Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlf 2008 Samningur Menntamálaráðuneytis og Þekkingarsetursins: Koma á upp sj ávarrannsókna- miðstöð í Eyjum - Verður hluti af starfsemi setursins HENRY P. LADING á lokasprettinum til Eyja. Ivar segir að á þriðjudag hafi verið gengið frá að setja enda- búnað á leiðsluna í Eyjum og í framhaldinu verði hún þrýstiprófuð. Kostnaður við nýju vatns- leiðsluna um 1300 milljónir -Óskað eftir aðkomu ríkisins vegna framkvæmdarinnar en fyrirtækið hefur staðið eitt að framkvæmdinni fram til þessa Lagning nýrrar vatnsleiðslu frá fastalandinu til Eyja gekk mjög vel. Skipið Henry P. Lading kom til Eyja að kvöldi 1. júlí, lagning leiðslunnar frá landi hófst 7. júlí og daginn eftir, 8. júlí var hún komin í land í Eyjum. Þessa dagana er þess jafn- framt minnsl að 40 ár eru liðin frá því að fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja. „Framkvasmdin gekk vonum fram- ar,“ sagði Ivar Atlason, tæknifræð- ingur Hitaveitu Suðumesja, þegar hann var spurður út í lagningu leiðslunnar. „Undirbúningur var mikill og síðan þegar kom að fram- kvæmdinni gekk allt upp. Lykil- atriði er að veðrið lék við okkur, ef það hefði verið leiðinlegt þá hefði það getað tafið framkvæmdir. Við fengum fjóra daga í þvflíkri blíðu og rennisléttum sjó sem varð til þess að leiðslan var lögð við bestu aðstæður. Ivar sagði að á þriðjudag hefði verið gengið frá að setja endabúnað á leiðsluna í Eyjum og í framhaldinu yrði hún þrýstiprófuð. „Þegar því verki er lokið þá verður hún afhent HS formlega. Þá er komið að því að tengja leiðsluna við okkar kerfi hér og uppi á landi. Þegar því er lokið þá er hægt að setja vatn á leiðsluna. Það er töluverð vinna eftir en við vonumst til að hafa lokið henni fyrir þjóðhátíð." Heildarkostnaður við nýju vatns- leiðsluna er talinn vera um 1300 milljónir. Ivar sagði að HS hefði óskað eftir aðkomu ríkisins vegna framkvæmdarinnar en fyrirtækið hefur staðið eitt að framkvæmdinni fram til þessa. Verður önnur leiðslan þá lögð af, þ.e.a.s. sú sem hefur verið að gefa sig, síðustu ár? „Leiðslan frá 1971 verður aflögð, hún er í slæmu ástandi. Aftur á móti er leiðslan frá 1968 í mun betra ástandi og verður hún notuð áfram,“ sagði ívar. Laugardaginn 5. júlí sl. var undirrit- aður hér í Eyjum samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja. Samn- ingurinn er til þriggja ára og felur í sér fjárhagslegan stuðning kr. 15 milljónir á ári og er honum ætlað að styrkja stjórnun og þjónustu auk uppbyggingar aðstöðu í Þekkingar- setrinu og annarra verkefna. Samninginn undirrituðu þau Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Elliði Vignis- son, bæjarstjóri, formaður Þekk- ingarsetursins og Arnar Sigur- mundsson varaformaður. Þekkingarsetur Vestmannaeyja tók til starfa 1. maí á þessu ári og hefur yfirtekið þau verkefni sem Rann- sókna- og fræðasetrið hafði áður með höndum. Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun og að stofnun þess stóðu 36 aðilar innanbæjar og utan. Að sögn Amars Sigurmundssonar, sem flutti ávarp við undirritun samningsins, var eitt af fyrstu verk- efnum í undirbúningi að stofnun ÞSV að eiga viðræður við mennta- málaráðaráðherra um aðkomu ráðu- neytisins að þá væntanlegri starf- semi Setursins. „Allt tók þetta sinn tíma og við gerð fjárlaga 2008 var gert ráð fyrir þessum stuðningi, eti eftir var að útfæra samninginn og innihald hans. Samhliða þessum samningi var gengið frá samningi milli Visku og ÞSV um náið og víðtækt samstarf og mun Viska eins og nú annast þá þætti sem fjalla um háskólanám, símenntun, og full- orðinsfræðslu. Þessi fjárveiting er grundvöllur þess að efla starfsemi Setursins enn frekar og gerir mögu- legt að færa nokkuð út starfsemina, en núverandi húsnæði að Strandvegi 50 er löngu orðið of lítið. Þessu til viðbótar var nýlega gengið frá samningi við mennta- málaráðuneytið um 20 milljóna fjár- framlag á þessu ári til þess að koma upp sjávarrannsóknamiðstöð í Eyjum sem verður hluti af starfsemi Þekkingarsetursins. Þessi fjárveiting er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna samdráttar í þorskveiðum. Hugmyndin um væntanlega sjávar- rannsóknastöð fæddist í sam- starfsverkefni Eyjamanna og Guð- rúnar Marteinsdóttur, fískifræðings en hún hefur meðal annars stjórnað víðtækum atferlisrannsóknum á þorski. Áformað er að koma upp rannsóknaaðstöðu í Eyjum sem fyrst og búið að festa kaup á nokkrum tækjabúnaði. Stofnkostnaður við slfka rannsóknastöð er mjög mikill og mun 20 milljóna framlagið í ár einungis duga fyrir hluta af þeim kostnaði. Þetta verkefni og væntan- leg starfsemi hefur verið kynnt fyrir stjórnvöldum og þingmönnum kjördæmisins og verið gengið út frá því að starfsemin muni verða rekin í nýju húsnæði Þekkingarsetursins undir sama þaki og Náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja. Slíkt mun gefa mikla samstarfsmöguleika og geta nýst í senn sem rannsóknastöð fyrir vísindamenn og skólafólk og lifandi safn fyrir alla aldurshópa," sagði Arnar Sigurmundsson að lokum. Um helgina fór símamótið fram sem haldið er árlega. Mótið er stór framkvæmd og er keppt í fjórum aldursflokkum. Mikið var um dýrðir í ár og meðal annars kom Ingó Idol og skemmti stelpunum á kvöldvöku sem haldin var í Fífunni. Rífandi stemmning var í Fífunni og skemmtu stelpurnar ser feikna vej. Árangur Eyjastelpna var góður á mótinu en citt lið fór á vcrðalu- napall fyrir þriðja sætið. 5.f lokkur A-lið varð í 17. sæti, B- liðið í 3. Sæti og C-lið 8. sæti. Þjálfarar eru Jón Olafur Daníelsson og Karítas Þórarinnsdóttir. Sjötti tlokkur A-lið varð í 13. sæti, B-lið 1 í 4. sæti, B-lið 2 í 6. Sæti og C-lið 4. sæti. Þjálfari er Sara Sjöfn Grettisdóttir sem er hér með sínum stúlkum. Sjöundi flokkur A-liða varð í 16. Sæti og B-liðið í 6. sæti. Þjálfara eru Elísa Viðarsdóttir og Sædís Magnúsdóttir. Qóðir gcstir: Bylgjufólk stóð sig vel Bylgjan var í heimsókn í Eyjum um helgina. Þar voru mættar helstu kanónur stöðvarinnar og var útvarpað föstu- dag og laugardag. Hápunkturinn var kannski þegar Hemmi Gunn og Svansí skemmtu hlustendum á laugardaginn. Þar komu fram m.a. Dans á rósum og Tríkot og léku og sungu fyrir hlustendur. Þjóðhátíðin var vel kynnt og var m.a. útvarpað frá blaðamannafundi þjóðhátíð- amefndar á föstudaginn. Slysið í Liscbcrg skcmmtigarðinum í Gautaborg: Eyjakrakkar voru komnir heim á hótel Fótboltamótið Gothia Cup stendur nú yfir í Gautaborg þar sem Liseberg skemmti- garðurinn er. Alvarlegt slys varð í garðinum á þriðjudaginn þegar vagn í regnbogatækinu féll til jarðar. Fjöldi íslenskra ungmenna tekur þátt í mótinu og vom mörg þeirra í Liseberg í dag en ekki er annað vitað en að íslending- arnir séu heilir á húfi. Olafur Týr Guðjóns- son, fararstjóri ÍBV í ferðinni, sagði alla Vestmannaeyinga hafa verið komna heim á hótel þegar slysið varð um hálfsjö leytið að staðartíma. Auk ÍBV eru þarna unglingar frá KR, Fylki, FH, Leikni og HK. Ólafur Týr sagðist ekki vita enn hvort einhverjir Islendingar hefðu átt þama í hlut en fararstjórar vom á leiðinni á fund þegar blaðamaður talaði við hann. Á fjórða tug manna var í hringekjuvagn- inum sem féll til jarðar. Fjórtán vom fluttir á sjúkrahús og þar af em tveir taldir alvarlega slasaðir. www.mbl.is greindifrá. Pjóðhótíðarnefnd: Efni í þjóðhátíðarblað Ef einhveijir hafa áhuga á að koma með áhugavert efni, myndir eða viðtöl í Þjóhátíðarblaðið þá er þeim bent á að senda efni sem og fyrirspumir á handbolti@handbolti.is. Áhugavert efni, viðtöl og myndir munu síðan birtast í Þjóðhátíðarblaði ÍBV sem út kemur skömmu fyrir þjóðhátíð. Athugið að myndimar þurfa að vera í góðri upplausn svo hægt sé að nota þær. Ritstjóm Þjóðhátíðarblaðsins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.