Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 9 HORFT er til byggingar á sýningarsölum ncðanjarðar hér sunnan við uppgröftinn og tengjast þær byggingar uppgreftrinum með tengigöngum. SKILTIAFHJÚPAÐ Það kom í hlut Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, að afhjúpa skilti þar sem Eldheimaverkefnið er kynnt. Hér er hún með Elliða bæjarstjóra. verði hægt að hýsa Surtseyjar- sýningu þá sem nú er í Þjóðmenn- ingarhúsinu með sýningu um Heimaeyjargosið. Allt er þetta á fyrstu metrunum og ósennilegt að Þórunn umhverfisráðherra skrifi undir samning síðar í kvöld enda þarf hún fyrst að fá markvissa kynn- ingu á verkefninu hér í dag.“ Byggingin verður þannig upp- byggð að sýningarsvæðið tengist Helgafellsbraut rétt norðan við Eld- fellsveg. Þar verða myndarleg bíla- stæði og trektlaga göngubraut að eins konar gangamunna sem mynd- ar innganginn að sýningarhús- næðinu. A jöðrunum er stálþil sem rekið er niður í vikurinn. Fjærst gangamunnanum er stálþilið lágt en hækkar að munnanum þar sem það er um 3 m á hæð. Utan við stálþilið er jarðvegur hærri en innan þess og þar er jörðin grasi vaxin. Ahersla verður lögð á að mannvirki séu sem allra minnst sýnileg og taki sem minnst frá þeirri ægifegurð sem Eldfellið býr yfir þar sem það kúrir sig upp að Helgafelli, eldri systur sinni. 70 metra göng Frá munnanum liggja göng inn í hlíðina, um það bil 70 m löng og 4 m breið. Þau liggja að uppgraftar- svæðinu sem myndar gjá inni í vikurhlíðinni. Rétt innan við ganga- munnann er allstórt vik þar sem er ýmiss konar þjónusta fyrir gesti, snyrting, verslun, afgreiðsla o.s.frv. Þar er einnig aðstaða starfsmanna. I göngunum er sýning um eldvirkni, landrek og þá þekkingu og reynslu sem Vestmanneyingar búa yfir eftir Heimeyjargosið. I stórum skála til hliðar við göngin þama neðanjarðar er fyrirhugað að staðsetja Surtseyjarsýninguna. 1 aðskildu rými sem í raun er allmikil gryfja við göngin má sjá Gerðis- braut 10 sem grafin hefur verið upp og gerð að sýningarhúsi þar sem Heimaeyjagosinu verða gerð skil. I gryfjunni verður enn fremur sýning á munum og öðm sem tengist gos- inu. Alls er gert ráð fyrir að Eldheimar verði um 1100 m2 undir þaki og 2300 nr undir bem lofti. Göngin, sýningarskálinn og grylj- an em öll gerð úr stálþili sem rekið hefur verið niður í vikurinn og reft yfir. Sýningarhúsið verður því að- eins sýnilegt við gangamunnana og þar sem glergluggar verða í grasi gróinni hlíðinni. „Byggingin öll og svæðið í heild verður sem sagt hið glæsilegasta og er ástæða til að hrósa hönnuðunum þeim Hjörleifi og Tótu Siggu sérstaklega fyrir ferskar og góðar hugmyndir. Þá er einnig ástæða til að hafa orð á eldmóði Kristínar Jóhannsdóttur, ferðamálafulltrúa Vestmannaeyja, hvað verkefni þetta varðar og nánast víst að án hennar væri verkefnið ekki statt þar sem það er í dag. Eg hvet ykkur öll til að nota ykkur tækifærið og kynna ykkur vandlega þær metnaðarfullu hugmyndir sem hér em kynntar." Lýsandi nafn Elliði sagði að nafnið Eldheimar sé afar lýsandi og vel til þess fallið að skapa réttu umgjörðina. Það hafi skírskotun í menningararfleið þjóð- arinnar, sé gagnsætt, þjált, mynd- rænt og auðvelt í þýðingu. „Surtsey er nefnd eftir Surti sem var eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi sem er einmitt syðsti hluti af Eldheim- um. I Ragnarökum fer Surtur frá eldheimum um jörðina með glóandi sverði og brennir jörðina. Fyrsti áfangi þessarar framkvæmdar og sá smæsti er nú vígður á 35 ára goslokaafmælinu, 4. júlí 2008, og þá verða teikningar og heildarhug- myndir kynntar. Vonir standa til að annar áfangi, aðstaða fyrir Surts- eyjarsýninguna, verði tilbúin árið 2009 en framhaldið veltur náttúru- lega ekki hvað síst á aðkomu Um- hverfisráðuneytisins,“ sagði Elliði. Hann sagði að fyrstu framkvæmdir tengdar stefnunni, Menning og söfn í Vestmanneyjum, - heil heimur út af fyrir sig, hefjist nú í ár. Aætla megi að fyrstu áföngum verði lokið á næsta ári. Sterk mynd ætti að vera komin á heildar framkvæmd við stefnuna árið 2010 og hún að fullu komin til framkvæmda árin þar á eftir. Vestmannaeyjar eins og konfektkassi „Góður maður sagði í vetur að það að búa í Vestmannaeyjum væri eins og að búa í konfektkassa. Sjaldan eða aldrei hef ég heyrt betri lýsingu á Vestmannaeyjum. Meðal konfekt- molanna er gríðaröflugt atvinnulíf, samkennd heimamanna, nálægð íbúa, hátt þjónustustig, óviðjafnan- leg náttúra og fleira. Einn af kon- fektmolunum er svo menning okkar og mannlíf. Þann konfektmola kynni ég hér í dag. Við Eyjamenn höfum búið hér í Vestmannaeyjum í eitthvað á annað „Surtsey er nefnd eftir Surti sem var eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi sem er einmitt syðsti hluti af Eldheimum. í Ragna- rökum fer Surtur frá eld- heimum um jörðina með glóandi sverði og brennir jörðina. Fyrsti áfangi þessarar framkvæmdar og sá smæsti er nú vígður á 35 ára goslokaafmælinu, 4. júlí 2008, og þá verða teikningar og heildar- hugmyndir kynntar. Vonir standa til að annar áfangi, aðstaða fyrir Surtseyjar- sýninguna, verði tilbúin árið 2009 en framhaldið veltur náttúrulega ekki hvað síst á aðkomu Umhverfisráðuneytisins,“ sagði Elliði. þúsund ára. Hér hefur okkur liðið vel. Á okkur hafa dunið áföll svo sem Tyrkjarán, eldgos og ýmis óværa. Staðan núna er hins vegar sú bjartasta sem við höf'um séð í langan tíma. 1 fyrsta skipti í 17 ár fjölgar íbúum á fyrri hluta árs, þeir eru nú 4060 en voru komnir skuggalega nærri 4000 um seinustu áramót. Með samstilltu átaki okkar heima- manna og ríkisstjórnar þá er nú lag til að nýta sóknarfæri og stýra Vestmannaeyjum til móts við nýja tíma. Mig langar að lokum að þakka öllum þeim sem taka þátt f þessari stórkostlegu goslokahátíð. Sérstak- lega þakka ég ráðherrum fyrir að taka sér hlé frá annríki þeirra starfa og heiðra okkur með nærveru sinni. Eg enda orð mín hér í dag með því að lesa hluta úr texta Áma úr Eyjuni við þjóðhátíðarlag Oddgeirs Krist- jánssonar frá 1942 enda kristallast þar það viðhorf sem ætíð hefur tryggt Vestmannaeyjum stöðu meðal öflugustu sveitarfélaga á íslandi Að standa sem hetjur og starfa eins og lífið býður sé stefna vor allra, því tíminnfrá oss líður. Hvert sinn, er morgunn skín við ský sé skylda dagsins ávallt ný takið eftir því.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.