Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 ENDURBÆTUR voru gerðar á stæðum undir hvítu tjöldin í sumar sem skila fleiri tjaldstæðum og hættan á að enda með hæð eða hól inni í tjald- inu heyrir nú sögunni til. Þessa skemmtulegu mynd tók Óskar Pétur af hátíðarsvæðinu og er brennan á Fjósakletti neðst á henni. Undirbúningur í Herjólfsdal gengur vel - Líka unnið að smíði í bænum: Heyra slagsmál um tjald- stæði sögunni til? -Hvergi er að sjá hóla og hæðir eftir endurbætur á efra svæðinu og 40 ný tjaldstæði Undirbúningur í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð stendur sem hæst. Hvert mannvirkið af öðru rís í Dalnum og önnur eru í smíðum vítt og breitt um bæinn þannig að þó einhverjum finnist hægt ganga er verkið lengra komið en virðist við fyrstu sýn. Mikið tjón varð á þjóðhátíðarmann- virkjunum þegar kviknaði í þeim í vor. Er unnið að viðgerðum og smíði á því sem eyðilagðist og skemmdist og gengur það vel. Núna þegar lokaspretturinn er framundan vantar fleira fólk því enn er margt handtakið eftir. Endurbætur voru gerðar á stæðum undir hvítu tjöldin í sumar sem skila fleiri tjaldstæðum og hættan á að enda með hæð eða hól inni í tjaldinu heyrir nú sögunni til. „Undirbúningur gengur vel en það er alltaf sama baráttan við að fá fólk til að hjálpa okkur. Það var tals- verður hópur sem kom um helgina en við hefðum viljað sjá fleiri,“ sagði Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar- nefndar þegar hann var spurður um ganginn í þjóðhátíðarundirbún- ingnum. „Það er þó ekki allt sem sýnist inni í Dal því það er verið að vinna á nokkrum stöðum úti í bæ. Dæmi um það eru myllan og litla sviðið sem fóru illa út úr brunanum. Litli pallurinn er að verða klár og hefur aldrei verið eins flottur. Viktor rakari Ragnarsson, bassaleikari Dans á rósum, þarf ekki að hafa áhyggjur því nú getur hann staðið fremst á sviðinu án þess að blotna. Stóra sviðið er komið upp nema aftasti gámurinn þar sem aðstaða er fyrir starfsfólk. Hann skemmdist mikið og eru smiðir að vinna í honum.“ Tryggvi Már sagði að auðvitað yrði allt klárt þegar hátíðin verður sett á föstudaginn 1. ágúst en um leið benti hann á að margar hendur vinna létt verk. „Þannig að ég skora á alla sem hafa tíma að mæta í Dalinn og hjálpa okkur. “ í mörg ár hefur slagur um tjald- stæði í Dalnum verið hluti af þjóðhátíðarundirbúningnum. Þjóð- hátíðarnefnd hefur auglýst hvenær byrja má að tjalda en sjáist tjaldsúla á ferðinni verður allt vitlaust og annar hver bíll í bænum stormar í Dalinn. Hefur ýmislegt fokið í orðaskiptum manna á milli og stundum hafa hnefar verið á lofti. Nú ætti þetta að vera liðin tíð því í vor var efri flötin sléttuð. Hvergi er að sjá hóla og hæðir sem stundum enduðu inni í tjaldi og urðu tilefni deilna þegar þurfti að flytja tjöldin til. „Þessi framkvæmd tókst vel og er allt annað að sjá svæðið sem er orðið nánast alveg slétt,“ sagði LITLI pallurinn hífður á sinn stað. Tryggvi Már. „Tjöldin eru að stækka og þeim er að fjölga þannig að þetta var orðið löngu tímabært. Við þetta fjölgar tjaldstæðum um 40 og færast syðstu göturnar nær hlaupabrautinni. Þannig nýtist svæðið betur og við bætum við einni götu. Svo er næsta mál að lagfæra neðra tjaldsvæðið, og vonumst við til að geta farið í það næsta vor. Allt er þetta liður í þeirri stefnu okkar að gera aðstöðuna betri á hátíðar- svæðinu og ekki veitir af nú þegar stefnir í metaðsókn að þjóðhátíð- inni,“ sagði Tryggvi Már að end- ingu. Net vill selja hús sitt ^við Hlíðarveginn: Öll starf- semin inn á Eiði I Vaktinni í síðustu viku er hús- næðið Hlíðarvegur 5, þar sem Net hf. hefur verið til húsa í áratugi, auglýst til sölu. Net, sem einnig er með aðstöðu inni á Eiði er með hugmyndir um að sameina rekst- urinn á einum stað ef húsnæðið selst. „Við stefnum að því að fara á einn stað og það munum við gera ef hægt er að selja húsið okkar við Hlíðarveginn. Það er í alla staði hagstæðara að vera á einum stað og eins er húsnæði okkar óþarflega stórt,“ sagði Hall- grímur Júlíusson, einn eiganda Nets. „Við erum með vilyrði fyrir lóð austan við húsið okkar á Eiðinu. Þar gætum bætt við einu bili og flutt starfsemina af Hlíðar- veginum, þar sem við erum með trollviðgerðir," sagði Hallgrímur. Hann sagði að miklar breytingar hefðu orðið hjá netaverkstæðum í Vestmannaeyjum á undanfömum árum og starfsmönnum hefur fækkað. Þegar mest var voru á milli 40 og 50 manns hjá Netagerð Ingólfs og rúmlega 20 í Net. Núna eru sex til sjö hjá Net og fjórir hjá ísneti þar sem áður var Netagerð Ingólfs. Auk þessu eru netagerðarmenn hjá Nethamri og Vinnslustöðin og Bergur- Huginn eru með eigin verkstæði en samanlagt eru starfsmenn ekki nema lítill hluti af því sem var þegar umsvifin voru hvað mest hér í Eyjum. Húsnæðið við Hlíðarveginn er 980 fm á tveimur hæðum, hvor hæð 490 fm. Húsið er steinsteypt byggt árið 1966. Brekkustólarnir frábæru komnir Brekkustólarnir frábæru eru komnir aftur fyrir þjóðhátíðina. Stólamir seldust upp í fyrra, en nú er komin ný sending. Því miður hafa gengismál sett nokkurt strik í reikninginn, og innkaupsverðið heftr hækkað mikið. Því hefir verið mætt að nokkru leyti með lægri álagningu bæði frá umboðsmönnum og sölufólki IBV, 5. fl. kvenna, sem sér um söluna. Verðið er 2200 kr. fyrir hvem stól. Guðni tekur við af Steingrími Á sunnudaginn klukkan 3:00 er hátíðarsamko- ma í Hvíta- sunnukirkjunni þar sem fer fram innsetning nýs forstöðu- manns safn- aðarins, Guðna Hjálmarssonar. Snorri Oskarsson, Vörður Traustason og fleiri taka þátt í samkomunni. Kaffiveitingar að samkomu lokinni. I tilkynningu segir að allir éu hjartanlega velkomnir. Guðni tekur við af Steingrími Jónssyni. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmaiinaeyjum. Bitstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamcnn: (íuBbjörg Sigurgeirsdóttir og Jítlíus Ingason. íþróttir: .h'ilíus Ingason. Ábyrgdarmenn: Ómar Gardarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjapivnt. Vestmannaeyjum. Adsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 lilOO & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frottir@eyjafrottir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉ'iTiB koma út alla fimmtudaga. Illailiö er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistínum, Toppnum, Vöruval, Hcrjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun II-II og Skýlinu í Friðarböfn.. FRÉTTEB eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTITR eru aðilar ad Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprontun, hljóðritun, notkun ljósmynda og aunað er ólioimilt nema heimilda sé getíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.