Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2008 Þjóðhátíðarnefnd lofar góðri dagskrá: Sjaldan meiri aðsókn TIL í SLAGINN Björn Jörundur, Óttar Proppé, Elva Ósk og Jónsi ætla að skemmta fólki á þjóðhátíðinni. Á föstudaginn efndi þjóðhátíð- arnefnd ÍBV til blaðamannafundar þar sem dagskrá þjóðhátíðar var kynnt. Þar kom fram mikil bjartsýni vegna þjóðhátíðarinnar 2008 enda telur nefndin að dagskráin sé bæði fjölbreytt og góð. Þar mætir einvala- lið hljómsveita og skemmtikrafta, bæði þrautreyndir þjóðhátíðarjaxlar og listamenn sem aldrei hafa áður skemmt í Herjólfsdal.. Blaðamannafundurinn var með nokkuð sérstöku sniði því byrjað var á stuttri bátsferð í Klettshelli þar sem Bjarni Ólafur Guðmundsson, kynnir þjóðhátíðar, greindi frá því helsta sem verður í boði. Mætt voru Björn Jörundur úr Ný danskri, Jónsi úr í svörtum fötum, Óttar Proppe úr Dr. Spock og Elva Ósk Ólafsdóttir, úr Heimilistónum. Elva Ósk flytur auk þess hátíðarræðu þjóðhátíðar- innar í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, tals- maður þjóðhátíðamefndar, sagðist líka óvenju bjartsýnn á góða aðsókn. Pantanir í flugi væm meiri en áður hefði þekkst og aðeins væri laust í næturferðir Herjólfs í þjóðhátíðar- vikunni. „Ég hef rætt við bæði full- trúa Flugfélags Vestmannaeyja og Flugfélags Islands og báðir segjast ekki muna aðra eins eftirspurn. „Árni Gunnarsson, hjá FI, segir þetta algjöra sprengju. Búið er að setja upp 18 ferðir á mánudeginum eftir þjóðhátíð sem er besti mæli- kvarðinn á aðsókn. Gestir eru að koma til Eyja alla þjóðhátíðarvikuna en langflestir vilja komast til baka á mánudeginum. Er upppantað í 17 vélar en þeim verður fjölgað eftir þörfum. Óg þetta eru allt greiddir rniðar," sagði Tryggvi. Hann sagði kveða við sama tón hjá Valgeiri Arnórssyni hjá FV. „Hann man ekki aðra eins eftirspurn og sama er að segja um Herjólf. Þar er aðeins laust í næturferðir.“ Tryggvi segir að dagskráin hafi sjaldan eða nokkurn tíma verið glæsilegri. „Það er sama hvar gripið er niður, það eiga allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi í Herjólfsdal á hátíðinni í ár. Helstu hljómsveitirnar eru I svörtum fötum, Land og synir sem verða á Húkkaraballinu og Ný dönsk sem verður með tónleika á laugardagskvöldinu. Á undan leika Hoffman sem hafa fengið Sigríði Guðnadóttur í lið með sér. Sama kvöld verður glæsileg dagskrá þar, sem Raggi Bjarna og Jónsi prufukeyra dagskrá sem þeir verða með á Borginni í haust. Til að fá Eyjabragðið verður Obbi með þeim. Þá munu Bubbi og Páll Óskar hita upp fyrir Brekkusönginn. Á Litla pallinum leika m.a. Eyja- hljómsveitimar Tnkot og Dans á rósum.“ Barnadagskráin hefur stöðugt fengið meira vægi og Tryggvi segir að ekki verði slegið slöku við í ár. „Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma brennunni, flugeldasýningunni og Brekkusöngnum sem verða á sínum stað og er fyrir alla.“ Tryggvi vildi að lokum vekja athygli á öflugri innmkkun. „Auk þess verður fólk frá okkur á vappi inni í Dal og mega gestir eiga von á að verða stoppaðir og beðnir um að sýna armböndin." Taka upp köll háhyrninga Hópur fólks hefur dvalið í Vestmannaeyjum í nokkra daga til þess að reyna að taka upp hljóð úr háhyrningum. Hópurinn hefur haft aðstöðu í Rannsóknarsetrinu og hefur notið aðstoðar frá Páli Marvin Jónssyni. Fréttir tóku Marjenu Rasmussen tali en hún kann mjög vel við Vestmannaeyjar. „Rannsóknin hefur gengið vel, við höfum átt tvo mjög góða daga og tekið upp mikið. Páll Marvin hefur hjálpað okkur mikið og farið með okkur út á bátnum til að finna hvalina. Ég kann vel við mig hér í Vestmannaeyjum, fólkið hér er afar hjálpsamt og höfum við notið að- stoðar frá mörgu góðu fóiki. Það má nú líka segja að Vestmannaeyjar séu draumastaður hvalaskoðara þvf það er mikið af hvölum hér og auðvelt að komast að þeim.” Majena hefur mikinn áhuga á hljóðunum sem háhyrningurinn gefur frá sér þegar hann er að veiða og vonast til þess að ná upptökum af því. „Ég hef mikinn áhuga á veiðihljóðunum úr háhyrningnum og það yrði alger draumur að ná að hljóðrita það en það gæti orðið svolítið erfitt og mun krefjast mikillar þolinmæði.” MARJENA, til hægri, ásamt Philippe samstarfskonu sinni. Hrina gjaldþrota gengur yfir landið: Ekki hægt að mæla fjölgun í Eyjum Ríkisútvarið fjallaði á þriðju- dagskvöld um hrinu gjald- þrota sem gengur nú yfir. I frétt á ruv. is í gær, miðviku- dag, segir að nokkur hundr- uð fyrirtæki hafi verið lýst gjaldþrota og lýst eftir kröfum þeirra sem telja sig eiga eitt- hvað inni hjá fyrirtækjunum. „Frá og með deginum í dag til 15. september, lýkur kröfu- fresti í rúmlega 200 gjaldþrota fyrirtæki. Þetta eru nánast allt fremur smá fyrirtæki, einka- hlutafélög í margs konar rekstri,“ segir í fréttinni. Ennfremur segir að í Lögbirt- ingablaðinu sé lýst eftir kröf- um í 19 önnur fyrirtæki „Þetta eru fyrirtæki víða um land, útgerðarfyrirtæki, verktaki, veitingarekstur, fiskverkun, tölvuþjónusta og fleira,“ segir á ruv.is Fréttir leituðu upplýsinga hjá Héraðsdómi Suðurlands um stöðuna í Eyjum og þá kom fram að tvö fyrirtæki hafa verið lýst gjaldþrota að beiðni Sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á þessu ári. Ein beiðni um gjaldþrotaskipti liggur fyrir en úr þcssum töl- um er ekki hægt að lesa um vísbendingu um aukningu milli ára. Landeyjahöfn: Undirbún- ingur í fullu gangi Suðurverk í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í hafnargerð og vegalagningu við Bakkafjöru . Tilboðið hljóðaði upp á 1 millj- arð, 867 þúsund krónur, eða rétt rúmlega 60 prósent af kostnaðaráætlun. Siglingastofnun og Vegagerðin sjá um að semja við fyrirtækið og samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun verður skrifað undir á næstu dögum. Fram- kvæmdir við verkið eru ekki hafnar en undirbúningur í fullum gangi. Eyfi syngur í Golfskálanum Eyjólfur Kristjánsson, tónlist- armaður ætlar að halda tón- leika í Golfskálanum laugar- daginn 26. júlí. Eyjólfur ætti að kannast vel við sig þar enda kylfingur góður og hefur komið á nokkur mót í Vestmannaeyjum. Eyfi mun flytja öll sín bestu lög en í fréttatilkynningu er spurt hvort Þorsteinn Hallgríms muni syngja bakraddir með Eyfa. Fréttatilkynning Úigefandi: Eyjasýn ehf. 480278-054!) - Vpstmannaeyjmn. Ritetjóri: Ómar OarBarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsilóttir <ig Júlins lngason. fþróttir: Július Ingason. Ábyrgdarmenn: Ómar Gardarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn Eyjaprent. Vestnmnnaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 I.'!()() & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr. fi-ettir@eyjafrettir.is. Veffang: liltp/www.eyjafrcttir.is FRÉTTIR koma út alla fimratndaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjúlfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, lsjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTTIR eru prenhiðar í 2000 eintökum. FRÉTTlR crn aðilar að Samtöknm bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprcntun, hljóðritun, notkiin ljósmynda og annað er óhcimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.