Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 Blogghelmar Georg Eiður Arnarson: Lundafréttir Eyjamaður vlkunnar: Alltaf gaman að vinna strákana í Fréttum á fimmtudaginn er grein eftir Egil Amgnms- son, undir heitinu Sjarminn dofnar. Þama er Egill að senda bæjarstjóm- inni tóninn (sýnist mér) fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að banna frjálsar veiðar á heimaland- inu og neyða menn til að stofna félag. Eg get tekið undir þessa grein hjá honum að mestu leyti, en langar þó að benda á hluti sem að ég veit ekki hvort að Egill gerir sér grein fyrir. Eins og t.d. að varðandi veiðikort, þá eru þetta einfaldlega landslög sem hafa verið í gildi í nokkur ár, en því miður er ljóst að talsverður fjöldi manna hefur ekki sinnt því, og þarf því núna að kaupa sig inn á námskeið til þess að fá þetta leyfi. Þetta er einfald- lega trassaskapur og ég held að menn geti lítið annað en kennt sjálfum sér um. Einnig gagnrýnir hann stofnun veiðifélags á Heimaey og að til þess að ganga í félagið, þurfi menn að borga eingreiðslu 20 þús. krónur. Það getur vel verið að ein- hverjum finnist þessi upphæð frekar há, en það skal tekið fram, að ákvörðunin um þessa upphæð var tekin áður en við vissum um hversu hátt gjald Vestmannaeyjabær færi fram á og er mér mikil ánægja af því að upplýsa það, að miðað við þann fjölda sem nú þegar hefur skráð sig, þá eigum við sennilega nú þegar inni á reikningi fyrir greiðslu næsta árs (ef fyrirkomulag- inu verður ekki breytt). Mig langar líka að benda honum á, að í mörg- um veiðifélögum í Eyjum eru jafn- vel dæmi um það, að sumir veiði- menn veiði jafnvel nokkur þúsund lunda á hverju sumri, en fái ekki nema rétt jafnvel í soðið út úr því sjálfir, því að félagið á alla veiðina. Þannig verður þetta ekki hjá okkur, en í þessum samanburði finnst mér 20 þús. krónur ekki vera hátt gjald, en ítreka það að enginn af okkur bað um þessar breytingar, þær voru samþykktar af bæjarstjórninni með öllum greiddum atkvæðum og var enginn á móti. Gísli Hjartarson: Ánægður með þoku og rigningu segja í öll þau skipti sem ég heyri um þessa fellibylji sem berja á hinum og þessum löndum þá fæ ég svona sting í magann því ekki myndi ég vilja lenda í þessu veðurfyrirbæri, síður en svo. Það blæs nú oft hér á skerinu fagra í suðri en það er nú mun skárra en þetta hvirfilbyljafyrirbæri, meira að segja blæs oft svo hressilega á Fjólugötunni hjá mér að maður heldur að kofinn færist jafnvel úr stað en til þess hefur nú aldrei komið. Og núna þegar hefur verið þoka og rigning í 2 daga er ég mjög sáttur og finnst þetta mjög þægilegt öðru hvoru, stóð t.d. í bílskúrs- dyrunum í einar 30 mínútur í gærkvöldi þegar ég var búinn að sópa út og gera klárt fyrir næstu skref í framkvæmdunum í kjall- aranum og dáðist að þokunni og úðanum og því að skyggni var nánast ekkert - þetta var fullkomið - eitthvað svo hlýtt og notalegt. ..en svo rofar sennilegast til fljótlega og þá kemur kannski sólarglæta ... ég er ekki að grínast þegar ég segi að mér finnst unaðslegt að rölta í þoku og þéttum úða um götur míns fagra heima- bæjar... Það verð eg að Sign'ður Lára er Eyjamaður vikunnar. Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur staðið sig frábærlega í golfinu í sumar. Síðasta afrek hennar var að ná þriðja sætinu í Holukeppni ung- linga. Nafn: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sísí Lára. Fæðingardagur: 11. mars 1994. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Garðar og Rinda og svo á ég einn bróður sem heitir Sæþór. Draumabfllinn: Eg veit nú ekki mikið um bíla, en ég væri til í að fá einn Golf Gti, eða vera á mótor- hjóli. Uppáhaldsmatur: Allt sem mamma eldar. Versti matur: Ég er ekki enn búin að smakka hann. Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net og kylfingur.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara svona stelputónlist. Aðaláhugamál: íþróttir, þ.e.a.s. fótbolti, handbolti, golf, fjölskyld- an, vinir og ferðast. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það eru nú margir, Ronaldinho, Ronaldo, Gerrard, Torres og Tiger Woods. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar, Taíland og Búlgaría. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV, svo held ég upp á marga íþróttamenn, eins og Torres, Hermann Hreiðars, Tiger Woods og Margréti Láru. Ertu hjátrúarfull: Hvað er það? Stundar þú einhverja íþrótt: Já, fótbolta, handbolta og golf. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bara grínþættir, horfi annars voða lítið á sjónvarp. Hvenær byrjaðir þú að stunda golf: Ég var átta ára. Ertu ánægð með aðstöðuna í Vestmannaeyjum: Já, hún er mjög góð, ég get alltaf farið í golf, án þess að panta rástíma og það er mjög gott að vera hér, góðir vallar- starfsmenn sem sjá um völlinn sem er gott. Ég væri samt alveg til í að fá knattspymuhús, en það er eigin- lega ekki neitt sem ég er óánægð með, þetta er fínt eins og það er. Hvað er mest spennandi við golfið: Bara allt, þetta er ekki bara að slá eina kúlu, heldur líka bara að hafa gaman af þessu og maður getur alltaf bætt sig, því æfingin skapar meistarann. Ég hef líka verið dugleg að æfa mig og það skilar sér, félagsskapurinn er mjög góður, strákamir em mjög fínir og það er alltaf gaman að vinna þá, hehe. Það var líka maður sem sagði mér að eiginlega væri það 50% félagsskapurinn sem skipti máli. Matgozðingur vikunnar: Grænmetisbaka a la Halldór Ingi Halldór Ingi Guðmundsson tók áskorun bróður síns, Bjama Olafs, um að bjóða upp á úrvalsuppskrift. Er það grænmetisbaka ala Halldór Ingi. Hráefni: 2 msk. ólífuolía 1 sæt kartafla, skorin í skífur. 2 -3 stilkar sellery í skífum. 1 msk. ferskt engifer. 1 zukkíni í skífum. 4 gulrætur í skífum. 1 paprika söxuð í litla bita. U.þ.b. 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 askja PHILADELPHIA LIGHT HVITLÖK/URTER RJÓMAOSTUR '/2-1 glas FILIPPO BERIO GRÆN PESTO SÓSA 1-2 msk. THAI SWEET CHILI SAUCE eftir smekk Halldór Ingi Guðmundsson er matgœðingur vikunnar. Láta allt á pönnu, krauma og mýkja þar til grænmetið er orðið mjúkt. Setja í eldfast fat og setja rifinn ost og parmesanost og svo DURKEE GARLIC ROMAN. SPRINKLE sáldrað yfir og sett undir grill í 5 mín. til að fá fallegan brúnan lit og ostinn örlítið stökkan. Gott með fiski eða kjöti einnig sem aðalréttur með góðu brauði, fínt í tjaldið á þjóðhátíð. Þetta er meinhollur andskoti og það má graðka þessu í sig eins og enginn væri morgundagurinn. Hráefnið fæst væntanlega allt í Vöruvali á góðu verði. Ég skora á Daða Garðarsson í að tefla fram næstu uppskrift. Kveðja, Halldór Ingi. Mynd óskast: Brátt fer í gang það þarfaverk að taka upp þráðinn sem niður féll við skráningu listaverkasafns Vestmannaeyja. Ætlunin er að gera svo ítarlega grein fyrir listaverkunum, sögu þeirra og listamönnunum sem nokkur kostur er og hafa samantektina á góðum og áberandi stað í nýjum Sagnheimum. Nú er okkur einn vandi á ferðum. Sá er að vita betur og þó enn fremur að eignast mynd af listamanninum Axel Einars- syni. Helgi Pálmarsson kom færandi hendi 27. mars sl. og gaf safninu fádæma fallega mynd eftir Axel sem hér er prentuð. Frá þeim tíma höfum við leitað að mynd af listamanninum, en ávallt gripið í tómt. Nú er leitað á náðir lesenda Frétta ef nokkur lúrir á mynd af Axel eða geti frætt okkur nánar um þann góða lista- mann. Sem fyrr er vinsamlegast beðið um að hjálpsamir komi á Bókasafnið eða hringi í síma 481 1184. Kirkjcir bazjarins: Landakirkja Laugardagur 26. júlí Kl. 11.00. Útför Margrétar Ágústu Ágústsdóttur. Sunnudagur 27. júlí. 10. sunnu- dagur eftir þrenningarhátíð. Kl. 11.00. Guðsþjónusta í Stafkirkjunni. Á síðasta sunnudegi fyrir þjóðhátíð hefur skapast sú venja að þann sunnudag sé messað í Stafkirkjunni og er þeirri venju að sjálfsögðu viðhaldið. Védís Guðmundsdóttir og Ámi Óli annast hljóðfæraleik og söng. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 14.00. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Védís og Ámi annast hljóðfæraleik og söng. Sr. Guðmundur Öm Jónsson prédikar. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 24. K1 kl. 20:30 Bænaganga, skipum okkur í skarðið. Laugardagur 26. Engin samkoma! Sunnudagur 27. 7 kl. 13:00 Hátíðarsamkoma inn- setning nýs forstöðumanns safn- aðarins, Guðna Hjálmarssonar. Snorri Óskarsson, Vörður Trausta- son og fleiri taka þátt í samkom- unni. Kaffiveitingar að samkomu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.