Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 29. tbl. I Vestmannaeyjum 17. júlí 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is EYJAMENN höfðu ástæðu til að fagna eftir öruggan sigur á liði Selfoss í síðustu viku. Þarna áttust við tvö efstu Iið 1. fyrstu deildarinnar í síðasta leik fyrri umferðar. Með sigrinum er IBV á toppi fyrstu deildar, með átta stiga forskot á Selfoss sem er í öðru sæti. Nánar á bls. 15. Menningarhús loks að líta dagsins ljós: Stærsti hlutinn til Sæheima -Líka gert ráð fyrir 400 fermetra viðbyggingu við Safnahús - Leitað að lóð undir nýtt Náttúrugripasafn í samstarfi við Þekkingarsetur - Eldheimar eru risaverkefni, segir Gunnlaugur Grettisson Bygging menningarhúss í Vest- mannaeyjum hefur verið á stefnuskránni í mörg ár og áform voru um að hefja byggingu hússins sl. haust. Þau áform breyttust með nýrri safnastefnu sem kynnt var í vor og hugmyndir um Sagnaheima, Sæheima og Eldheima litu dagsins ljós. Samningur um menningarhús í Vestmannaeyjum gerir ráð fyrir að ríkið legði fram 280 milljónir í menningarhús og þar af væru 100 milljónir merktar safnastarfi gegn 120 milljón króna framlagi bæjar- ins. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjómar, situr í starfshóp um menningarhús ásamt Magnúsi Bragasyni, Ólafi Þór Snorrasyni og Karítas Gunnarsdóttur úr Mennta- málaráðuneyti. Gunnlaugur var spurður út í stöðu mála í dag. Hann benti á að í vor hafi verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir í safnamálum Vest- mannaeyja sem hefðu breytt fyrri áformum. Fjármunir sem ætlaðir hafi verið í menningarhús færu að stærstum hluta í Sæheima þar sem náttúrugripasafnið verður til húsa og hluti fjármagnsins færi til Sagnaheima og Eldheima. „Það sem snýr að Sagnaheimum felst í því að byggð verði viðbygg- ing við Safnahúsið. Viðbyggingin verður á tveimur hæðum og alls um 400 fermetrar þ.e. kjallari með munageymslu fyrir safnið og salur á jarðhæð, ætlaður fyrir farand- sýningar og mun koma í staðinn fyrir Vélasalinn. Gert er ráð fyrir að þetta hús muni rísa á næstu mán- uðum,“ sagði Gunnlaugur. „Við sem erum í svokallaðri Sagnaheimanefnd, ég, Maggi Braga og Jóhanna Kristín Reynisdóttir, eigum eftir að leggjast yfir þetta og láta svo teikna húsið. Ýmis aðstaða sem til staðar er í Safnahúsinu verður samnýtt. Eldra húsið verður tekið í gegn að utan og hefur bærinn valið útlit og er það mál í höndum eiganda hússins sem er Fasteign." Vill áframhaldandi samstarf Hvað með lagfæringar að innan, lofthreinsibúnað o.fl? „Lofthreinsibúnaðurinn hefur verið til vandræða sl. ár en nú telja menn að það vandamál sé að baki og aðeins hafi verið um stillingar- mál eða öllu heldur vanstillingar- mál á loftræstibúnaði að ræða. Sögusetrið 1627 hefur tekið að sér rekstur byggðasafnsins en gerður var við félagið skammtímasamn- ingur. „Ég persónulega vona að framhald verði á því samstarfi. Hugmyndin er að farið verði í endurskipulagningu safnsins og fengnir sérfræðingar í þá vinnu. Við viljum draga fram sérstöðu Vest- mannaeyja eins og náttúru, sögu og menningu. Eins og kynnt hefur verið mun Náttúrugripasafnið verða staðsett í Sæheimum og verður lík- lega í sama húsnæði og Þekk- ingarsetrið. Ég reikna með að það verði í nýbyggingu og nú er verið að negla niður staðsetningu fyrir húsið. Eldheimar eru svo risa- verkefni ef áform okkar verða að veruleika með gosminjasafni fyrir Surtseyjar- og Heimaeyjargosinu o.fl. Allt eru þetta mjög spennandi verkefni sem við viljum vanda okkur við,“ sagði Gunnlaugur Grettisson að endingu. Vatns- hreinsi- búnaður við Sorpu Unnið hefur verið að endurbótum á mengunarvömum við Sorp- eyðingarstöðina í Eyjum. Friðrik Björgvinsson, véliðnrek- strarfræðingur og verkefnastjóri hjá umhverfis- og framkvæmda- ráði hefur unnið að því að bæta brunaferli stöðvarinnar og komið upp vatnshreinsibúnaði við Sorpu. „Stöðin mælist undir mengunar- mörkum en rykið var hátt. Við fórum út í það að koma upp vatnshreinsibúnaði sem fellir út ryk sem annars væri í reyknum," sagði Friðrik og er í framhaldinu spurður hvort það þýði minni sjónmengun. Sjónmengun mun verða minni en reykurinn kemur til með að verða gufulitaður. „Utbúnaður, sem var settur upp, gengur út á það að leiða reykinn í gegnum vatnsúða sem við erum með í kari, rykagnirnar sitja eftir, og frárennslið er urðað. Við erum að prófa okkar áfram, útbúnaður- inn, sem við höfum sett upp, er ekkert augnayndi en hann er að virka og við viljum sjá hag- kvæmari nýtingu á vatninu. Þetta er á tilraunastigi og er verið að vinna í þessu," sagði Friðrik en hann hefur unnið þetta í samstarfi við umhverfisstofnun, Nýsköpunarmiðstöð og Mannvit, verkfræðistofu. Hvað með lyktarmengun? „Lyktarmengunin kemur til vegna þess að um árabil hefur salt verið urðað í gryfjunni. Þegar saltið bráðnar myndast holur á yfirborðinu sem reynt hefur verið að fylla upp í jafn óðum en þaðan kemur þessi lykt.“ Mettúr hjá Guðmundi Guðmundur VE var væntanlegur til löndunar á Þórshöfn í gærkvöldi, miðvikudag, með aflaverðmæti upp á 110 milljónir eftir fjórtán daga veiðiferð. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri ísfélagsins, sagði þetta vera verðmætasta túr sem Guðmundur hefur komið með að landi. „Hann er með frystar afurðir fyrir rúm- lega 100 milljónir og hrat líka. Þetta eru um áttahundruð tonn af sfld og makríl, þar af eru þrjú- hundruð tonn frystur makríll og hitt eru sfidarafurðir.“ sagði Eyþór. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.