Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 10. júlff 2008 BYGGINGIN verður þannig uppbyggð að sýningarsvæðið tengist Helgafellsbraut rétt norðan við Eldfellsveg. Þar verða myndarleg bflastæði og trektlaga göngubraut að eins konar gangamunna sem myndar innganginn að sýningarhúsnæðinu. Stefna í uppbyggingu safna- og mennningarstarfs var opinberuð á goslokahátíð: heimur út af fyrir sig KYNNT TIL SÖGUNNAR, Þórunn Sigríður og Hjörleifur, hönnuðir sýningarinnar og Páley. Bauð gesti velkomna að Suðurvegi 25 -sem nú lítur dagsins Ijós í fyrsta skipti í 25 ár Elliði Vignisson, bæjarstjóri, kynnti stefnu Vestmannaeyjabæjar í uppbyggingu safna- og menningar- starfs. Sagði hann það eitt af helstu sóknarfærum Eyjamanna að nýta sérstöðuna í menningu, listum og safnastarfi. Einkunnarorðin eru: Menning og söfn í Vestmannaeyj- um, -heill heimur út af fyrir sig. Grunnur rís á næstu tveimur árum „Næstu tvö ár á að reisa grunn undir þá miklu sókn sem okkur Eyja- mönnum kemur til með gefast færi á í kjölfarið á byltingu í samgöngum milli lands og Eyja þegar siglingar í Landeyjahöfn hefjast 1. júlí 2010,“ sagði Elliði. „Allir íslendingar þekkja að Vest- mannaeyjar eiga sér afar sérstæða og merka sögu. Því hyggjumst við efla sýningar á öllu því sem er sér- stakt fyrir sögu og byggðarþróun Vestmannaeyja. Þar hyggjumst við sérstaklega horfa til Heimaeyjar- gossins, Surtseyjargossins, Tyrkja- ránsins, náttúrunnar, útgerðarsög- unar og sérstæðs mannlífs," bætti hann við. Byggja á þrjár stoðir undir safna- starf í Vestmannaeyjum og hafa þær hlotið nöfnin Sagnheimar og Sæ- heimar og síðast en ekki síst Eld- heimar. Sagnheimar Sagnheimar eru hugsaðir sem um- gjörð um sýningar sem tengjast sögu Vestmannaeyja og menningu. „Fyrsta skrefið í umbreytingu Safnahússins í Sagnheima felst í að klæða húsið að utan og gera það svipsterkara en nú er. Þá er einnig stefnt að viðbyggingu vestan við Safnahúsið sem leyst gæti hlutverk það sem gamli Vélasalurinn hefur haft. Þar verður rými fyrir smærri listviðburði svo sem málverkasýn- ingar, smærri tónleika, farandsýn- ingar og margt fleira. í kjallara viðbyggingar er svo fyrirhuguð list- munageymsla. Innan veggja Safnahússins verða síðan sýningar sem tengjast Tyrkjaráninu, útgerðarsögunni, menningu okkar og mannlífi. Þá verður bókasafnið okkar lagað að Á laugardaginn voru Eldheimar, sem verða hluti af væntanlegu gosmin jasafni þar sem verið er að grafa upp húsin við Suðurveg, kynntir. Þar var samankominn fjöldi fólks og þar fluttu ávörp Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, kynnti safnastefnu Vestmannaeyja, sem skiptist í þrjá hluta, Sæheima, Safnheima og Eldheima og eiga að vera; heill heimur út af fyrir sig. Páley byrjaði á að bjóða alla velkomna að húsinu, Suðurvegi 25, sem nú er verið að grafa undan vikrinum. Hún sagði blendnar tilfinningar tengjast gosinu enda fjölmargir sem horfðu á heimili sín verða hraun- inu að bráð. „Eldgosið stóð í 150 daga og er fyrsta eldgos sem kemur upp í byggð á Islandi. Ibúarnir, um 5000 talsins, voru nær allir fluttir upp á land í merkustu fólksflutn- ingum Islandssögunnar en aldrci hafði önnur eins ógn vofað yfir jafnmörgum Islendingum í einu. Um 400 hús eyðilögðust og um 400 skemmdust. Af þeim sem eyðilögðust fóru sum undir hraun, önnur urðu eldi að bráð og enn önnur, eins og hús hér við Suðurveginn, grófust undir gjall og var talið ógerningur að grafa flest þeirra upp,“ sagði Páley. Á þessu eiga Eldheimar að byggja og vitnaði Páley til þess að þann 3. júlí 1973 tilkynnti almannavarnanefnd að eldgosinu væri lokið á Heimaey með þess- um orðum: „Að mati sérfræðinga og vísindamanna er það stað- reynd, að gígurinn er lokaður og gosvirkni í fellinu hætt”. „Þetta höfðu þeir Svabbi Steingríms, Oskar Svavars og Gvendur Fúsa ásamt fleirum, staðreynt með ferð sinni niður í gíginn deginum áður. Ekkert hraunrennsli mæld- ist frá gígnum í júní og síðasta goshrinan gekk yfir 26. júní,“ sagði Páley sem kynnti til sög- unnar Þórunni Sigríði Þorgríms- dóttur, sýningarhönnuð og Hjörleif Stefánson, arkitekt. breytingum í húsinu sem og þau söfn sem þar eru núna svo sem ljósmyndasafn, skjalasafn og fleira." Sæheimar Sæheimar eiga að vera umgjörð um sýningar sem tengjast náttúru Eyja- manna. „Eyjamenn hafa verið í for- ystu hvað varðar sýningar á lifandi sædýrum og stefnt er að því að svo verði áfram. Aðstaða náttúrugripa- safns verður algerlega endurþyggð og henni komið í nýtt húsnæði á og er helst horft til nýbyggingar á hafn- arsvæðinu. Markmiðið með endumýjun safns- ins er m.a. að gera sýningar á sviðum náttúrunnar allt í senn skemmtilegar, fróðlegar og gagn- virkar. Sérstaklega er ætlunin að höfða bæði til barna og fullorðinna þar sem gestir fá að snerta og prófa, ekki bara að skoða í fjarlægð. Til að mynda eru nálægð við lifandi dýr, margmiðlun, vísindakrókur og bamahorn ómissandi þættir í nútíma náttúrusýningu. Horft hefur verið til þess að sameina safnið og aðstöðu Þekkingarseturs undir eitt þak og ná þannig fram hagræðingu í uppsetn- ingu á ýmsum búnaði og tækjum og á sama tfma færum við rann- sóknimar nær almenningi og gemm þær aðgengilegar og spennandi.“ Eldheimar Hápunkturinn, að mati Elliða, em Eldheimar, rúsínan í pylsuendanum og djásnið í kórónunni. „Þetta svæði sem við nú erum á verður umgjörð um sýningar tengdar Heimaeyjargosinu, Surtseyjargosinu og almennt þeirri mögnuðu umgjörð sem eldvirkni Eyjaklasans skapar. Horfið hefur verið algerlega frá því að byggja yfir þær minjar sem þegar hafa verið grafnar upp þótt vissulega verði umgjörð upp- graftarins afmörkuð og sett í heild- rænna form. Hins vegar er horft til byggingar á sýningarsölum neðanjarðar hér sunnan við uppgröftinn og tengjast þær byggingar uppgreftrinum með tengigöngum. Stefnan er að bjóða Umhverfisráðuneytinu til samstarfs um þessa byggingu þannig að þar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.