Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Síða 1
Bílaverkstæðið BrACGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 30. tbl. I Vestmannaeyjum 24. júlí 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is STÁTINN stelkur Mynd Sísí. Bjarnólfur Lárusson til ÍBV Á miðvikudagsmorgun staðfesti IBV að Bjamólfur Lárusson væri genginn til liðs við félagið á ný. Bjamólfi er ætlað að taka við miðjuhlutverkinu af Brasilíu- manninum Italo Jorge Maciel sem fór frá félaginu vegna persónu- legra ástæðna en hann spilaði á köflum afar vel. Bjamólfur sagði fyrir sumarið að hann byggist ekki við að spila j sumar en þegar forráðamenn ÍBV báðu hann um að koma, brást hann vel við og tók áskoruninni. Bjarnólfur hefur leikið með KR undanfarin ár. Þessi 32 ára gamli leikmaður þekkir vel til IBV en hann fór frá IBV til KR haustið 2004. Bjarn- ólfur ólst upp hér í Vestmanna- eyjum og spilaði upp alla yngri flokka félagsins. Hann hefur spilað 123 leiki fyrir ÍBV og skor- að í þeim sautján mörk. í viðtali við vefmiðilinn fotbolti.net sagði Bjarnólfur að hann hlakkaði til að byrja í boltanum á ný og litist vel á að geta rétt fram hjálparhönd í Eyjum. „Eg hef ekki snert fótbolta síðan ég spilaði seinasta leik síðasta sumar svo það verður bara að koma í ljós hvemig formið er. Mér líst vel á að geta rétt fram hjálp- arhönd í Eyjum, þeir hafa verið að missa leikmenn en hafa staðið sig geysilega vel í sumar.“ Bjamólfur er kærkomin viðbót við hið unga og efnilega lið Eyja- manna og það verður gaman að sjá Eyjapeyjann sýna hvað í honum býr á Hásteinsvelli á ný. / Islandsmótið í golfi hefst í Eyjum í dag íslandsmótið í höggleik í golfi hefst í dag en það er að þessu sinni haldið í Eyjum og er hluti af hátíðahöldum Golfklúbbs Vest- mannaeyja í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Keppendur em 130 talsins, 113 í karlaflokki og 17 í kvennaflokki og flestir, ef ekki allir, bestu kylfingar landsins em mættir til leiks. Fimmtán keppendur eru frá GV, allir í karlaflokki. Leiknir verða fjórir hringir, eða 72 holur og lýkur mótinu á sunnudag. Allur undir- búningur hefur gengið mjög vel og völlurinn í sínu besta standi en því miður er veðurspáin ekki hag- stæð. Nánar verður greint frá mót- inu í næstu Fréttum en þetta er síðasta mótið í Eyjum fyrir þjóðhátíð. Lundinn ber síli í ungann en ekki drasl eins og undanfarin ár: Veiðin aðeins brot af því sem eðlilegt er -Lítur þó betur út en áður - Það er hins vegar lítil veiði - Ungi fuglinn sést varla ennþá - Vantar greinilega árganga inn í Lundaveiðitímabilið hófst 10. júlí og stendur til mánaðamóta en hefðbundið lundaveiðitímabil var stytt vegna þess hvað lundanum hefur gengið illa að koma pysjunni upp síðustu ár. Helsta skýringin er skortur á æti fyrir pysjuna. Lundastofninn var talinn í hættu og allt bendir til þess að lundinn hafi yfirgefið holuna áður en hún komst á legg. Pysjur sáust varla árin 2005 og 2006 en ástandið var heldur skárra í fyrra. Þróun í þessa átt getur hafa hafist fyrr, en litlar rannsóknir hafa verið gerðar á pysjustofninum og sflastofninum fyrr en undanfarin ár og því lítið til af rannsóknum til samanburðar. Lundakarlar í úteyjum hafa góða yfirsýn yfir ástandið og fylgjast grannt með hegðun lundans og pysjunnar. Þeim ber saman um að ungfugl vanti, sem er í takt við pysjudauða undanfarinna ára, en þeir verða líka varir við að lundinn er að bera sfli í pysjuna sem þeir vonast til að beri vott um betri tíð hjá stofninum. Rannsóknir á sand- sfli í sumar benda til að mun meira sé af eins árs sfli í ár en í fyrra. „Ástandið er allt annað varðandi sflið," sagði Halldór Sveinsson þegar hann var spurður út í horfur og veiði í Álsey. „Lundinn er að bera sfli í ungann og ekki drasl eins og undanfarin ár þannig að þetta lítur betur út en áður. Það er hins vegar lítil veiði, ungi fuglinn sést varla ennþá og eins og vanti ár- ganga inn í þetta eins og talað hefur verið um. Veiðin er aðeins brot af því sem eðlilegt er,“ sagði Halldór. Ivar Atlason, Elliðaeyingur, sagði mikið af fugli í brekkum en mjög lítið á flugi við brún. „Það vantar alveg ungfuglinn svo þetta verði einhver magnveiði. Við veiddum 400 fugla einn daginn og hann var aldursgreindur og yfir 300 fuglar voru sex ára og eldri. Það vantar tveggja, þriggja og fjögurra ára fugl inn í þetta. Hins vegar virðist fuglinn vera að bera í pysjuna og við sáum ritu í brekkum sem segir okkur að hún er að tína í sig sfli. Við sáum líka kjóa en við höfum ekki séð hann í nokkur ár. Það er jákvætt og vonandi kemst stofninn í jafnvægi eftir nokkur ár. Omar Stefánsson, Bjamareyingur tók í sama streng og sagði lítið um ungfugl. Þetta á kannski eftir að breytast, við höfum svo sem séð þetta áður en útlitið er ekki gott. Hann gæti komið upp en það hefur lítið sem ekkert verið veitt hjá okkur. Það vonlaust að sitja yfir þessu þegar ungfuglinn er ekki, menn eru þá bara að veiða byggð- arfuglinn," sagði Ómar en lunda- veiðimönnum, sem rætt var við, bar öllum saman um að ungfuglinn vantaði. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR nelÉhamar VÉLA-OG BÍLAVERKSTÆÐI <&) ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.