Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 ALLS sýndi hver hönnuður sex klæðnaöi. Á myndunum fyrir ofan eru frá vinstri föt eftir Hildigunni, Önnu Guðnýju, Selmu^Berglindi og Freydísi og á myndunum til hliðar eru Heiða og Tobba og Ásta er neðst. Eldheimar, glæsilegur vettvangur tískusýningar: Frumlegt, flott og skemmtilegt Tískusýningin í Eldheimum tókst mjög vel. Sjö klæðskerar og fatahönnuðir sem tengjast Eyjum sýndu hönnun sína og sýningarstúlkurnar allar frá Eyjum. Sýningin var mögnuð enda umhverfíð óvenjulegt og einstakt. Hönnuðirnir eru þær Heiða Eiríksdóttir í samstarii við Þorbjörgu Valdimarsdóttur, Selma Ragnarsdóttir, Hildigunn- ur Sigurðardóttir, Freydís Jóns- dóttir, Anna Guðný Laxdal, Berglind Ómarsdóttir og Ásta Guðmundsdóttir. Sýningin var skemmtileg því hönnuðirnir hafa, hver fyrir sig, sinn persónulega stíl. Fatnaðurinn var frumlegur og flottur, skemmtilegt að sjá nýjustu straumana og hvernig hönnuðir útfærðu þá á sinn per- sónulega hátt. Sýningarstúlkurnar eru allar frá Eyjum og stóðu sig allar mjög vel þegar þær gengu eftir löngum göngum í skálinni sem hefur myndast eftir að vikurinn var fjarlægður. Sýningarstúlkurnar eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu og gáfu þeim frægu og þekktu ekkert eftir þó sýningarpallurinn haf'i verið óvenjulegur. Gestir sátu sitt hvoru megin og þannig spilaði saman, fatnaður, tónlist og ein- stakt umhverfl. Fjöldi manns fylgdist með af áhuga enda ekki á hverjum degi sem bæjarbúum gefst tækifæri til þess að kynna sér íslenska hönnun, hvað þá vestmanneyska. BJARNI Þór og Þórður bera saman bækur sínar í eldsmiðjunni. BÖRKUR Grímsson, ber sig fagmannlega að við elsmíðina. VILHELM las kvæði fyrir gesti og allt hjálpaðist að við að magna upp stemmninguna. Mögnuð stemmning í Magnahúsi Sögusetrið- 1627 og Viska stóðu fyrir námskeiði í eldsmíði og skeft- un í Magnahúsi um helgina. Gestir og gangandi gátu fylgst með, þegar Bjarni Þór Kristjánsson, eldsmiður og Þórður Svansson leiðbeindu nemendum við að hamra járnið eftir að því hafi verið brugðið í eldinn. Gamla eldsmiðjan á sér merkilega sögu og gaman að koma þar við, ekki síst fyrir þá sem störf- uðu þar og fyrir peyjana sem leituðu í smiðjuna til að fylgjast með og fá hjálp frá köppunum sem þar réðu ríkjum. Jónatan Jónsson, kennari, leiðbeindi síðan nem- endum með skeftun þannig að það var nóg að gera hjá þeim sem voru tilbúnir til að læra og tileinka sér nýtt handbragð um helgina. Sögusetrið 1627 og Handritin heim stóðu síðan fyrir skemmtilegri uppákomu í Magnahúsi á laugar- dagskvöld. Kári Bjamason, forstöðumaður bókasafnsins kynnti Leppalúðakvæði sem allt bendir til að sé eftir Hallgrím Pétursson. I kvæðinu koma fyrir sömu nöfn og á börnum Hallgríms og Guðríðar Simonardóttur frá Stakkagerði og þar með tenging við Sögusetrið - 1627. Vilhelm G. Kristinsson las kvæðið fyrir gesti og allt hjálpaðist að við að magna upp stemmning- una, góður upplestur, eldur logaði og eldsmiðir hömruðu járn. Flott framtak sem gestir kunnu sannar- lega að meta. 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.