Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 SKRIÐA eða stór björg höfðu fallið yfir gönguslóðann sem var utan í fjallinu og þverhnípt niður. Leiðsögumennirnir úrskurðuðu að leiðin væri fær, fóru upp á bjargið og hífðu hverja og eina upp og allt gekk vel. Alvöru fjallaklifur á hæsta tind Slóveníu -Guðbjörg Sigurgeirsdóttir segir frá nýjustu afrekum gönguhóps kvenna sem flestar eru frá Vestmannaeyjum og hafa lagt að baki hverja gönguleiðina af annarri um óbyggðir íslands - Nú var í fyrsta skipti haldið til útlanda og hugmyndin að því að fara til Slóveníu og ganga á Triglav fæddist í skála á Arnarvatnsheiði Ferðasaga Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafretli r. is Hugmyndin að því að gönguhóp- urinn færi til Slóveníu og gengi á Triglav fæddist í skála á Arnar- vatnsheiði. Hugmyndir eru til alls fyrst og þann 8. júní var hópurinn kominn til Trieste á Ítalíu þar sem Jón Örn Kristleifsson, fararstjóri og skipuleggjandi ferðarinnar, tók á móti okkur. Við héldum áleiðis til Bled, sem er algjör paradís á jörð, og á leiðinni skoðuðum við hellana í Postojna og kastalann Predjamski Grad. Daginn eftir skoðuðum við Bled vatnið, fórum út í eyna og upp í Bled kastalann sem er 1000 ára gamall. Þann 10. júní var stóra stundin runnin upp því þá hófst gangan á Triglav en fjallið er þjóðartákn Slóvena og tilheyrir Júlíönsku Ölpunum. Goðsögn í Slóveníu Hópurinn lagði af stað með rútu frá hótelinu kl. 06.00 um morguninn og leiðin lá upp á Pokljuka sléttuna fyrir ofan Bled en þangað var u.þ.b. klukkutíma akstur. Þrír fjallaleið- sögumenn tóku á móti okkur og fylgdu á fjallið. Þeir voru ekki af verri endanum en einn þeirra Stane Klemenc er nánast goðsögn í Slóveníu. Hann hefur farið á helstu fjöll í heiminum og gengið á Norður- og Suðurpólinn, yfir Græn- landsjökul og er nú að undirbúa nýjan Grænlandsleiðangur en sam- hliða ferðinni verður unnin heim- ildamynd. Auk hans voru Marijan Manfreda og Tomaz Jakofcic með okkur, báðir þekktir og reyndir fjallamenn. Gönguhópurinn úr Vestmannaeyjum var því ekki með neina smájaxla með í för enda dugði ekkert minna til. Gengið eftir skógar- stígum Við hófum gönguna kl. 7.00 í um 1400 metra hæð, gengum upp skógi vaxnar hlíðar en skógarbeltið teygði sig hátt upp til fjallanna og síðan tóku kalksteinshlíðar við. Leiðin lá eftir stígum í skóginum þar sem blómaskúð gladdi augað og mikill og fallegur gróður allt í kring. Við gengum tiltölulega stöð- ugt upp í mót eftir skógarstígum og komum þar sem þjóðgarðurinn byrjar en Triglav og svæðið í kring er friðað. Þar gerðum við stuttan stans og gáfum okkur tíma til að borða ávöxt eða eitthvað orkuríkt til að halda dampinum. Eftir að hafa farið um Studor skarðið sem er í tæplega 1900 metra hæð tók við þægileg og falleg leið og áður en við vissum af vorum við komin að skálanum Vodinkov Dom. Skálinn var ekki opinn en við stoppuðum í góðan hálftíma, borðuðum nesti og nutum þess að vera til, í þessu fagra og notalega umhverfi. Eftir að við höfum farið um Vemar hæðina tók við Konsjsko hásléttan en eftir því sem ofar dró breyttist umhverfið enda gengum við upp úr skóginum og við tóku grýttir slóðar eftir nær gróðurlausum fjallshlíðum. Björg eins og þak yfir slóðann Við gerðum stuttan stans einu sinni enn við krossgötur þar sem leiðir lágu í þrjá skála. Við stefndum á Triglavski Dom sem var breyting frá upphaflegu plani því fyrri áætlun gerði ráð fyrir að við gistum í skálanum Dom Planika. Hins vegar er svæðið yfirleitt ekki opnað fyrr en seinni partinn í júní eða í byrjun júlí en þessi breyting varð til þess að við gengum lengra en í fyrstu var áætlað. Leiðin lá nú eftir grýttum slóðum og upp klettabelti. Við hittum fyrir gönguhóp sem kom á eftir okkur og ákvað að fara aðra leið, enda hafði hópurinn fengið upplýsingar um að hún væri ófær. En af því við vorum með bestu leiðsögumenn landsins fóru Stane og Tómas á undan til að kanna leiðina og úrskurðuðu að hún væri fær. Skriða hafði fallið yfír gönguslóðann sem var utan í fjallinu. Reyndar voru það björg sem voru eins og þak yfír slóðann og þverhnfpt niður. Leiðsögumennirnir fóru upp á bjargið og hífðu hverja og eina upp og þá var um að gera að líta ekki niður. Allt gekk vel og allar rólegar. Sumar fundu fyrir hreyfingu á bjarginu en reynt var að passa að ekki fleiri en tvær til þrjár væru uppi á bjarginu í einu, svo var ekkert annað að gera en að renna sér niður á rassinum aftur. Eftir þetta tók við klöngur og sums staðar höfðum við stuðning af vírum sem voru boltaðir í bergið og á verstu köflunum voru jámfest- ingar, líkt og stórir naglar, til að halda í. Sums staðar voru þrep höggin í bergið og þá var farið upp einstigi. Síðasti áfanginn var erfíður, ekki síst fyrir þær sem fundu fyrir doðatilfmningu í fótum og slappleika en þá var hæðar- munurinn að hrella mannskapinn. Kuldafötin komu sér vel Stórum áfanga var náð þegar komið var í skálann Triglavski Dom sem er í 2515 metra hæð sem þýðir um 1100 metra hækkun frá þeim stað sem við hófum gönguna. Við vorum komnar í hús um kl. 17.00 og höfðum þá verið á göngu frá því um kl. 07.00 um morguninn, fyrir utan hádegisverðarhlé og tvær stuttar pásur. Triglavski Dom var eini skálinn sem var opinn á svæðinu. Þar er veðurathugunarstöð, kapella og ekki ntinna en tveir þyrlupallar á staðnum. Utsýnið var hreint frábært enda blíðskaparveður og tindur Triglav blasti við. Nokkrar í hópnum ákváðu að sleppa þeim áfanga enda mikið klifur á leiðinni og í sjálfu sér miklum áfanga náð þegar komið var í skála. Þegar farið er í fjallgöngu skiptir miklu að vera vel gallaður og við öllu búinn. Kuldafötin komu sér vel þegar komið var í skála enda heitara úti en inni í húsinu. Skálinn tekur þrjúhundruð manns í gistingu en við vorum nánast einu gestimir á staðnum. Skálinn hafði nýlega verið opnaður og ekki búið að gera allt klárt ennþá. Við óskuðum eftir Þrír fjallaleiðsögumenn tóku á móti okkur og fylgdu á fjallið. Þeir voru ekki af verri endanum en einn þeirra Stane Klemenc er nánast goðsögn í Slóveníu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.