Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 21 -segir Aðalbjörg Bernódusdóttir sem bjó í bílskúr í Mosfellsbæ með þrjú börn VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg@eyjafrettir.is Nú er þess minnst að 35 ár eru liðin frá goslokum. Við slík tímamót er verðugt að rifja upp hversu mikið menn lögðu sig fram við að hemja hraunrennsli og bjarga verðmætum þegar eldur grandaði húsum og ógnaði byggðinni. Einnig það mikla uppbyggingarstarf sem tók við og þau stóru verkefni sem bæjarfélagið og einstaklingar stóðu frammi fyrir við goslokin. Utgerðarmenn héldu áfram að gera út en sjómenn gátu ekki sótt frá heimahöfn þannig að aðstæður voru breyttar. Sjómannskonur sjá oft á tíðum um að halda heimilinu gang- andi í landi og ábyggilega var það ærið verkefni að koma fjölskyldu bærilega fyrir uppi á landi. Það á reyndar líka við um konur sem áttu menn sem unnu hér nær sleitulaust allan sólarhringinn. Fréttir ræddu við tvær sjómannskonur um gosið, flóttann, tímann uppi á landi og heimkomuna. Báðar lofa þær skyld- menni og vini sem tóku þeim opnum örmum og gerðu sem þeir gátu til að létta þeim lífið. Umbreytti öllu þeirra lífi Aðalbjörg Bernódusdóttir og Jó- hann heitinn Halldórsson bjuggu í nýju húsi við Höfðaveg þegar eld- gosið hófst og umbreytti öllu þeirra lífi. Þau áttu orðið þrjú böm og seinna bættist fjórða við. Jóhann, sem lést árið 2004, var skipstjóri og útgerðarmaður og því forvitnilegt að vita hvernig sjómannskonan upplifði umrótið í gosinu. „Við fluttum í húsið okkar 1971 og kláruðum að standsetja það í október 1972. Jói var á sjónum og ég sá um bókhaldið heima. Jói og Hörður Jónsson voru saman í út- gerð og gerðu út tvo báta, Andvara VE og Hrönn VE. Við vorum með þrjú böm, Heimir var sex mánaða, Jóhanna var að verða fimm ára og Anna Dóra tíu ára. Svo kemur gos,“ segir Lilla eins og hún er oftast kölluð og oft þarf nú minna til en gos til að raska lífi fólks. Höfðu áhyggjur af olíu- kyndingunni Lilla, Ella og Bima, systur hennar og Sjöfn kona Harðar, vom að spila brids á Búastaðabrautinni þegar gosið hófst, ekki langt frá upptök- unum. „Við fundum jarðskjálfta og hringdum á Loftskeytastöðina en þeir höfðu ekki orðið varir við neitt. Eg keyrði svo Ellu út á Urðaveg og við Sjöfn vomm á leiðinni til baka þegar við sáum jörðina rifna. Við héldum fyrst að húsið hennar Bimu væri sprungið því við höfum haft áhyggjur af olíukyndingunni, fundum alltaf þennan titring. Nú héldum við að húsið hefði sprungið í loft upp. Þegar við áttuðum okkur á að þetta var gos keyrði ég Sjöfn heim og ég flýtti mér í vesturbæinn. Eg var ákveðin í að vera þar þegar eyjan klofnaði í tvennt." Fjölskyldan lagði fljótlega af stað niður á bryggju og um borð í Andvara VE enda unnið að því að flytja íbúana í burtu. „Ég vissi að það væri til mjólk um borð svo ég tók með mér pela, bleyjur og þrjá pakka af sígarettum í innkaupaneti. LILLA og börnin fengu góðar viðtökur þegar Hjördís vinkona hennar og Þórhallur maður hennar sóttu þau í Austurbæjarskóla. Hrönn VE var vélarvana og Andvari VE fór með hana í togi útfyrir og í var við Heimaklett. Síðan héldum við í höfn aftur til að ná í fleira fólk og fómm ekki af stað aftur fyrr en um morguninn. Fyrir utan var Hrönn tekin í tog aftur en var alltaf að slitna aftan úr, ég veit ekki hvað oft. Að lokum kom stærri bátur og tók hana í tog.“ Lilla slapp við sjóveiki en margir urðu veikir og allir pottar og pönn- ur um borð voru notaðir sem ælu- dallar. Andvari var ekki kominn í Þorlákshöfn fyrr en tvö daginn eftir eða hálfum sólarhring eftir að gosið hófst. „Sjónvarpið var á bryggjunni þegar við komum í land og ég sást með innkaupanetið á handleggn- um,“ segir Lilla og brosir blíðlega. Vildi hætta þessu rugli Rúta beið eftir fólkinu í Þorláks- höfn og þaðan lá leiðin í Austur- bæjarskólann.„Rétt áður en hún lagði af stað kom Jói inn í rútuna og sagði bless. Þegar ég spurði hann, sagðist hann ætla að sækja netin, ég sá hann ekki fyrr en viku seinna." Lilla og börnin fengu góðar viðtökur þegar Hjördís vinkona hennar og Þórhallur maður hennar sóttu þau í Austurbæjarskóla. „Ég var hjá þeim í mánuð en sjálf vom þau með tvö böm. Þegar ég kom til þeirra var tilbúið bað fyrir mig og krakkana, hrein föt og uppábúin rúm. Ég var búin að halda á Heimi frá því kvöldinu áður og var upp- gefin en það mátti enginn annar taka hann. Ulfhildur, systir Hjördísar, tók Önnu Dóru eftir viku því hún vildi hætta þessu mgli og fara í skóla. Hún byrjaði í skólanum í Mosfellssveit og ég flutti svo þangað með krakkana. Tveir samliggjandi bílskúrar Stórfjölskyldunni stóð til boða að fá þrjá sumarbústaði í Ölfus- borgum. Þá hefði Lilla deilt hús- næði með mömmu sinni, þremur systrum og fjölskyldum þeirra. „Ella, Þóra og Birna voru með böm og við gátum fengið þrjá bústaði en vinafólk mitt vildi að ég yrði áfram hjá þeim og tæki ekki pláss frá hinum. Birna fór ekki heldur og allt reddaðist þetta. Ulfhildur vinkona mín útvegaði mér húsnæði, tvo samliggjandi bíl- skúra við heimavist Gagnfræða- skólans í Mosfellssveit. Bílskúr- arnir höfðu verið innréttaðir sem leikskóli og við settum upp þil á milli og hólfuðum af. Við fengum gefins tvo efri skápa og tvo neðri skápa en það var ekkert vatn í eld- húsinu. Allar hitalagnir fyrir heima- vistina vom inni hjá mér þannig að það gat orðið ansi heitt inni. Ég byrjaði yfirleitt daginn á því að opna allt út. Tvær fjölskyldur frá Eyjum JÓI með Heimi í Mo^s^.jjj^g^pakgrunni. ANDVARI VE fór sérstaka ferð til Eyja sumarið 1974. Vinir og van- damenn Lillu og Jóa mokuðu frá húsinu og hér er því mikla verki lokið. A myndinni er Jói lengst til vinstri, Þórhallur fyrir miðju og Sigvaldi lengst til hægri. bjuggu á heimavistinni og mér bauðst að búa þar lika en ég vildi heldur vera út af fyrir mig, fyrst ég átti kost á því. Þegar ég fékk bílinn frá Eyjum fór Þórhallur með mig í æfingatúra á kvöldin þannig að mér fannst ekkert mál að keyra í Reykjavík en margir voru ragir við það.“ Flutt með húsgögnunum Lilla var ekkert óánægð þó hún byggi við hálfgerðan kastarholu- búskap í Mosfellssveitinni. „Auð- vitað var erfitt að Jói var alltaf á sjó en mér leið bara vel. Ulfhildur og Sigvaldi maður hennar komu við á hverju kvöldi. Hjördís kom oft um helgar með krakkana því Þórhallur maður hennar var leigubfistjóri og oft að vinna. Sigvaldi og Þórhallur hjálpuðu til við að pakka saman dótinu úti í Eyjum og gerðu það svo vel að það brotnaði ekkert. Mér leiddist ekkert þennan tíma og var í góðum samskiptum við systkini mín. Andvari landaði í Þorlákshöfn og ég varð að ná í Jóa þangað og keyra honum þangað aftur." Hvenær fluttuð þið aftur til Eyja Við fluttum heim 15. nóvember," segir Lilla og fullyrðir að hún hafi verið fiutt með húsgögnunum. „Jói vildi fara heim enda þægilegra að gera út og búa þar. Tengdaforeldar mínir voru fluttir og lögðu mikla áherslu á að við kæmum. Jói ákvað að við færum 15. nóvember." Lilla hafði farið til Eyja um sumar- ið ásamt vinum og vandamönnum sem m.a. hjálpuðu til við að moka frá húsinu. Húsið var lagfært að innan og sett í stand og ekkert annað að gera en að aðlagast breyttum aðstæðum. „Ég vildi ekki flytja til Eyja því ég var skelfingu lostin og var lengi. Ég þorði ekki að sofna fyrr en eftir klukkan tvö á nóttinni því gosið hafði byrjað á þeim tíma. Það var allt svart og ef hreyfði vind var eins og það væri grjótkast á gluggunum. Snjórinn var svartur og allt ógeðs- legt. Þetta var eins og draugabær, ljós í örfáum gluggum og járn- plötur fyrir í húsum þar sem engin var. Rafmagnið var alltaf að fara. Eiginlega fannst mér erfiðast að koma aftur. Þegar mest gekk á í gosinu var ég ekkert að pæla í því hvort ég væri búin að missa allt, eða hvort ég flytti í húsið mitt aftur. Ég er ekki týpa sem hrekkur í kúl ef eitthvað brotnar hjá mér, og fékk allt heilt eftir flutninga. Ég held ég hafi verið með vara á mér í þrjú til fjögur ár. Ég skamm- aðist mín ekkert fyrir það og faldi það ekki að ég var skíthrædd. Ég upplifði þetta sem óhugnanlegt ástand. Ég vildi heldur vera í nær óíbúðarhæfu húsnæði í Mosó en hér. En sem betur fer lagaðist þetta með tímanum. Ég fann mig aftur en það tók tíma. Mér hefur liðið vel hérna og eins og staðan er í dag, vil ég vera áfram." Hlutskipti sjómannskvenna í gosinu: Eiginlega fannst mér erfíðast að koma aftur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.