Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 6
I 6 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 S Akvörðun sjávarútvegsráðherra um kvóta vekur litla lukku: Skerðingin er einfald- lega afleiðing ofveiði -Segir Binni í Vinnslustöðinni - Hneyksli og hneisa, segir Magnús Kristinsson FISKVINNSLA Tekjutapið sem niðurskurðurinn í fyrra olli er mikið og lagðist hart á minni sjávarþorpin. Einar K. Guðfmnson, sjávarútvegs- ráðherra, hefur gefið úl aflaheim- ildir fyrir næsta fiskveiðiár. Lítil breyting verður á þorski en leyfí- legur hámarksafli af þorski á næsta fiskveiðiári er 130 þúsund tonn. Verulegur samdráttur er í öðrum bolfisktegundum. Ysa minnkar úr 100 þúsund tonn- um í 93 þúsund tonn en tillögur Hafró voru 83 þúsund tonn. Ufsinn fer úr 75 þúsund tonnum í 65 þúsund tonn en Hafró lagði til 50 þúsund tonn. Karfinn fer úr 57 þúsund tonnum í 50 þúsund en til- laga Hafró var 40 þúsund tonn. Kemur ekki á óvart Sigurgeir Brynjar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, er ekki ánægður með frétt- inar en segir að þær hafí ekki komið sér á óvart. „Það er auðvitað alltaf slæmt þegar svona mikil skerðing á sér stað og þá sérstaklega í Vest- mannaeyjum. Tekjutapið sem nið- urskurðurinn í fyrra olli er mikið og lagðist hart á minni sjávarþorpin." Binni segir að þessi skerðing sé einfaldlega afleiðing ofveiði. „Hún kemur einfaldlega í kjölfar ofveiði, það hafa verið sífelldar holur í okkar fiskveiðikerfi sem hafa leitt til mikillar ofveiði. Við erum bara að bíta úr nálinni með það núna.“ Það eru fleiri sem ekki eru sáttir við þessa skerðingu. Lét Magnús Kristinsson útgerðaraður hafa eftir sér á netmiðlinum mbl.is að þessi niðurskurður væri einfaldlega hneyksli og hneisa. Sagði Magnús að sjávarútvegur yrði ekki stundaður mikið lengur ef skorið yrði af þorskkvótanum í þessu efnahags- umhverfi. Óhugnanleg meðferð á hundi sem stakk af heiman að frá sér: Skreið heim nær dauða en lífi EKKI óviljaverk Hnúturinn sýnir að ekki gat verið um óviljaverk að ræða. Það hefur verið hert að hálsi hundsins og hnýtt að. Kona, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur heldur ljóta mynd að segja af meðferð á hundi sínum. Hann hafði stungið af að heiman að kvöldi til en um nóttina skilaði hann sér. Þá nær dauða en lífi vegna bands sem bundið hafði verið um háls honum og hert að. Konan segir að eitt kvöldið í síð- ustu viku hafi hún hleypt hundinum út til að míga en hann skilaði sér ekki á réttum tíma. „Eg vakti eftir honum því þó hann slingi stundum af skilar hann sér alltaf eftir hálf- tíma eða svo. Mér var ekki orðið rótt en seint og um síðir kom hann heim og nánast skríðandi. Hann náði varla andanum og ástæðan var band sem hert var um háls honum. Bandið var svo þétt að hálsinum að ég gat ekki komið hníf undir það og varð að sarga það í sundur utan frá,“ sagði konan. Konan segir að hann hafi verið lengi að ná sér og greinilega hafi ekki mátt miklu muna að illa færi. „Það gekk upp úr honum froðan og ég var með hann í gjörgæslu alla nóttina. Það er útilokað að hann hafi smeygt sér í lykkjuna sjálfur eða að einhver hafi ætlað að teyma hann heim og herst hafi að hálsi hundsins fyrir slysni. Hnúturinn er þannig og það vantar eina fjóra sm upp á að lykkjan nái utan um hálsinn á hund- inum þegar maður mátar hana núna,“ sagði konan sem enn hefur ekki náð sér eftir þessa lífsreynslu. Clng stúlka alvarlega slöseið eftir amferðaróhapp: Hjálmur bjargaði því að ekki fór verr Síðastliðinn sunnudag varð alvarlegt slys á gatnamótum Höfðavegar og Illugagötu. Ung stúlka á reiðhjóli lenti þar fyrir bifreið. Að sögn föður stúlkunnar bjargaði hjálmur hennar því að ekki fór ver. Við sneiðmyndatöku kom í ljós brákuð höfuðkúpa. Einnig kom í ljós brákaður spjaldhryggur og brákaður sperrileggur fyrir ofan öklann. Einnig mjög slæmt lærbrot. Stúlkunni heilsast annars þolanlega, að sögn föður hennar, en hún þarf að vera í strekk næstu 6 vikur og verður á sjúkrahúsi í Reykjavík á meðan. EYDÍS Þorgeirsdóttir liggur í strekk. Framkvozmdaráð: 50 m í gröft Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir tillögu fram- kvæmdastjóra um að gengið verði til samn- inga við íslenska Gámafélagið um jarðvegsframkvæmdir við fjölnota íþróttahús við Hásteinsvöllínn upp 48.823.900,- og að verklok verði 20. september 2008 og óbreytt vísi- tala verði út verktímann. Verkið sjálft rúmast innan 50 milljón króna fjárhagsáætlunar vegna jarðvegsframkvæmda á þessu ári. Minnast Gölla Valda og af- hjúpa minnis- merki Hljómsveitin Logar hafa ákveðið að koma á Goslokahátíðina þrátt fyrir að hafa ekki náð saman með gos- lokanefndinni um að koma fram í opinberri dagskrá hátíðarinnar. Þess í stað munu Logar koma á eigin vegum og verða með eigið atriði í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum þar sem þeir afhjúpa minnisvarða og leika lagið Minning um mann. „Minning um mann - minnisvarði afhjúpaður í kirkjugarðinum laug- ardaginn 5. júlí 2008 klukkan 16.00. Séra Guðmundur Örn Jónsson fer með bænarorð og lagið Minning um mann flutt af Logum og viðstödd- um,“ segir í orðsendingu frá Logum. „Vestmannaeyingar, vonumst til að sjá ykkur sem flesta í kirkju- garðinum, þótt þetta sé ekki atriði á skipulagðri dagskrá gosloka- nefndar.“ „Lagið Minning um mann hefur fylgt hljómsveitinni allt frá útgáfu lagsins á smáskífu fyrir 35 árum. Um leið og við þökkum Gölla sam- fylgdina viljum við þakka öðrum samstarfsfélögum og samferða- mönnum, lífs sem liðnum, Vest- mannaeyingum sem og öðrum landsmönnum fyrir góðar viðtökur." Nóg um að vera í Höllinni: stebbi og Eyfi á sunnudags- kvöldið -Taka lög Simons og Garfunkel Stebbi og Eyfi blása til tónleika í Höllinni Vestmannaeyjum sunnu- dagskvöldið 6. júlí. Dagskráin verður tvískipt, fyrri helmingurinn verður tileinkaður lögum Simons og Garfunkel, en í seinni hálfleik munu þeir flytja lög úr eigin söngvasjóði. Það voru öðru fremur lög Pauls Simons sem urðu þess valdandi að Stebbi og Eyfi hófu samstarf fyrir 19 árum, en báðir höfðu þeir og hafa enn brennandi áhuga á tónsmíðum Simons, sem hélt sína fyrstu tónleika á íslandi í vikunni. í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 30 ár frá goslokum, ætla Stebbi og Eyfi að gerast örlátir og gefa með hverjum aðgöngumiða (á meðan birgðir endast) eintak plötu sinnar, Nokkrar notalegar ábreiður, sem út kom árið 2006. Tónleikamir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.500 krónur. 'v

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.