Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 11 Fimm tilbrigði við Vestmanneyjar og Eyjamenn í myndlistinni Spurning vikunnar: Erfjörí vinnu- Unnendur myndlistar höfðu nóg að gera um helgina því fimm sýningar voru í boði og settu skemmtilegan svip á goslokahátíðina. Veislan hófst með því að Margrét Klara Jóhannesdóttir opnaði ljós- myndasýningu í anddyri Safnahúss á föstudag. Sýningin ber yfírskrift- ina „1 fótspor föður míns 35 árum síðar“ og á henni eru tíu myndir eftir Jóhann heitinn Guðmundsson frá 1973 og tíu samstæðar myndir sem Margrét tók á þessu ári. Sagan var því í forgrunni því myndir Jóhanns sýndu eldsumbrotin 1973 og hvemig þá var umhorfs í Eyjum. Myndirnar vöktu einnig upp til- ftnningar og minningar, a.m.k. hjá þeim sem þekkja til, um hvemig var umhorfs fyrir gosið. Myndir Margrétar sýna hvaða breyting hefur orðið á síðustu 35 árum. Sýningin er því sterk og áhrifarík og galdurinn felst ekki síst í saman- burðinum á því sem var og er. Sannarlega skemmtileg sýning. Gfsli Jónasson sýndi myndir í Akóges og óhætt að segja að sýningin haft verið einstaklega fjöl- breytt. Gísli er fjölhæfur og greini- legt að hann kann þá list að leika sér, þreifa sig áfram og tekst á við mörg myndform. Myndir af húsum, Stórhöfðavita eins og hann var og er, bátum, og svo landlagsmyndir, aðallega frá Eyjum. Sýningin kom skemmtilega á óvart Sýning Freyju Önundardóttur, „Tilbrigði við vatn“ var í Vélasaln- um. Freyja leikur sér með vatnið í ÁSMUNDUR tekur á móti gestum. 1 ^ kiík ■ 'J 1: ■: , FREYJA býður gesti velkomna. GÍSLl tekur á móti blómum frá Ásgeiri múrara. huglægum náttúrumyndum sem eru sterkar og áhrifarfkar. Við opnun sýningarinnar söng Kaffihúsakórinn undir stjóm Ósvalds Guðjónssonar nokkur Eyjalög sem var skemmti- leg tenging við myndlistina. Freyja hefur áður sýnt við goslok og það er gaman að fá tækifæri til að fylgjast með þróun í verkurn hennar. Sýning Freyju verður opin næstu tvær helgar frá föstudegi til sunnudags, frá 14.00 til 17.00. Fjórir listamenn sýndu í Kiwanis um helgina. Ásmundur Friðriksson sýndi teikningar af ýmsum bæjar- búum sem vöktu verðskuldaða athygli. Halldór Einarsson sýndi vatnslitamyndir, Gerður Sigurðar- dóttir olíumyndir og Fanney Bjarnadóttir akrýlmyndir. Allt skemmtilegar myndir og sýningin auðvitað fjölbreytt og efnistökin ólík hjá listamönnunum enda um samsýningu að ræða. Sigurdís Amarsdóttir sýndi einnig myndverk í Pipphúsinu um helgina. Sýningin var tvískipt, annars vegar varpaði hún 130 myndum upp á vegg úr skjávarpa en Sigurdís ætlar að setja myndirnar á matarstell sem verða tilbúin í desember. Hins vegar var veggmynd til sýnis en hún verður gefin út í 100 eintökum. Þetta var frumleg og athyglisverð sýning þar sem m.a. myndlist og nytjalist fléttast saman. GERÐUR hafði dótturina Ragnheiði sér til halds og trausts MARGRÉT Klara á tali við gesti á opnun sýningarinnar. GÓÐ aðsókn var að sýningu Gísla eins og öllum sýningunum, skólanumP Þórhallur Þórar- insson - Já. Mér finnst mjög gaman. Drífa Þorualds- dóttir -Já. Það er skemmtilegast að gróðursetja. Ævar ttrn Krist- insson -Já, það er ágætt. Það er gott í góðu veðri. Rakel Ýrleifs- dóttir -Það er ágætt. Skemmtilegast finnst mér að gróðursetja. Róleg goslok Lögreglan hafði í mörg horn að líta í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks í bænum í tengslum við Goslokahátíð. Hátíðin fór að mestu leyti vel fram en eins og gerist og gengur var eitthvað um pústra en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að aðstoða nokkra gesti hátíðarinnar til síns heima þar sem ganglimir létu ekki af stjórn. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helg- arinnar en hann hafði verið ölvaður og var með óspektir í Skvísusundi. Eitt fíkniefnamál kom upp í vik- unni, eins og þegar hefur komið fram í ijölmiðlum. Hald var lagt á 80 gr. af ætluðu hassi sem maður um tvígugt var með meðferðis við komu Herjólfs til Eyja að kvöldi 3. júlí sl. Þrjú skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Að kvöldi 1. júlí var tilkynnt um að þrír ungir drengir væru að gera sér það að leik að slá golfkúlur í klæðningu íþróttahússins. Rætt var við dreng- ina og foreldra þeirra og lofuðu þeir að gera þetta ekki aftur. Að kvöldi 3. júlí var tilkynnt um skemmdir á vinnuvél sem stóð vest- an við Týsheimilið en rúður í vélin- ni höfðu verið brotnar. Sást til barna við vélina sem voru að kasta í rúðurnar. Ekki er vitað hvaða börn voru þarna að verki. Sjóvá aðalbakhjarl barna- og unglingastarfs ÍBV Nýlega var undirritaður styrktarsamningur milli IBV og Sjóvá. Með samningnum sem er til þriggja ára mun Sjóvá áfram vera aðalbakh- jarl barna- og unglingastarfs IBV. Það er Sjóvá mikið kappsmál að styðja vel við bakið á geysiöflugu starfi IBV og fellur það vel að stefnu félagsins og skilgreiningu þess sem trygginga- og forvarnafélags. Á myndinni má sjá Sigurð Bragason, þjónustustjóra Sjóvá í Vestmannaeyjum, Sigurjón Andrésson, markaðsstjóra Sjóvá og Friðbjörn O. Valtýsson, framkvæmdastjóra ÍBV ásamt afreksmönnum framtíðarinnar hjá ÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.