Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Side 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 28. tbl. I Vestmannaeyjum 10. júlí 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is GOSLOKAHÁTÍÐIN hcppnaöist mjög vel og mikil aðsókn að fjölmörgum atriðum sem í boði voru. Hér er hluti skrúðgöngu frá Stakkó austur á Skans á fimmtudaginn. Sjá nánar inni í blaðinu. Heimsminjanefnd UNESCO setur Surtsey á heimsminjalistann: Þetta er ómetanlegt, ekki síst fyrir Vestmannaeyjar -segir menntamálaráðherra - Auglýsing fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum Heimsminjanefnd UNESCO sam- þykkti á fundi sínum á mánudaginn að setja Surtsey á heimsminjalistann á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar. I fréttatilkynningu frá mennta- og umhverfisráðuneyti segir að samþykktin feli í sér viður- kenningu til íslenskra stjórnvalda á friðun Surtseyjar 1965 og varð- veislu náttúrulegs ástands hennar. Surtsey er annar íslenski staðurinn sem tekinn er á heimsminjalistann og er hún skráð sem náttúruminjar, en Þingvellir eru fyrir á listanum á grundvelli menningarminja. I tilkynningunni segir að skrán- ingunni fylgi hvatning um að ísland hugi að endurtilnefningu Surtseyjar á grundvelli jarðfræðilegs mikil- vægis sem hluta af fjölþjóðlegri rað- tilnefningu staða á Atlantshafs- hryggnum eða sem hluta íslenskrar raðtilnefningar íslenskra eldfjalla og rekbeltisins. Heimsminjasamningur UNESCO frá árinu 1972 fjallar um verndun menningar- og náttúru- arfleifðar heimsins. Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd samningsins fyrir Islands hönd. Það hefur jafnframt umsjón með menningararfinum en umhverfisráðuneyti sér um náttúru- minjar og náttúruvernd. Náið sam- starf er á milli ráðuneytanna um framkvæmd samningsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði stórkost- legt að vera með Þingvelli á heims- minjaskrá á grundvelli menningar- minja og Surtsey á grundvelli nátt- úruminja vegna vöktunar á þróun lífríkis. „Þetta er ómetanlegt, ekki síst fyrir Vestmannaeyjar. Það er mikilvægt og gera eyjuna sýnilegri á Heimaey. Það gerum við með Surtseyjarstofu, Eldheimum o.fl. Þetta er merkileg tilnefning og hvetur okkur til að horfa betur á okkar sérstöðu er varðar náttúruna og að við verðum meðvitaðri um hana.“ Nú kemst Surtsey á heimsminja- skrá á grundvelli friðunar og vís- indastarfs er þar hefur verið unnið. Telur þú að þetta efli vísindastarf? „Eg bind vonir við að vísindastarf eflist. Við erunt hvött til að taka þátt í raðtilnefningu staða á Atlants- hafshryggnum eða halda áfram með raðtilnefningu íslenskra eldfjalla," sagði Þorgerður en benti jafnframt á að Islendingar eigi fomminjar sem tilheyri víkingatímanum, torfbæi o.fl. sem unnið hefði verið með. Fara verði yfir hvort haldið verði áfram með raðtilnefningar vegna Atlantshafshryggjarins eða unnið að því að vinna með tilnefningar sem efli okkur innanlands. Ferðamönnum mun fjölga Valgeir Arnórsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja telur að ferðamönn- um muni fjölga með tilkomu Surts- eyjar á heimsminjaskrá en flug- félagið hefur boðið útsýnisferðir yfir eyna. „Þetta er mikil auglýsing fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum og ég held að útsýnisflug yfir Surtsey eigi eftir að aukast mjög mikið. Við fómm í markaðsátak fyrir tveimur árum og kynntum þennan mögulega bæði frá Bakka og Eyjum. Lang- flestir farþeganna koma beint af Bakka og flestir sem við flytjum til Eyja spyrja um Surtsey. Eyjan verður ennþá þekktari núna og frábært að fá hana inn á heims- minjaskrá," sagði Valgeir. Búið að leggja nýju vants- leiðsluna Aðfaranótt miðvikudags kom endi nýju vatnsleiðslunnar á land í Skansfjöm. Vinna við lagningu leiðslunnar hófst á mánudag. Veður var mjög gott en straumur tafði verkið á tímabili. Það var rétt eftir sjö á þriðju- dagskvöldið sem dráttarbátar drógu kapalskipið Henry P. Lading inn fyrir Ystaklett. Eftir að Herjólfur hafði lagst að um tíu- leytið hófst lokavinna við lagn- ingu leiðslunnar og gekk hún vel . Rétt eftir miðnætti kom svo endi leiðslunnar á land en þá átti eftir að draga um tvöhundruð metra á land. Nýja leiðslan er 12.000 metrar á lengd og vegur yfir 1.200 tonn. Nýja leiðslan mun einnig flytja um 30% meira vatn en þær gömlu til samans. Það er enn mikið verk sem á eftir að vinna áður en leiðslan mun sjá Vestmanneyingum fyrir ferskvatni en það á eftir að tengja leiðsiuna í Vestmannaeyjum sem og í Land- eyjasandi og unnið verður að því næstu vikurnar. Leiðslan kostar um 1300 milljónir en tekjur Vatnsveitunnar voru 55 milljónir á síðasta ári. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði að viðræður væru í gangi um aðkomu ríkisins að kostnaðinum. Rætt hefur verið um að 800 milljónir komi frá rík- inu en Júlíus segir ekkert fast í hendi Meira af eins árs síli Eins og kunnugt er hafa sjófuglar eins og lundi átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræði- rannsókna hjá Náttúrustofu Suð- urlands, sagði að lundinn hefði byrjað að klekja á laugardag og reiknaði með að klakið stæði yfir í rúman hálfan mánuð. Valur Bogason stýrir sílis- rannsóknum hjá Hafrannsókna- stofnun og var um borð í Gæfu VE rétt fyrir utan Eyjar í gær, miðvikudag. Hann sagði miklu meira af eins árs síli við Eyjar en í fyrra. Lítið hefði fundist af 0 - grúppu síli sem fuglinn ber í ungann til að byrja með. „Við höfum aldrei náð miklu af 0 - grúppu síli, dreifingin er mikil og ekki gott að segja til hvort það er ástæðan eða eitthvað annað, samanburðarrannsóknir vantar Við erum að byrja rannsókna- túrinn við Eyjar, förum svo að Ingólfshöfða og síðan Faxaflóa og inn á Breiðafjörð," sagði Valur en með honum er Kiistján Lillien- dahl fuglafræðingur. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR ffr ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S. 481 -1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.