Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 27
Frcttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 27 Fyrsta deild karla í knattspyrnu - ÍBV 2 - Njarðvík 1: Andri lék eins og herforingi Stjórnaði miðjunni og skoraði sigurmarkið á lokamínútunni ÞÓRARINN Ingi hleypti miklu lífi í leik ÍBV þegar hann kom inn á í síðari hháltleik. Eyjamenn mættu Njarðvík í sól og blíðu á Hásteinsvelli. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið og þá sérstaklega IBV sem hafði tapað stigum í síðasta leik gegn Haukum. Það var því spennandi að sjá hvort Eyjamenn myndu koma sterkir til baka eftir harðan skell í Hafnarfirði. Leiknum lauk með sigri ÍBV, 2:l en í hálfleik var staðan l :0. Leikurinn byrjaði rólega og lítið var unt færi en Eyjamenn voru þó ívið sterkari aðilinn. Heimamenn fengu hornspyrnu þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, hana tók Anton Bjamason og spyrn- an rataði beint á kollinn á Andra Ólafssyni sem skallaði boltann í stöng. Mikil óheppni hjá Andra. I næstu sókn á eftir brutu Eyja- menn ísinn, Augustine Nsumba lék boltann framhjá tveimur Njarðvík- ingum og læddi lúmskri sendingu á Bjarna Rúnar Einarsson sem tók við boltanum og kláraði með vinstri yfir Ingvar markvörð Njarðvíkinga. Glæsilega klárað hjá Bjarna og Eyjamenn með verðskuldaða for- ystu í hálfleik. Seinni hálfleikur var mun skemmtilegari og byrjuðu gestirnir mun betur. Þegar mest á reyndi var það Albert í markinu sem hélt IBV á floti. Eftir að Isak Örn, Njarðvíking- ur, fór af velli meiddur virtist sem allur kraftur væri dreginn úr Njarð- víkingum sem mistu öll tök á miðjunni. Þeir náðu þó að skora eitt mark úr hornspyrnu eftir mikinn vandræðagang í vörn IBV. Við þetta efldust Eyjamenn til muna og voru staðráðnir í að taka öll stigin sem voru í boði. IBV fékk hornspyrnu þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Anton Bjamason tók spyrnuna sem fór utarlega í teig- inn en þar var Andri Ólafsson mætt- ur, tók boltann í fyrstu snertingu, á lofti og boltinn söng í netinu. Afar glæsilegt mark sem Andri fagnaði vel og innilega. Eyjamenn héldu boltanum vel eftir markið og létu tímann líða þar til dómarinn flautaði til leiksloka. Eyjamenn fögnuðu sigrinum vel eftir leikinn en þessi sigur var sannkallaður baráttusigur sem sýnir að Eyjamenn eru tilbúnir að fara þrengslin til að taka öll stigin. Byrjunarlið: Albert Sævarsson, Andri Ólafsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Amór Eyvar Ólafs- son, Kristinn Baldursson, Bjarni Rúnar Einarsson, Italo Jorge Maciel (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Pétur Runólfsson (Guðjón Ólafsson), Atli Heimisson, Augustine Nsumba, Anton Bjarnason (Egill Jóhanns- son), Ónotaðir varamenn: Guðjón Magnússon, Gauti Þorvarðarson Áhorfendafjöldi: 250 Maður leiksins: Andri Ólafsson stjórnaði vörn Eyjamanna eins og herforingi og sýndi einnig sóknar- kraft sinn með því að skora sigur- mark IBV í leiknum. Frábær leikur hjá Andra sem var að spila sinn fyrsta leik sem fyrirliði. Fyrsta deild kvenna í kanttspyrnu FH 0 - ÍBV 1 IBV í öðru sæti deildarinnar Meistaraflokkur kvenna sótti FH heim í sðustu viku en fyrir leikinn sátu Eyjastelpur í öðru sæti deild- arinnar með sex stig. IBV sigraði í leiknum, 0: l. Stelpurnar hafa sýnt það og sannað að þær eru engin lömb að leika sér við og ætla sér að ná langt í deild- inni. Liðið er, eins og flestir vita, byggt upp af ungum og óreyndum stelpum sem em nú fljótt að öðlast reynslu með því að fá tækifæri til að spila í 1. deildinni. Þetta er þeim gríðarlega mikilvægt því að fara óreyndur í efstu deildina veit ekki á neitt gott. Leikurinn fór fram á Kaplakrika- velli og var það markaskorarinn Kristín Erna Sigurlásdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu. EYJASTELPUR eru í öðru sæti deildarinnar nteð sex eftir sigur á FH í Kapplakrika. Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á urnar sitja því sem stendur í öðru sex stigum á eftir ÍR sem er efst með miðvikudaginn hér heima. Stelp- sæti deildarinnar með níu stig og eru fimmtán stig. Stelpurnar í 2. flokki unnu með 18 marka mun I seinustu viku sótti 2. flokkur kvenna Hauka heim í Hafnarfjörð í 16 liða úrslitum Visa-bikars 2. flokks. Leikurinn reyndist stelpunum okkar ekki mjög eftður þar sem þær unnu með átján marka mun. í hálf- leik var staðan 0:8 svo stelpurnar skoruðu tíu mörk í seinni hálfleik. Þetta eru vægast sagt ótrúleg úrslit og Eyjapæjur eru því komnar í 8 liða úrslit. Það verður líklega erfitt fyrir 2. flokk karla að komast upp úr C- deildinni þetta sumarið en liðið tapaði fyrir sínum helstu keppi- nautum í C-deildinni, ÍR, í síðustu viku. ÍR komst í 0:2 eftir aðeins tólf mínútur en það var Hjörleifur Davíðsson sem minnkaði muninn með marki rétt fyrir hálfleik. I seinni hálfleik náðu ÍR-ingar öllum völdum á vellinum og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. Lokastaðan var því 1:5 og Eyjamenn sitja því í fjórða sæti með sjö stig en þeir eiga leik til góða og geta komist í annað sætið ef hann vinnst. Um helgina spilaði 3. flokkur karla í A og B liðum gegn Leikni. A-liðið vann sinn leik örugglega 3:l en B- liðið tapaði sínum leik 3:4.1 leik A- liðsins fór Viðir Þorvarðarson á kostum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Iþróttir Haraldur Júl bestur á Jóns- messu Jónsmessumótið var á dagskrá hjá GV á laugardag. Leiknar voru 12 holur, fyrstu níu og síðan holur I6 til 18. Keppendur höfðu orð á því að staðsetningin á I8. og síðustu holunni hefði verið óvenju svíns- leg eða efst í brekkunni á flötinni. Munu þess dæmi að menn hafi púttað upp undir 30 sinnum þar. Þetta var spottakeppni þar sem keppendur fá forgjöfina sína í formi snærisspotta sem síðan má skera af og færa boltann sem því nemur. Þessir urðu efstir: l. Haraldur Júlíusson 49 h 2-3. Hallgrímur Júl. eldri 52 h 2-3. Bjarki Guðnason 52 h Næstur holu í upphafshöggi á 2. braut var Bjarki Ömarsson og á þeirri 17. Sigurður Þór Sveinsson. Matt Garner frá í sex vikur Nú er Ijóst að fyrirliði karlaliðs IBV f knattspyrnu, Matt Garner verður frá vegna meiðsla næstu sex vikumar. Garner hefur leikið einstaklega vel í sumar, líklega hans besta tímabil síðan hann kom fyrir fjórum árunt síðan. Auk þess hefur hann borið fyrirliðabandið í surnar og verið góður leiðtogi fyrir hið unga lið IBV, bæði innan vallar og utan. Meiðsli hans eru því gríðarlegt áfall fyrir Eyja- menn. „Það trosnaði liðband í hné hjá honum og hann verður frá næstu sex vikurnar,“ sagði Heimir Hall- grímsson, þjálfari IBV svekktur. „Við erum ekki bara að missa góðan leikmann heldur hefur hann líka verið mikill leiðtogi, innan vallar sem utan og hefur alveg séð um stemmninguna utan vallar. lnni á vellinum hefur hann leikið sitt besta tímabil, bæði sem vinstri bakvörður og í miðverð- inum þegar á þurfti að halda og verið mikill leiðtogi fyrir okkur." ÍBV mætir Fjölni í bikarnum Á mánudaginn var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og ljóst að margir athyglisverðir leikir fara fram í þeirri umferð. Leikirnir l'ara fram á miðviku- dag. Framundan Föstudagur 4. júlí Kl. I7.00, FH-IBV, 4. flokkur kvenna Kl. 20.00, Sindri-ÍBV, 3. flokkur karla Kl. 20.00, ÍBV-Breiðablik, 2. flokkur kvenna, Visa Bikar Laugardagur 5. júlí Kl. 14.00, IBV-KS/Leiftur, meist- araflokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.