarnt þegar þeir jöfnuðu leikinn, en gerði sigurinn þeim meira sætari að gera sigurmark í lok leiksins. Liðið er greinilega mun sterkara en á síðasta ári, en virðist vera að upplifa svolítið erfitt tímabil núna, eins og um sama leytið í fyrra, en sem betur fer erum við með sterkari einstaklinga heldur en þá, sem geta klárað leikinn. Margir hafa haft áhyggjur af því að undanförnu að lítið hafi sést til lundans, bæði í fjöllunum og á sjónum, en þetta er ósköp eðlilegt ástand og eftir að ég rak augun í það í dag að mikið af fugli var komið á sjóinn við Sæfjall, án þess að nokkuð flug væri í fjöllunum, þá fór ég sjónauka-rúnt kl. 10 í kvöld og var þá t.d. Miðklettur orðinn þakinn af lunda frá toppi og niður, svo nú kætast lundaveiðimenn, enda aðeins 12 dagar í að veiðar megi hefjast. Það vakti athygli mína, forsíðu- greinin í Fréttum á fimmtudaginn, þar sem íhaldsmenn gráta sáran yfir því að nýja ferjan komi hugsanlega ekki fyrr en síðla árs 2011 og get ég svo sem að vissu leyti tekið undir það, en það merkilega samt að mínu mati, er sú staðreynd að fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar töluðu íhaldsmenn mikið um það, hversu gott það væri fyrir eyjamenn að hafa Sjálfstæðisflokkinn sem ráðandi afl, bæði í ríkisstjóm og bæjarstjóm, vegna þess að það gerði okkur eyjamönnum svo miklu auðveldara að ná okkar málum í gegn. Eins og reynslan hefur nú sýnt okkur, þá er svo alls ekki og vonandi lærir fólk eitthvað af atburðum síðustu mánaða og ára. Shellmótinu lýkur í kvöld.Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þess- um strákum og gleðinni sem er á hverju andliti þrátt fyrir misjafnt gengi. Nú eru línur famar að skýrast og seinnipartinn í dag fara fram lokaleikir mótsins. Síðan verðlaunaafhending og grillveisla. Við hjónakornin höfum verið í sveit þeirri sem sér um grillið. Ógleymanlegar stundir og ýmis tilsvör hafa hrotið af vörum drengjanna þegar þeir eru að bíða eftir pulsunni sinni. Ég ætla fá eina allsbera. Með öllu takk og passa að sinnepið sé ofan á því annars er hún óæt. Ég ætla að fá sama og áðan (ég var kannski búin að afgreiða 500 peyja í millitíðinni). Má ég bara fá brauð? Hvað eru margar á mann? Af hverju eruð þið ekki með steikt- an? Það gefur náttúrulega auga leið að það er ekki hægt að hafa steikt- an og hráan lauk þegar mörg þúsund pylsur eru afgreiddar. Aðeins er sinnep, tómatssósa og remúlaði í boði. Þeir eru yfirhöfuð kurteisir þessi grey. Frekar að full- orðna fólkið sé með dónaskap. En sem sagt framundan er hörkutörn í pulsuafgreiðslu. Þetta er svooooo gaman. Georg Eiður Arnarson: ÍBV, lundinn ofl. Eyjamaður vlkunnar: Skemmtilegast að vinna leiki Matgazðingur vikunnar: Pakkir: Þessi fríði hópur er allur óþekktur og hafa nefnd við okkur nöfn. Meginþorrinn er ekki kominn fram enn og tilefni myndatökunnar vitum við ekki. Því biðjum við lesendur Frétta að hjálpa okkur með því að koma til okkar niður á Bókasafnið eða hringja í síma 48 i 1184. Einnig er unnt að hringja 893 3488 (Gunnar Ólafsson er sér um skráningu á myn- dum úr Ijósmyndasafni Kjartans). Jafnframt minni ég enn á að frammi f and- dyri Safnahússins liggja tvær gildar möppur og þar höfum við sett myndir af okkur óþekktum Vestmannaeyingum. Er gott að geta sagt frá því drjúgur hluti myndanna er nú orðinn nafngreindur. Enn eru þó skörð í og hvet ég þá sem tíma hafa til að setjast andartaksstund niður í anddyrinu, fá sér kaffi og blaða í gegnum möppurnar. Næsta skref er að myndirnar birtist á Heimaslóð og væri þá gott að sem allra flestar myndir væru nafngreindar. Shellmótið var haldið um síðustu helgi og var bæði spennandi og skemmtilegt. Eyjapeyjarnir stóðu sig vel enda allir duglegir í boltanum. Einn þeirra, Asgeir Elíasson var valinn í landslið mótsins og á lokahófinu var hann í hópi tíu bestu manna mótsins. Asgeir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Asgeir Elíasson Fæðingardagur: 29. apríl 1998. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma heitir Kol- brún, pabbi heitir Elías og systir mín heitir Katrín Bára. Draumabíllinn: Benz. Versti matur: Hákarl. Uppáhalds vefsíða: Youlube. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Popp. Aðaláhugamál: Fótbolti, golf og handbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vil ja hitta úr mannkynssögunni: Steven Gerrard. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Gerrard. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Asgeir Elíasson er Eyjamaður vikunnar. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta, golf og handbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simpsons. Hvenær byrjaðir þú að æfa fót- bolta: 5 ára. Er ekki frábært að spila á Shellmóti: Jú alveg meiriháttar Hvað er skemmtilegast við svona mót: Að vinna leiki. Indverskur humarréttur Ég þakka Sigga Óla fyrir áskorunina. Ég ætla að bjóða upp á indverskan humarrétt sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá fjölskyldunni. Indverskur humarréttur 500 gr humar 2 laukur 2 hvítlauksrif saxað 15 gr smjör 1 msk. karrý 1 msk. chilli 2 msk. tómatpúrré 1 lítri kjúklingasoð 1 msk. sýróp Salt og pipar og skvetta af sítrónusafa. Smjör brætt, chilli og karrý stráð út í og hrært saman. Lauk og hvítlauk bætt út í og látið krauma í um 3 til 4 mínútur. Svo allt sett í nema humarinn og látið malla á litlum hita í eina klukkustund. Humarinn er settur í síðustu 3 til 4 mínúturnar. Má þykkja með sósujafnara eða rjóma. Meðlæti: Bananar - kókosmjöl - salthnetur - hrísgrjón - hrásalat - smábrauð. Ég ætla að skora á frænda minn, Guðmund Guðmunds- son (Gvend Hákonar). Hann og Sigga eru að flytja heim frá Spáni en það var einmitt þar syðra sem ég sannreyndi að hann getur eldað. Kristinn Jónsson er rnatgœðingur vikunnar. Kirkjcir bazjarins: landakirkja Sunnudagur 6. júlí Kl. 11.00. Samkirkjuleg Göngu- messa á Goslokahátíð hefst í Landakirkju, þaðan er gengið að krossinum við Eldfell og endað í Stafkirkjunni. Boðið er upp á rútuferð fyrir þá sem það vilja eða þurfa. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistina og Kór Landakirkju um söng. Súpa í boði hússins við Stafkirkjuna að messu lokinni. Tökum þátt í þakkargjörð og þiggjum andlega næringu og síðan líkamlega að lokinni göngu. Miðvíkudagur 9. júlí Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Laugardagur Bænaganga kl. 20:30 Tökum þátt í „Skipað í skarðið“ Bænaátaki Lindarinnar, allir velkomnir. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20:30 "Bið þú mig og ég mun gefa þér...“ Sunnudagur: Mætum öll í göngumessu í Landakirkju kl. 11:00 og minnumst miskunnar Drottins við okkur. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir börnin. Sjáumst! Kári Bjarnason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.