Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 Fjárfestar í Iceland Global Water ehf. í heimsókn: Vatnsverksmiðjan á áætlun -Förum ekki að flytja út vatn af neinum krafti fyrr en hús og tækjabúnaður er tilbúinn, segir Guðjón Engilbertsson, verkefnisstjóri Fjórtán manns, tengdir Sextant Capital, sem eiga stærstan hlut í Iceland Global Water ehf., voru hér um síðustu helgi til að fagna því að búið er að reisa fyrsta áfanga vatnsverksmiðjunnar inni á Eiði. Einnig kom hópurinn hingað til að samgleðjast Vestmannaeyingum í tilefni gosloka og tók fullan þátt í hátíðarhöldunum. Guðjón Engilbertsson, verkefnis- stjóri Iceland Global Water, sagði hópinn, sem væru erlendir fjárfestar og starfsmenn, hafa komið til Eyja í reisugilli og í tilefni þess að búið væri að fylla á fyrsta vatnsgáminn. „Það er búið að reisa húsið og þakið var sett á á mánudag. Við förum ekki að flytja út vatn af neinum krafti fyrr en hús og tækjabúnaður er tilbúið. Bygging aðstöðunnar er á áætlun og gengur vel,“ sagði Guð- jón, spurður út í stöðu mála. Fjármálafyrirtækið Sextant Capital ætlar að opna útibú á Islandi en fyrirtækið er með starfsemi í Lux, Toronto og víðar. í hópnum sem kom hingað voru Kanadamenn, Finnar, Luxemborgarar og Sviss- lendingar. „Við vorum með sýnis- VATN komið á fyrsta gáminn. í hverjum 30 feta gám er vatnsblaðra sem tekur 20 tonn. horn úr Eyjafjallajökli til að sýna mönnum formið á vatnsforðabúrinu, áður en hann bráðnar og rennur hingað til okkar. Fólkið var ánægt með ferðina, skemmti sér vel í Skvísusundi og átti hér ógleyman- lega helgi,“ sagði Guðjón sem tók á móti fjárfestum vatnsverkmiðjunnar um goslokahátíð. Leikföng strákanna urðu öll eftir -Þeir eru spenntir að sjá gömlu Matchboxbílana, segir Gerður Sigurðardóttir en hús hennar við Gerðisbraut 10 hefur verið graFið upp að hluta Eldheimar er metnaðarfullt verkefni sem Pompei norðursins fellur undir. Uppgröftur húsanna hefur vakið mikla athygli og í síðustu viku var graftð frá húsi við Gerðis- braut 10 en það var í eigu Gerðar Sigurðardóttur og Guðna heitins Olafssonar. Fjölskyldan yfirgaf húsið í miklum flýti gosnóttina, enda húsið mjög nærri upptökum gossins og var horfið undir gjall þremur dögum seinna. „Það var haft samband við mig og ég vissi að það ætti að moka frá húsinu. Eg þurfti aðeins að átta mig og vissi að það yrði erfitt tilfmn- ingalega en ákvað að takast á við þetta enda björguðumst við öll. Það er alltaf hægt að kaupa ibúð og hluti en lífið er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Gerður þegar hún var spurð hvemig tilfinning það var að líta húsið sem tjölskyldan bjó í fyrir þrjátíu og fimm árum. „Menn veltu því mikið fyrir sér hvort húsið stæði enn og ég gat sagt þeim að það var mjög vel byggt, steypt í hólf og gólf. Við bjuggum í húsinu í eitt og hálft ár og allt tilbúið, lóðin og allt saman. Við vorum með þrjá drengi, Agnar 7 ára, Sigurð Óla 5 ára og Bjarki var nokkurra mánaða, fæddur í nóvember 1972. Við fórum út í óvissuna um nóttina þann 23. og vorunt nánast á náttfötunum," sagði Gerður og varð vitni að því þegar jörðin opnaðist í austurbænum. „Ég varð hrædd en Guðni var svo rólegur og sat við símann og hringdi í nágrannana. Einar bróðir hans sótti mig og strákana á bíl og það leið svolítill tími þar til Guðni kom til okkar. Hann hafði þá tekið bamavagn og skellt í hann bleyjum og einhverju dóti og bankaði svo upp á í húsum á leiðinni niður eftir. Maður fær nýja sýn á lífið eftir þessa reynslu en auðvitað var erfitt eftir að maður var kominn til Reykjavíkur En það voru verndar- vættir yfir eyjunum, það björguðust allir og mikil mildi að ekki fór verr.“ Þegar Gerður var spurð hvort tekist hafi að bjarga einhverju úr húsinu sagði hún að Guðni hafi fengið strákana á Berg VE til að hjálpa sér og þeir hefðu náð rúmum og fleiru en stór hluti af búslóðinni varð eftir. „Húsið fór undir á þriðja degi og þar inni á að vera sófasett, skápur, allar myndir og flestallar brúðargjafirnar. Matarstellið okkar var í geymslu hjá mömmu á Þrúðvangi þannig að það bjargaðist. Leikföng strákanna urðu öll eftir og þeir eru spenntir að sjá göntlu Matchboxbílana, Það verður spennandi að sjá þetta," sagði Gerður og ætlar verða fyrst inn í húsið. Fimmti flokkur karla náði frábærum árángri á N1 mótinu í knattspyrnu á Akureyri um helgina. ÍBV komst í átta liða úrslit í flokki A, B, C og D liða. A-liðið tapaði sínum leik gegn KR 2:1 en B, C og D liðin unnu sína leiki og léku því um sæti eitt til fjögur. Öll liðin töpuðu undanúrslita- leiknum. B og C liðin í vítaspyrnukeppni en D liðið 3:1. ÍBV var með bestan sameiginlegan árangur en staða liðanna var: A liðið. 7. sæti, B liðið 4. sæti, C liðið 4, sæti, D liðið 3. sæti og E liðið 22. sæti. Að auki var Elliði ívarsson valinn besti markvörðurinn í flokki D-liða, að því er kemur fram á heimasíðu ÍBV. ÍBV var með bestan samanlagðan árangur og fékk að launum bikar. Mynd Sigfús Gunnar. Kristín Jóhannsdóttir ræddi við Gísla í Höllinni á sunnudaginn. Eyjapistlar á Heimaslóð Eyjapistlunum, sem þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir, höfðu umsjón með í Ríkisút- varpinu, hefur verið fundinn staður á Heimaslóð.is. Alls urðu þættirnir 261, alls 90 klukku- stundir og fóru á 120 km af seg- ulböndum. Aðeins hafa um 80 pistlar varðveist. Formleg opnun á Heimaslóðinni fór fram við athöfn í Höllinni á sunnudaginn. Eyjapistlarnir voru vettvangur Eyjamanna í gosinu til að koma á framfæri því sem var að gerast í Eyjum og til að koma á framfæri tilkynningum um alla mögulega hluti. Gísli og Arnþór höfðu allan tímann umsjón með pistlunum sem útvarpað var dag- lega alla virka daga. „Upphafið má rekja til ársins 1983 þegar við fengum leyfi til að afrita þættina hjá Útvarpinu og setja á Skjala- safnið í Eyjum," sagði Gísli. Síðar komu við sögu Jóhann Friðfinnsson, safnvörður og Helga Jónsdóttir, sem haft hefur forgöngu um verkefnið, Byggðin undir hrauninu sem er að finna á Heimaslóðinni Vildi Helga að hægt yrði að fá aðgang að pistl- unum á netinu. „Þegar við bræður fórum af stað fundum við 50 þætti í safni RÚV og 30 sem við áttum sjálfir. Við áætlum að um 800 manns hafi komið fram í þáttunum. Það er fi'nt að nú skuli þeir vera komnir á netið en ég sakna nokkurra, t.d. viðtala við Súlla Johnsen og Köllu í Kofanum,“ sagði Gísli sem vildi koma á framfæri þakklæti til íþrótta- og tóm- stundaráðs og Sigtryggs, bróður síns sem styrktu verkið með sitt hvorum 100 þúsund krónunum. Ánægjuleg sögustund Gísli var mjög ánægður með gos- lokahátíðina. „Sérstaklega fannst mér gaman á sögustundinni í Vélasalnum á laugardaginn sem Gn'mur Gíslason stjómaði. „Það var nánast fullt hús og gaman að heyra allar þessar sögur úr gosinu sem virðist óþrjótandi efni sem hægt er að prjóna úr. Það var meiriháttar þegar Jóshúa Steinar á Gamla spítalanum lýsti því þegar hann próflaus keyrði fulla rútu af starfsfólki Viðlaga- sjóðs frá Gagnfræðaskólanum. Hún startaði ekki og Steinar varð því að láta renna í gang. Hann hafði ekki vit á að setja hana í gír eða bremsa og varð það hópnum til happs að rútan endaði í vikurb- ing. Það var líka gaman að heyra í Gísla Óskars um upphaf sáning- arinnar eftir gos,“ sagði Gísli. Étgefandi: Eyjasýn elif. 480378-054!) - Vestmanimeyjmn. Ritstjóri; Öinar (iarðanaon. Blaðamennt Guðhjörg Sigurgeiisdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Scheving. lþrottLr! Ellert Sclieving.Áhyrgöarmenn: Ómar Garðarsson &Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Simai: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frcttir@eyjafrettir.is. Veffang: http//ww\v.eyjafrcttir.is FRÉTHR koma ut alla fimmtndaga. Blaðið erselt i .óskrift og eimiig i lausasölu á Kletti, Tvistiiiuin, Toppnum, Vöruval, llerjólfi, Flughafnarversluiúnni, Krónunni, Isjakanum, vcrslun 11-11 og Skýlinu i Pi'iðarhöfn.. ERÉ'iTIH eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉTTER eru aðilar að Samtökum biejar- og héraðsfréttablaða. Eftírprcntuii, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er ókciinilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.