Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 26. júní 2008 Leó Snær hitar upp á tónleikum Megasar og Senuþjófanna - 30 fyrstu sem kaupa miða annað kvöld í Höllinni fá að gjöf veglegt tímarit „Það verður stór stund, ekkert öðru- vísi,“ segir Leó Snær Sveinsson aðspurður um hvemig leggist í hann að hita upp á tónleikum Megasar og Senuþjófanna í Höllinni annað kvöld. „Megas er mikill meistari og frumkvöðull. Þannig að þetta verður alger toppur." Snær segir Eyjamenn mega búast við mót. Eg hef töluvert verið að semja texta og lög við þá og síðan er ýmislegt í vinnslu hjá mér,“ segir Leó Snær. Leó Snær segir að Eyjamenn megi búast við miklum glaðleika þegar hann stígur á stokk. „Það má segja að mikil gleði einkenni mín lög og að glaðleikinn sé mitt vömmerki í tónlistinni. Textarnir mínir fjalla um allt milli himins og jarðar - það sem ég sé heyri og hugsa. Bara það sem poppar upp í hugann hverju sinni og ég reyni síðan að að koma því frá mér í formi texta,“ segir hann. Tímarit fyrir 30 fyrstu sem kaupa miða í Höllinni 30 fyrstu sem kaupa aðgöngumiða í Höllinni í kvöld, fimmtudag, fá að glaðleika þegar hann stígur á stokk. gjöf veglegt tímarit sem ber nafnið Stína og fjallar um bókmenntir og listir. I tímaritinu, sem kom úl á dögunum, er myndarlegt viðtal við Megas sem rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir átti við skáldið. Bókmenntafélagið Drápuhlíð í Stykkishólmi gefur tímaritið út. Tónleikar Megasar og Senuþjóf- anna fara fram í Höllinni við upp- haf Goslokahátíðar, fimmtudaginn 3. júlí. Húsið verður opnað klukkan 20.00. Söngvaskáldið Leó Snær kemur fram áður en Megas og Senuþjófarnir stíga á stokk klukkan 21.00. Miðaverð er 2500 krónur. Sparisjóður Vestmannaeyja og TORO eru bakhjarlar tónleikanna. Mesas, Bubbi og Leo Snær Leó Snær segist hafa hlustað töluvert á Megas í gegnum tíðina, textarnir hans séu mikil snilld og ekki séu lögin hans síðri. „Þegar ég var í Brasilíu hlustaði ég mikið á Megas. Þá sungum við Islendingarnir saman lög eftir þá félaga Bubba GLEÐI Leó Morthens og Megas. Eg þóttist auðvitað eiga þetta allt saman öllum til mikillar ánægju. Þetla svínvirkaði,“ segir Leó Snær og skellir upp úr. Gítarinn hefur aldrei verið langt frá Leó Snæ í gegnum tíðina en undanfarin misseri hefur þó lítið farið fyrir honum á opinberum vettvangi. Ásamt því að koma fram á tónleikum Megasar og Senuþjóf- anna við upphaf Goslokahátíðar leikur Leó Snær á IjölskyIduhátíð Sparisjóðs Vestmannaeyja - Spari- sjóðsdeginum, á laugardaginn. Tónleikagestir mega búast við miklum glaðleika „Það má segja að ég hafi lagt tón- listina algerlega frá mér í nokkur ár en núna er ég byrjaður aftur og hef verið á fullu síðan um síðustu ára- Kosið í nefndir og ráð hjá bænum: Gunnlaugur áfram forseti og Páley formaður bæjarráðs Á fundi bæjarstjórnar á mánudaginn var kosið í nefdir og ráð á vegum bæjarins auk forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Gunnlaugur Grettisson var kosinn forseti bæjarstjórnar. Elliði Vignis- son var kosinn varaforseti bæjar- stjórnar með sjö samhljóða at- kvæðum. Skrifarar bæjarstjórnar voru kosnir Kristín Jóhannsdóttir og Páley Borgþórsdóttir. Næst var kosið í nefndir og stjórnir samkvæmt 42. gr. bæjarmálasam- þykktar Vestmannaeyjabæjar til eins árs: í bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara. Áðalmenn Páley Borgþórs- dóttir, formaður, Páll Scheving Ingvarsson og Páll Marvin Jónsson. Varamenn Gunnlaugur Grettisson, Stefán Jónasson og Amar Sigur- mundsson. í fjölskyldu- og tómstundaráð, aðalmenn Páll Marvin Jónsson, for- maður, Aldís Gunnarsdóttir, vara- formaður, Sigurhanna Friðþórsdótt- ir, Jarl Sigurgeirsson og Hafdís Sig- urðardóttir. Varamenn Helga Björk Olafsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir, Rúnar Þór Karlsson, Margrét Bjamadóttir og Kristín Valtýsdóttir. I fræðslu- og menningarráð, aðalmenn Páley Borgþórsdóttir, formaður, Páll Scheving Ingvars- son, varaformað- ur, Elsa Valgeirs- dóttir, Gunnar Friðfinnsson og Díanna Þ. Einars- dóttir. Varamenn Egill Arngrímsson, Björgvin Eyjólfs- son, Valur Boga- son, Margrét Rós Ingólfsdóttir og Steinunn Jón- atansdóttir. í umhverfis- og skipulagsráð Gunnlaugur Grettis- son, formaður, Kristín Jóhanns- dóttir, varaformaður, Friðbjörn O. Valtýsson, Hörður Oskarsson og Drífa Kristjánsdóttir. Varamenn Valgeir Arnórsson, Björgvin Eyjólfsson, Gunnar Áma- son, Jóhanna Kristín Reynisdóttir og Jenný Jóhannsdóttir. í framkvæmda- og hafnarráð, Arnar Sigurmundsson, formaður, Guðlaugur Friðþórsson, varafor- maður, Stefán O. Jónasson, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir og Jón Árni Ólafsson. Til vara Stefán Friðriksson, Sigur- jón Ingvarsson, Skæringur Georgs- son, Arnar Richardsson og Gunnar K. Gunnarsson. Öll voru kosin með sjö samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti nýjar reglur um nytjar á lunda: Veiðar frá 10. júlí til 31. júlí -Áður var leyft að veiða frá 1. júlí fram til 15. ágúst - Bjargveiðimenn vilja endurskoða reglurnar um þjóðhátíð - Eru sáttir við Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi, á mánudag, reglur sem varða nytjar á lunda í Vest- mannaeyjum. Bæjarfulltrúarnir Páll Scheving og Páll Marvin Jónsson unnu reglugerðina en hún mun vera tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vest- mannaeyjum á undanförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum. Lundaveiðar verða heimilaðar á tímabilinu frá 10. júlí til og með 31. júlí 2008. Ákvörðun um framhald veiða verður tekin í kjölfar fundar Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldinn verður 27. júlí og í samráði við Náttúrustofu Suður- lands. Fram til þessa hefur veiði- tímabilið staðið frá I. júlí til 15. ágúst. I reglunum kemur fram að öllum veiðimönnum og veiði- félögum er skylt að skila veiðitölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. Aflinn skal vera aðgengilegur vísindamönnum hjá Náttúrustofu Suðurlands til aldurs- greiningar og rannsókna. Veiði á heimalandinu, nema í Sæfjalli, verður bönnuð með öllu nema í gegnum veiðifélög sem hafa umsjón og eftirlit með veiðunum og greiði gjald fyrir nytjarétt líkt og önnur úteyjafélög. Sæfjall verður almenningur og þar geta allir veitt sem hafa veiðikort en þeim ber að skila aflatölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. frestun á tíma Ekki þarf að vera meðlimur í sér- stöku veiðifélagi til að mega stunda veiðar í almenningi. Félög, sem ekki fylgja reglunum, missa veiðiréttinn og verður sagt upp leigu á nytjarétti á viðkomandi svæði eða eyju. Einstaklingar, sem ekki fylgja reglum er varða veiðar í almenningi, munu ekki fá heimild til að stunda veiðar á ný. Reglurnar gilda fyrir veiðitímabil- ið 2008 og verða þær endurskoðaðar fyrir næsta veiðitímabil með hlið- sjón af reynslunni í ár. Páll Scheving var spurður út í reglugerðina sem snýr að heima- landinu. Hann sagði hugmyndina að stofna eitt veiðifélag um Heima- klett, Miðklett, Dalfjall, Kervíkur- fjall og Litlhöfða. Allir sem eru með veiðikort geta orðið félagsmenn en félagið þarf að greiða leigu til bæjarins eins og veiðifélög í út- eyjum gera. Stofnun félags auðveld- aði stýringu á veiðinni, menn gætu staðið saman að friðun á ákveðnum svæðum og séð til þess að upplýs- ingum um veiði yrðir skilað til réttra aðila. Bragi Steingrímsson er formaður Helliseyjarfélagsins og er í forsvari fyrir Bjargveiðifélagið þetta ár. Hann sagði reglumar ekki komnar frá félaginu að öðru leyti en því Bjargveiðifélagið hefði lagt til að veiði yrði ekki hafin fyrr en 10. júlí og það endurmetið um þjóðhátíð. li HP ~ m - ' | V - i L°MÉÍI ■4 -* í vor héldu Náttúrustofa Suðurlands og Þekkingarsetur Vest- mannaeyja opið málþing um ástand lunda- og sandsflastofnanna við Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. fram að þrjá árganga vantar orðið í lundastofninn í Vestmannaeyjum vegna lélegrar nýliðunar árin 2005, 2006 og 2007. Lagt er til að vegna þessa verði veiði mjög takmörkuð í ár og jafnvel að algjört veiðibann verði sett á. Þetta eru aðeins tillögur og þó ekki hafi allir fundarmenn verið sáttir við þessar hugmyndir er greinilegt að lundakarlar taka niðurstöður vísindamanna mjög alvar- lega og eru tilbúnir að fara í samstarf um aðgerðir til varnar \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.