Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 2
TIL HAMINGIU Góðir Vestmanna- eyingar Það er full ástæða til að senda Eyjamönnum tvöfaldar hamingju- óskir á þessum merku tímamótum. í fyrsta lagi með 40 ára afmæli þeirra stórkostlegu búbóta sem vatns- lögnin til lands var fyrir 40 árum og síðan að nú skuli vera að koma ný leiðsla með meiri flutningsgetu. Með nýju lögninni eykst flutningsgeta til Eyja umtalsvert, afhendingaröryggi gjörbreytist til hins betra og nú ættu vatnsmál í Eyjum að vera tryggð næstu áratugina. Er nú komin upp sú staða sem þótt hefði meira en fáránleg allt fram undir þetta, að ákveðið hefur verið að hefja útflutning ferskvatns frá Vestmannaeyjum. Ég ætla ekki hér að ræða frekar um vatnslögnina fyrir 40 árum en þegar Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust Hitaveitu Suðurnesja hf (HS hf.) árið 2001 þá væntu menn þess að vatnslagnirnar gætu enst um allnokkur ár til viðbótar. Fljótlega komu fram bilanirá 6" leiðslunni sem kröfðust kostnaðarsamra viðgerða sem ekki var Ijóst hvað myndu endast og margvísleg starfsemi í Eyjum þá í uppnámi ef allt færi á versta veg. Var þá farið að dusta rykið af áætlunum um nýja leiðslu og kanna verð en þá kom í Ijós að vegna mikilla hækkana á m.a. olíu- og stálverði höfðu verðin u.þ.b. tvöfaldast á um tveimur árurn og síðan hefur þróun gengismála verið afskaplega óhagstæð síðustu misserin. Góð ráð voru því dýr en ákveðið, i Ijósi hagsmuna Eyjamanna, að láta slag standa, ráðast í framkvæmdina og leggja nýja 8" lögn á árinu 2008. í Ijósi hins mikla fjárfestingarkostnaðar, miðað við tekjur af vatnsveitunni, var leitað til stjórnvalda um stuðning við verkefnið þar sem Ijóst var að viðskiptalegar forsendur voru ekki fyrir framkvæmdinni. Viðbrögð hafa verið jákvæð en ekkert liggur þó endanlega fýrir og kostnaður til þessa, en hann nemur um 675 m.kr. án vsk, alfarið verið greiddur af HS hf. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er í dag 1.050 m.kr. auk rúmlega 250 m.kr. virðisaukaskatts eða um 1.300 m.kr. alls og framreiknað er það nú þegar um 1.500 m.kr. Til fróðleiks þá námu rekstrartekjur vatnsveitunnar 55 m.kr. árið 2007 og almenn rekstrargjöld, án sameiginlegs kostnaðar og fjármagnsgjalda, um 30 m.kr. Ég ítreka fyrir hönd HS hf. hamingjuóskir til Eyjamanna og vona að þessi fram- kvæmd megi stuðla að vexti og uppgangi samfélagsins þar um ókomna tíð. Júlíus Jónsson Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf. Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf. HITAVEITA SUÐURNESJA hf. Blað þett t or i| * ð nt af Hitaveitu Suðume>j<' M því tilefni að 40 ár e1 F5. n f-a því að vatnsh kVU va- nvjð tii Vestu ann v v,a Vatn fiá landi 40 ár I ár eru tímamót í sögu vatnsveitu í Vestmanna- eyjum. Árið 1968 var lögð neðansjávarvatnsleiðsla frá landi til Eyja og eru því 40 ár síðan sú merka framkvæmd átti sér stað. Það er óhætt að segja að haldið verði upp á þennan atþurð á veglegan hátt. Fjárfest hefur verið í nýrri leiðslu sem verður væntanlega tekin í notkun í þessum mánuði. Þó að Vestmannaeyjar hafi verið mikil gullkista alla síðustu öld og fram á þennan dag þá hafði vatnsöflun verið mikið vandamál þangað til neðansjávarvatnsleiðsla var tekin í notkun á árinu 1968. Á þessum tíma voru Vestmanna- eyingar frumkvöðlar á ýmsum sviðum, fyrsta íshúsið var reist, fyrsta lifrarsamlagið og fyrsta fiskimjölsverksmiðjan var byggð í Eyjum. Það skaut því nokkuð skökku við að þessi mikli fiskiðnaður og íbúar byggðarlagsins skyldu oft þurfa að búa við vatnsskort. Það hafði verið gert að skyldu eftir 1925 að byggja vatnsbrunna en gæði vatnsins voru ekki mikil, m.a. var regnvatnið snautt af nauðsynlegum steinefnum. Þegar regnvatni var safnað af húsþökum var margs að gæta. Fyrst var vatnið sótugt af olíu- og kolareyk, ásamt því að fuglar drituðu á þök húsa, ryk barst af götum og fín aska settist á húsþök í eldgosum, m.a. í Heklugosinu 1947 og Surtseyjargosinu sem stóð frá 1963 - 1967. Einnig var óttast að regnvatnið gæti verið geislavirkt. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 16. desember 1955 að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til að fylgst yrði með því hvort regnvatnið væri geislavirkt svo skaðlegt væri. í greinargerð til ríkis- stjórnarinnar kom m.a. fram: „Það er nú upplýst að regnvatn mengað geisiavirku efni hefir fallið I nágrannaiöndum okkar. í Danmörku er talið að regnvatnið hafi verið það mengað að lífshættulegt væri efregn- vatn væri þar notað til neyslu. Reynslan hefur sýnt að kolareykur berst iðulega hingað til lands frá Bretlandi. Ekkert er eðlilegra en að geislavirkt ryk, sem hefur borist upp í háloftin, geti jafnt borist til Vestmannaeyja eins og til Danmerkur. Mismunurinn er aðeins sá að hér i Vestmanna- eyjum er ekkert neysluvatn til annað en regn- vatn og þess vegna er tillaga þessi borin fram". Ekki verður annað sagt en ýmislegt hafi verið reynt að gera til að afla nægilegs vatns fyrir Vestmannaeyinga. Margarholurvoru boraðar í leit að vatni en árangur var lítill sem enginn. (skýrslu frá Rannsóknarráði ríkisins í des. 1946 kemur m.a. fram að boranir, sem fram- kvæmdar hefðu verið, leiddu ekkert nýtt í Ijós um jarðlagaskipan á Heimaey. Borhola við Landakirkju gæfi til kynna að jarðlög væru mjög gljúp og ferskvatnslagið undir miðbiki Heimaeyjar því mjög þunnt. Það sem í raun forðaði algjörum vatnsskorti í Eyjum var söfn- un vatns undir fjallshlíðum, bæði í Herjólfsdal og við Skiphella. Þar eru aðstæður þannig að vatn sígur niður hlíðarnar og síast í sandlögum við fjallsræturnar. Þessi vatnsöflun var þó á engan háttfullnægjandi og í mjög litlu magni. Hinn sívaxandi fiskiðnaður fór að finna meira og meira fyrir vatnsskortinum þegar leið á sjötta áratuginn. Notast varð við klórhreins- aðan sjó til fiskþvottar og á vélar frystihús- anna. Til að forða tækjum frá skemmdum var brugðið á það ráð að nota dýr efni til hreins- unar ásamt sérstökum hreinsitækjum. Á þess- um tíma voru kröfur erlendra fiskkaupenda að verða meiri og meiri um aukið hreinlæti og kallaði þetta allt á mun betra og meira vatn en fiskvinnslunni bauðst. f september 1956 sendu fulltrúar stærstu fiskvinnsluhúsanna bæjarstjóra bréf sem er hér fyrir neðan að hluta: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að vatnsskorturinn hefur löngum verið erfitt spursmál hér í Eyjum og valdið margs konar truflunum og erfiðleikum. Þó er hæpið að þetta hafi nokkurn tímann orðið eins slæmt og nú í sumar, eins ogyðurerkunnugt, enda um óvenju þurrksama tíð að ræða. Vatnsleysið í sumar orsakaði margvíslegar truflanir á atvinnulífið hér. Á tímabili var ekki hægt að fá vatn til að framleiða ís til fiskkælingar, sem aftur hafði það í för með sér að togararnir fengust stundum ekki til að koma hingað með afla sinn, nema því aðeins að þeir gætu fengið hér ís og farið héðan beint aftur á veiðar. Þar að auki þurfa skipin mikið vatn sjálf og var það oft af skornum skammti. ..Vér erum hér að rifja upp mál sem öllum Eyjabúum er vel kunnugt og mikið hefur verið reynt til að ráða bót á. En eftir þvísem tímar líða verður þörfin brýnni að ráða bótá þessu vanda- máli því með aukinni tækni I flestum myndum eykst vatnsþörfin. Nú er íráði að flest hraðfrysti- húsin hér kaupi stórvirkar flökunarvélar sem kosta yfir eina milljón króna stykkið. Vélar þessar þarf að þvo mjög vandlega úr vatni daglega en til þess þarf mikið magn af vatni. Eins ognú háttar til er óhugsandi annað en nota sjó í þessu augnamiði og sjá allir hvað varhugavert hlýtur að vera að nota sjó í stað vatns þar sem allt ryðfellur strax sem nálægt seltunni kemur...." Árið 1964 var reynt að bora djúpa holu við Skiphella í leit að vatni. Taldar voru nokkrar líkur á því að vatn fyndist þar í millilögum basaltlaga. Borað var niður á 1565 m. Á tæplega 900 metra dýpi fannst nokkurt vatn, eða 0,75 sek/lítrar af 60 gr. heitu vatni, engan veginn sá árangur sem menn vonuðust eftir. Þetta er líklega síðasta tilraunin sem gerð var til vatnsöflunarfyrirVestmannaeyinga áður en stigið var það farsæla skref að semja við NKT í Danmörku um kaup á 4" neðansjávar- vatnsleiðslu. Lengstum efuðust menn um þessar framkvæmdir þar sem óttast var að straumar, sjávargangur og ekki síst, veiðarfæri og legufæri skipa, myndi eyðileggja leiðsluna enda voru menn þá með allt aðrar og veik- byggðari leiðslur í huga en þá sem keypt var af NKT. f fyrstu var ætlunin að framleiða leiðsluna í þeim verksmiðjum sem fyrirtækið átti en þegar til kom reyndist útilokað að koma svo sverum leiðslum til skips. Fyrirtækið greip þá til þess ráðs að reisa nýja verksmiðju niður við bryggju og búa hana nýjum og öflugri vélum en áður höfðu verið tiltækar. Þetta tafði verk- ið um eitt ár og olli það talsverðum von- brigðum. En þar sem tilboð NKT var það hagstæðasta, ákvað bæjarstjórn að bíða. Á sama tíma voru lögð drög að samningi um aðra leiðslu, 6", sem var lögð árið 1971. Fyrir 40 árum var miðað við að þessar tvær leiðslur gætu annað vatnsþörf Vestmannaeyinga til ársins 1990. Ýmislegt hefur gengið á síðan sem enginn sá fyrir, eldgosið 1973, breyting í sjósókn og fiskvinnslu eftir að kvótakerfið var tekið upp og þ.m.t. fækkun á íbúum í Eyjum. I dag, 40 árum seinna, er staðan sú að flutn- ingsgeta leiðslnanna er varla næg yfir þann tíma sem ioðnuvinnsla og hrognataka standa yfir, þ.e. rúman mánuð á ári. Á öðrum tíma er flutningsgetan næg. Ég vil á þessum tímamótum óska Vestmanna- eyingum öllum til hamingju með „Vatn frá landi í 40 ár" Eins vil ég nota tækifærið og þakka stjórn, forstjóra og aðstoðarforstjóra Hitaveitu Suðurnesja hf. fyrir þá stóru ákvörðun að ráðast í kaup á nýrri neðansjávar- leiðslu til Eyja. Fjárfestingin er mjög mikil og skilar seint stórum arði f þeim skilningi að arðsemi sé aðeins metin út frá því hve margar krónur koma í kassann. Vatn er, hins vegar, undirstaða lífs á jörðinni og löngu liðinn sá tími að íbúar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti sætt sig við það óvissuástand í vatns- málum sem hefði getað skapast ef önnur, eða báðargömlu leiðslurnar, hefðu gefið sig. Að lokum færi ég þeim starfsmönnum HS, starfsmönnum Fjarhitunar hf og öðrum sem hafa komið að undirbúningsvinnu vegna nýju vatnsleiðslunnar mínar bestu þakkir. Sigurjón Ingi Ingólfsson svæðisstjóri

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.