Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 16
r sun ^ investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestm0ntsl.com piús Hl ™ Mi UjVIBDEi I r/JUiVl; Eyjafréttir.is -fréttir milli Frétta UNDIRRITUN Össur og Þorsteinn Ingi undirrituðu samninginn í Klettsheili í Vestmannaeyjum á goslokahátíðinni á laugardaginn. Útibú Nýsköpunarmiðstöðvar íslands opnað í Eyjum: Tvö verkefni í samvinnu við iðnaðarráðuneytið Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Islands og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráð- herra, skrifuðu á laugardaginn undir samkomulag um framkvæmd verk- efna byggðaáætlunar 2008 til 2009 sem unnin verða á starfsstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Isafirði og Höfn í Hornafírði. Verkefnin eru þróunarverkefni í ferðaþjónustu upp á 100 milljónir, verkefni unnin út frá ísafirði upp á 40 milljónir, og Höfn og Vest- mannaeyjum fyrir 20 milljónir frá hvorum stað. Þorsteinn Ingi og Össur sögðu að samningurinn markaði tímamót, m.a. fyrir starfsstöð Nýsköpunar- miðstöðvar Islands í Vestmanna- eyjum sem opnaði í júní 2008. Samningurinn veitir fjármagn í tvö verkefni í Vestmannaeyjum, þekk- ingarsetur á sviði frumgerðarsmíði, svokallaða Fab Lab - smiðju, í samvinnu við MIT háskólann og rannsókna- og þróunarverkefni um hagnýtingu á varmadælum fyrir fjarvarmaveitu Vestmannaeyja, en slíkar varmadælur gætu haft umtals- verðan orkusparnað í för með sér. Gekk frábærlega vel -segir Arne Nielsen, skipstjóri á Henry P. Lading ARNE fyrir miðju. Ég hef niikið álit á Vestmannaeyingum, aðallega vegna þeirra miklu þrautseigju. Að geta haldið úti blómstrandi sam- félagi á lítilli eyju sem hefur orðið fyrir barðinu á náttúruhamförum og stendur og fellur með sjávarútveginum þykir mér merkilegt Arne Nielsen er skipstjóri á Henry P. Lading og hefur starfað á skipinu í yfir þrjátíu ár. Ame kom síðast til Vestmannaeyja fyrir nítján ámm til að laga rafmagnskapal og segir að margt hafi breyst hér síðan þá. „Ég vissi ekki hvort ég væri á rétt- um stað þegar við sigldum hér inn í gær. Hér hefur greinilega verið mikil uppbygging sem er gaman að sjá. Ég gleymi þvf seint þegar ég kom hér fyrst því þessi ógurlega náttúra gleymist seint,“ sagði Ame. Ame var gríðarlega ánægður með verkefnið sem hann sagði að hafi tekist mjög vel. „Þetta gekk alveg frábærlega og það er að mestum hluta veðrinu að þakka sem hefur verið stillt og gott. Við komumst í gegnum þetta án nokkurra vandræða og það er ekki oft sem þetta gengur svona vel. Leiðslan er rúmlega 12 km en við eigum að ég held 180 metra eftir. Það er alltaf betra að vera með svolítið meira ef eitthvað gerist." Það eina sem olli Ame og hans mönnum einhverju hugarangri var dálítill straumur sem var á milli lands og Eyja. „Við vorum svolítið hræddir við strauminn áður en við lögðum í hann en hann varð svo ekkert skelfilegur. Hann náði þegar mest var einni og hálfri sjómílu á klukkustund og olli okkur engum vandræðum.“ Eins og áður sagði hefur Arne unnið á skipinu í rúm þrjátíu ár og hefur marga fjömna sopið en hann kann virkilega vel við Vestmanna- eyjar. „Ég hef mikið álit á Vest- mannaeyingum, aðallega vegna þeirra miklu þrautseigju. Að geta haldið úti blómstrandi samfélagi á lítilli eyju sem hefur orðið fyrir barðinu á náttúruhamförum og stendur og fellur með sjávarútveg- inum þykir mér merkilegt." Arne og skipverjar hans dvelja ekki lengi úti á sjó í einu en dvölin getur lengst ef verkefnin ganga illa. „A skipinu eru 25 manns. Við erum aldrei lengi á sjó og þegar verkefn- inu lýkur fljúgum við, ég og meiri- hlutinn af starfsmönnunum heim. Það er hins vegar bátsmaðurinn Jens Nielsen sem er alltaf eftir ásamt nokkrum starfsmönnum og þeir lagfæra það sem þarf og það getur tekið dágóðan tíma.“ Ame og hans menn munu vera aðeins lengur í Vestmanneyjum því það er annað verkefni sem bíður þeirra eftir að þeir klára nýju leiðsl- una. „Við munum dvelja aðeins lengur hér því við þurfum að lagfæra gömlu leiðslurnar sem eru orðnar frekar lélegar. Ég er mjög ánægður með það því að mér frnnst gaman að vera hér og skipverjum mínum einnig." VIKUTILB0Ð 10. • 16. júlí Maryland kex 1 Pk verd nú kr 138,- verð óáur kr 178,- Homeblest kex i Pk verá nú kr 288,- verá ááur kr 350,- Pepsi ( 6x2L ) + doritos + bolur verá nú kr 1498,- verð óður kr 1999,- SS skinka 158 9 verá nú kr 298,- verá úáur kr 353,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.