Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 13 mætum við ætíð sameinuð til leiks þegar þörf er á. Hér gleðjumst við saman, syrgjum saman og berjumst saman. Það em þessi einkenni sem nú, eins og fyrir 35 ámm, eiga eftir að skila okkur árangri í verkefnum samtímans." Tími breytinga Þá sagði Elliði að seinustu ár hafi Vestmannaeyjar glímt við erfiða tíma. Breytingar hafi orðið á at- vinnuháttum þjóðarinnar. „Þær urðu ekki að ósk okkar Eyjamanna enda höfðum við það gott í þjóð- félagi fyrri tíma. Okkur er þó ljóst að breytingamar em að mörgu leyti til góðs. Það sem mestu skiptir er að þær em varanlegar og á okkur hvílir því sú skylda að bregðast við þeim. Því verðum við að nýta okkur þau sóknarfæri sem þær skapa. í Vestmannaeyjum hafa ætíð verið mörg verkefni en fá vandamál. Rétt eins og verkefni Eyjamanna fyrir 35 ámm var að glíma við eld- gos og uppbyggingu í kjölfar þess þá þurfum við nú að takast á við aðstæður sem reynst hafa okkur erfiðar. Við verðum og ætlum að stefna samfélaginu í dag til móts við nýja tíma. Eg fullyrði að fyrst við gátum drepið í eldfjalli fyrir 35 árum þá getum við nú tekist á við tímabundna erfiðleika í byggðar- þróun. Hér í Vestmannaeyjum höfum við í gegnum aldirnar lifað á sjávar- útvegi. Svo mun einnig verða í framtíðinni. Við emm afar stolt af því að vera útgerðarbær og metum þau störf meira en flest önnur. Sjávarútvegurinn er og verður fjöregg okkar og þar er staða okkar sterk. Þá stöðu ætlum við að vemda. Áfram þurfum við í samvinnu við ríkisvaldið að róa að því öllum ámm að treysta samkeppnishæfni svæðisins í heild og eru mér samgöngur, flutningskostnaður og orkukostnaður efstur í huga. Fyrirtæki og stofnanir verða að geta gengið að því sem vísu að staðsetning þeirra hér í Eyjum hindri ekki vaxtarmöguleika þeirra og viðgang heldur þvert á móti auki slíkt, enda mannauður hvergi meiri. I góðri samvinnu við ríkisyfirvaldið hefur Vestmannaeyjabær því lagt þunga áherslu á að hrinda fram- tíðarsýn í samgöngum og atvinnu- málum í framkvæmd," sagði Elliði. Látum aldrei draga úr okkur kjark I lok ræðu sinnar beindi hann orðum sínum til Eyjamanna. „Látum úrtöluraddir aldrei draga okkur mátt heldur vemm stolt og upplitsdjörf. Ég sagði það áðan og ég segi það aftur. Fyrst við gátum drepið í eldfjalli þá getum við leyst verkefni dagsins í dag. Mig langar að enda orð mín hér í dag með því að lesa texta við þjóð- hátíðarlagið 1974 sem er einkennis- lag goslokahátíðarinnar enda text- inn jafn viðeigandi nú og hann var fyrir 1974.“ Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn og öllum ber saman um það. Hér eigi það heima, hér eigi það senn heimsins fegursla stað. Byggðin hún stœkkar nú dag eftir dag dafnar svo ótrúlegt er. Eg eigna þér eyja mitt Ijúfasta lag og lagið nú hefurðu hér. Nú hátíð fer í hönd halda mun ég tryggðarbönd við þig elsku Eyjan mín ávalltfrá þér hlýja skín. TRÍKOT skyggði á Heimaklett séð af Græðisbrautinni en slegið hafði verið upp sviði við enda götunnar við Strandveginn þar sem hljómsveitin Tríkot lék fram til klukkan sjö á sunnudagsmorguninn. GAMLIR félagar hittast í Skvísusundi, Grétar, Gestur og Óðinn. GESTIR þáðu veitingar sem stjórn Sparisjóðsins grillaði. ÖMMUR og mömmur mættu með börnunum á Stakkó. KAUPMÖNNUM tókst að skapa sanna markaðsstemmningu á Stakkó. Fjölskyldan í fyrir- rúmi á Spari- sjóðsdegi Það var heldur betur líf og fjör á fjölskylduhátíð í miðbænum á laugardag. Sparisjóðsdagurinn var í fullum gangi í Bárustígnum þar sem gestum og gangandi var boðið upp á grillaðar pylsur. Börnin öttu kappi hvert við annað í árlegu Sparisjóðshlaupi og sannkölluð fjölskyldustemmning. Á Stakkagerðistúni var heilmikil skemmtidagsrá og þar stjórnaði Sigga Bcintcins m.a. söngvakcppni barna og ung- linga. Samhliða dagskránni var markaður, sem kaupmenn í Eyjum stóðu fyrir, í fullum gangi. Við Ráðhúströð var líka heilmikið um að vera, þar hafði verið komið fyrir leik- tækjum fyrir börn, hringekju, kastala o.fl. Eitthvað hafa þrettándatröllin ruglast í ríminu því þau voru komin á ról á Stakkó en trúlcga vildu þau, rétt eins og við hin, vera með í goslokahátíðinni. Hátíðahöldin voru vel sótt og Ijóst að Eyjamenn og gestir kunnu vel að meta það sem var í boði þennan góðviðrisdag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.