Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 10. júlí 2008 15 tí- .1 Knattspyrna - Fyrsta deild karla ÍBV 2 - KS/Leiftur 1 Knúðu fram sigur í erfiðum leik Á laugardaginn mættu Eyjamenn sameinuðu liði KS/Leifturs í l. deildinni. Leikurinn reyndist IBV mjög erfiður þar sem rnikil þreyta sat í þunnum leikmannahópnum eftir bikarleikinn gegn Fjölni sem fór í framlengingu. Lið IBV var skipað að meirihluta leikmönnum úr 2. flokki sökum mikillar manneklu. KS/Leiftur var fyrir leikinn í næst- neðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í farteskinu. Því bjuggust sumir við stórsigri Eyjamanna, en annað kom á daginn. Staðan í hálfleik var 1:1 en lokatölur 2:1, heimamönnum í vil. Leikurinn byrjaði heldur rólega en Eyjamenn voru þó beittari í sinum sóknaraðgerðum. Fengu sitt fyrsta alvöru færi eftir aðeins tíu mínútna leik. Atli Heimisson átti þá góðan skalla en markvörður KS/Leifturs náði á einhvern ótrúlegan hátt að slá boltann frá. Fimm mínútum seinna kom fyrsta mark IBV, Italo Jorge tók stutta homspyrnu á Augustine Nsumba sem gaf aftur á Italo. Italo lék boltanum að vítateigshorninu, átti fast skot að markinu og þaðan fór boltinn í slána, stöngina og inn. Virkilega glæsilegt mark frá Italo sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV. Eftir markið sóttu gestirni í sig veðrið og náðu að jafna á 35. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vöm heimamanna. Staðan í hálfleik var því 1:1 en Eyjamenn höfðu þó verið betri. I seinni hálfleik lögðust gestimir í vöm og spiluðu algera and-knatt- spymu þar sem boltanum var þrum- að upp völlinn. Ætluðu þeir sér að halda jöfnu. Eftir um fimmtán mínútna leik átti i K. - ■ , Mr J % . Vuuiuiuut), ATLI náði að tryggja ÍBV sigur með marki á lokamínútunum. atvik sér stað sem undirritaður á engin svör við. Eyjamenn vora í sókn og boltinn barst yfir til hægri á Augustine Nsumba sem skaut að marki andstæðinganna. Markvörður þeirra átti í erfiðleikum með að halda boltanum og missti inn í markið. Dómari og línuvörður dæmdu mark en þá hófust mikil mótmæli KS/Leifturs. Eftir þau breytti dómari leiksins ákvörðun sinni og gaf gestunum aukaspyrnu. Hreint út sagt ótrúleg ákvörðun hjá slökum dómara leiksins. Eyjamenn sóttu meira en einbeit- ingarleysi háði þeim. Þegar þrjár mínútur vora eftir sótti Þórarinn Valdimarsson upp völlinn og lék á fimm leikmenn gestanna. Sendi hann boltann á Atla Heimisson sem lék á einn vamarmann, skaut að marki og söng boltinn í netinu. Gott mark sem skrifast að mestu leyti á frábært framtak Þórarinns Inga sem átti frábæran leik og níundi sigur IBV í deildinni því staðreynd. Næsti Ieikur Eyjamanna er líklega sá mikilvægasti í sumar en það er sannkallaður toppslagur gegn sprækum Selfyssingum sem hafa komið verulega á óvart. Sigri Eyjamenn eru þeir komnir í vænlega stöðu svo það er um að gera að fjöl- menna á Hásteinsvöll þann 10. júlí og styðja strákana til sigurs. Áhorfendafjöldi: Rúmlega 600. Maður leiksins: Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson áttu báðir góðan leik og voru traustir í vöm Eyjamanna. Ellert Scheving. Fyrsta deild kvenna í kanttspyrnu ÍBV O - Próttur □ Eru í öðru sæti þrátt fyrir jafn- teflið Meistaraflokkur kvenna mætti Þrótti á miðvikudag. Skildu liðin jöfn, tókst hvorugu að skora mark. Mikil rigning var og völlurinn virkilega efiður viðureignar. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að halda bolt- anum, hvorugt liðið skapaði þó neina hættu. Leikurinn ein- kenndist af mikilli miðjubaráttu og var ekki mikið fyrir augað. I seinni hálfleik var nákvæmlega það sama uppi á teningnum en liðin tvö áttu virkilega erfitt með að byggja upp sóknir. Eyjastelpur áttu þó nokkur hálffæri en náðu ekki að koma boltanum inn frekar en gestirnir. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. IBV situr nú í öðru sæti deild- arinnar með tíu stig eftir fimm leiki en IR trónir á toppnum með fimmtán stig og á leik til góða. Næsti leikur stelpnanna er 15. júlí á móti IA á útivelli en stelpurnar unnu þær í fyrri leiknum 7-1. Það er því vonandi að stelp- urnar haldi áfram þessum góða árangri og sigri IA. íþróttir Féllu úr bikarnum Eyjamenn mættu úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16-liða úrslitum Visa- Bikarsins í miklum baráttuleik þar sem ÍBV sýndi og sannaði að þeir geta alveg staðið í úrvalsdeildar- liði. Eyjamenn náðu ekki að komast áfram en til þess þurfti framlengingu en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma. í fram- lengingu náðu Fjölnismenn að skora og komust áfram. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni á tíundu mín- útu með marki frá Andra Ólafs- syni sem skoraði með frábærum skalla eftir góða fyrirgjöf. Eyjamenn urðu fyrir miklu áfalli þegar Ingi Rafn Ingibergsson fékk sitt annað gula spjald í leiknum og var því rekinn af velli. Eyjamenn spiluðu því einum manni færri í seinni hálfleik. Eyjamenn geta þó ekki verið annað en sáttir, börðust eins og Ijón og seldu sig dýrt. KFS gerði jafntefli gegn efsta liðinu KFS sótti Berserki heim á föstu- daginn var. Berserkir vora fyrir leikinn í efsta sætinu með fjórtán stig en KFS í því næstneðsta nteð sjö stig. KFS byrjaði leikinn frábærlega og náði forystunni eftir aðeins eina mínútu. Þar var að verki Davíð Egilsson sem skoraði með skalla eftir góða hornspyrnu frá Einari Kristni Kárasyni. Þannig stóðu leikar í hálfieik. Berserkir jöfnuðu leikinn þegar lílið var búið af fyrri hálfleik en Sigurður Ingi Vil- hjálmsson kom KFS aftur yfir eftir góða sókn. Forysta KFS stóð ekki lengi því Berserkir jöfnuðu aftur. KFS sótti svo meira það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki. KFS situr því enn í næstneðsta sæti deild- arinnar með átta stig en þessi úrslit voru svo sannarlega góð og vonandi að KFS sé að rétta úr kútnum. Alex hættur Stjórn ÍBV og Alex Cerdeira, knattspyrnumaður frá Brasilíu, hafa kornist að samkomulagi um starfslok Alex. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðan um miðjan mars og ljóst að enn er langt í land með að hann verði tilbúinn í slaginn. Því þótti það besta lausnin, bæði fyrir leikmanninn sjálfan og ÍBV að hann yfirgefi félagið og haldi aftur til heimalandsins. Alex spilaði einn leik fyrir félag- ið. IBV þakkar Alex fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Framundan Föstudagur 27. júní Kl. 20.00 ÍBV - Njarðvik, meistaraflokkur karla Frá miðvikudegi til laugardags Pollamótið. Shellmót sjötta flokks drengja í Eyjurn. BARIST um boltann í leik ÍBV og Þróttar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.