Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 22. febrúar 2007 23 Við vorum alltaf ákveðin í að fara út í Eyjar -segir Þurý en hún og Jóel voru nýbyrjuð að búa þegar gaus VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Þuríður Jónsdóttir og Jóel Andersen voru nýbyrjuð að búa í íbúð á Heiðarveginum þegar náttúruöflin bærðu á sér og settu heldur betur strik í reikninginn. „Við Jóel bjugg- um í kjallaranum hjá tengdaforeldr- um mínum þegar gosið hófst. Jóel var að undirbúa sig á sjó. Það var búin að vera bræla daginn áður. Svo sá hann allt loga austur í bæ og hélt að Kirkjubæimir væru að brenna," segir Þurý þegar hún er spurð í aðstæður þeirra hjóna þegar gosið hófst. Bara rétt út fyrir Eiðið „Ég fór með Danska-Pétri upp á land með Þórdísi dóttur okkar sem er fædd í ágúst 1972 og var fimm mánaða gömul. Ég tók bara pela, mjólk og bleyjur með mér því Malli tengdapabbi sagði að við fæmm bara rétt út fyrir Eiðið meðan það mesta væri að ganga yfir,“ segir Þurý og brosir að því hvað fólk var sannfært um að gosið væri eitthvað sem gengi yfir á stuttum tíma. „Svo var auðvitað farið til Þorláks- hafnar eins og allir vita. Þetta var alveg hrikaleg sjóferð. Ég var í kojunni hans Jóels og tvær aðrar með mér og við ældum til skiptis. Vía mágkona mín var uppi í stýris- húsi með Dísu og hún og Jóel skiptust á um að hugsa um hana. Astandið á mér var hins vegar þannig að mér hefði verið sama þótt mér hefði verið hent útbyrðis, ég var svo sjóveik." Vildi að ég skilaði fötunum Eftir erliða sjóferð til Þorlákshafnar tók við rútuferð til Reykjavíkur. „Jóel varð eftir í Þorlákshöfn því að hann fór á sjóinn. Ég var heppin að móðurbróðir minn og kona hans tóku á móti mér og barninu í Hafn- arfirði. Ég ætlaði auðvitað að vera þar í stuttan tíma en ég bjó hjá þeim í nokkra mánuði. Þau voru með þrjú böm og þeim fannst ekki mikið mál að fá mig inn á heimilið með barnið," segir Þurý en hún var sjálf aðeins tuttugu og eins árs. „Þegar við Jóel sáum fram á að ég færi ekki strax út í Eyjar keyptum við litla risfbúð við Selvogsgötu í Hafnarfirði. Við áttum sparimerki sem gengu upp í fyrstu útborgun á íbúðinni. Mér leið vel hjá skyldfólki mínu og Dúa var yndisleg kona, ég hefði ekki getað fengið betri móttökur. Þegar ég kom til þeirra með bamið og pela og bleyjur fékk ég gefins bamaföt frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Eftir að við keyptum íbúðina kom Dúa eyðilögð og sagði að fólkið vildi að ég skilaði föt- unum. Ég veit ekki hvers vegna viðhorfið breyttist um leið og fólk sýndi einhverja sjálfsbjargarvið- leitni. Við áttum bíl og ég dreif mig á akstursnámskeið og fór að keyra um í borginni. Mér fannst samt alltaf verið að flauta á mig enda á V- númeri og Vestmannaeyingar vom víst klaufar í umferðinni," segir Þurý og brosir við tilhugs- unina. Eigum einn Hafnfirðing Leiddist þér ekkert þennan tíma? „Það hjálpaði mikið að pabbi og mamma vom með íbúð í nágrenni ÞURÝ: Þetta var auðvitað heilmikið umrót en situr ekki beint í mér. Samt fór ég að hugsa um gos þegar jarðskjálftinn kom, þannig að virðist grunnt á þessu. ÞESSI fjölskyldumynd er tekin fyrir nokkrum árum. Jóel, Þurý, Halldór Jón, Þórdís og Emil Martcinn. r.v.v.Y ■. ÞESSI fjöiskyldumynd er tekin fyrir nokkrum árum. Jóel, Þurý, Halldór Jón, Þórdís og Emil Marteinn. við mig. Pabbi var við vikurmokst- ur úti í Eyjum og mamma mikið ein og Jóel úti á sjó. Ég var ekki að vinna úti enda var ég með lítið bam og varð fljótlega ófrísk að öðm bami okkar. Ég var heppin að hafa bíl og gat skotist á milli. Mér fannst Hafnarfjörður svolítið líkur Vest- mannaeyjum og þegar Jóel kom í land þá var bryggjurúntur og maður var bara ánægður með það. Við vorum alltaf ákveðin í að fara út í Eyjar um leið og það væri mögulegt en biðum með það þar sem ég varð ófrísk og átti Halldór Jón, 24. janúar 1974. Þannig að við eigum einn Hafnfirðing,“ segir Þurý og brosir. „Við fluttum heim um sumarið en þá var búið að græja íbúðina okkar og svo fórum við fljótlega að byggja í Heiðartúni Ég var fegin að koma heint, þó mér líkaði ágætlega í Hafnarfirði þá fannst mér ég aldrei alveg eiga heima þar. Emil Marteinn fæddist 1976 eða tveimur árum eftir að við lluttum heim aftur.“ Situr ekki beint í mér Hafði þessi reynsla áhrif á þig? „Þetta var auðvitað heilmikið umrót en situr ekki beinl í mér. Samt fór ég að hugsa um gos þegar jarðskjálftinn kom, þannig að virðist grunnt á þessu. Það er víst að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvaða hætta var á ferðinni í gosinu. Það var auðvitað mildi að enginn skyldi slasast eða farast." Kom aldrei til greina að búa annars staðar? „Nei, ekki hjá okkur. Foreldar mínir fluttu hingað aftur og við systumar, við vorum fimm en ein þeirra er nú látin. Tengdaforeldrar mínir og þrjár af fjórum dætra þeirra fluttu hingað en ein þeirra bjó uppi á landi fyrir gosið. Það hafa orðið meiri breyt- ingar seinni árin hjá fjölskyldunni Tvær af systrum mínum fluttu reyndar á Suðurnesin þegar báturinn, sem mennimir þeirra vom á, var seldur þangað. Þriðja systir mín flutti líka í burtu og tvær af mágkonum mínum reyndar lfka.“ Hvernig líst þér á framtíð Vest- mannaeyja? „Ég er bjartsýn því það er mjög gott að búa hérna. Ég tala nú ekki um fólk sem er með böm,“ sagði Þurý að lokum og vill sjálf hvergi annars staðar búa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.