Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 HAUKAR í HORNI á goslokahelgi Árni Johnsen , alþingismaður með meiru og frændur hans, Þorsteinn Ingi og Árni Sigfússynir sem báðir eru fæddir og uppaldir í Vcstmannaeayjum. Þar eiga Eyjamenn góða að. Árni átt m.a. hugmyndina að Háskólasetrinu og barðist fyrir stofnun þess en það er nú orðið að Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar kom Þorsteinn Ingi að verki og nú sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar hefur hann átt veg og vanda af því að koma upp útihúi hér í Eyjum. Árni er bæjarstjóri í Reykjanesbæ þar sem hann hefur skilað frábæru starfi. Hann er líka stjórnarformaður Hitavcitu Suðurnesja sem um goslokahelgina lagði vatnsleiðslu upp á 1300 milljónir frá landi til Eyja. Þarna eru tengsli sem skipta okkur máli. Vestmannaeyjar, tækifærin eru fyrir hendi: En hvernig tekst okkur að spila úr þeim? Bj Hugleiðingar J Ómar Garðarsson omar @eyjafrettir..is Meirihluti þjóðarinnar er á hliðinni yfir samdrætti í þjóðfélaginu og lánsfjárkreppu sem hrellir heims- byggðina aila ásamt hækkandi oííu- og matvælaverði. Þó stundum finnist mér fjölmiðlar taka of djúpt í árinni í umræðunni um efnahags- málin er ljóst að verði ekkert að gert mun fjöldi einstaklinga og fyrirtækja fara í þrot á næstu mánuðum og misserum. Fari allt á versta veg gætu atvinnulausir talist í þúsundum og jafnvel tugum þús- unda á landinu öllu þegar kemur fram á veturinn. Höggið verður þyngra á höfuðborgarsvæðinu Það er mikil einföldun að halda því fram að þessi samdráttur, eða kreppa, muni eingöngu bitna á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað verður höggið þyngst þar og senni- lega á fólk þar erfiðara með að bregðast við en þeir sem byggja landsbyggðina. Kemur þar margt til. Þumalputtareglan er að í þenslu leiti fólk úr sjávarplássum á höfuð- borgarsvæðið sem aldrei fyrr og fylgifiskurinn, hátt gengi íslensku krónunnar, bitnar á útflutnings- greinum sem fá færri krónur fyrir afurðir sínar. Þetta hefur sjávar- útvegur fengið að reyna síðustu árin sem hefur bitnað á fyrir- tækjum, starfsfólki þeirra og sjávar- plássunum. Þrátt fyrir þetta hefur sjávarútvegsfyrirtækjum í Vest- manneyjum tekist að halda sjó og vel það með fjárfestingum í kvóta og skipum upp á tugi milljarða á síðustu árum. En kvótaniðurskurður í þorski um þriðjung og minni kvóti í ýsu, ufsa og karfa á næsta fiskveiðiári mun hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Og sennilega er ekki mikið um fjár- festingar í pípunum umfram þær sem þegar eru ákveðnar eða er verið að Ijúka. Aðrar framkvæmdir hafa verið settar í bið og má í því sambandi benda á áætlanir Vinnslu- stöðvarinnar um að rífa núverandi frystihús og byggja nýtt sem hefur verið frestað. Ekki er enn að sjá viðbrögð í rekstri stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja hér til að bregðast við kvóta- niðurskurði. Þó verður að gera ráð fyrir að gripið verði til hagræðing- araðgerða með styttra úthaldi skipa, jafnvel fækkun þeirra og lengri sumarfríum í frystihúsunum. Það jákvæða er að með lækkandi gengi fá fyrirtækin og sjómennirnir fleiri krónurnar í vasann en spurningin er hvernig tekst sjávarútvegi að bregð- ast við hækkandi olíuverði? Tækifæri umfram ógnir Þetta eru ógnir sem að okkur steðja og ekki skal gert lítið úr þeim en tækifærin sem hafa komið upp í hendurnar á okkur undanfarnar vikur og mánuði, sem oft eru af- rakstur áralangrar baráttu Eyja- manna, vega svo miklu þyngra og eiga að gera gott betur en að gera okkur kleift að halda stöðu okkar óbreyttri. Við eigum að geta snúið vöm í sókn og fyrsta vísbending um að svo sé er að botninum virðist náð í fjölda íbúa í Vestmanna- eyjum. Hefur íbúatalan þokast heldur upp á við eftir að hafa verið komin óþægilega nærri 4000 íbúa markinu. Það er best að byrja á sama stað og í upphafi þessarar greinar, sam- drættinum í samfélaginu sem er þó fjarstæðukennt sé, ákveðið tækifæri fyrir okkur. Það má búast við að hátt íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu og hátt olíuverð verði til þess að fbúar þar fari að líta í kringum sig eftir hagkvæmari kostum. Þá er spuming hvort Vestmannaeyjar komi til greina sem vænlegur kost- ur þegar velja á stað til búsetu. Og af þeirri upptalningu sem hér fer á eftir verður j|ð líta svo á að svo sé. Auðvelt að spara drop- ann í Eyjum Tökum hækkandi verð á bílaelds- neyti sem dæmi um það hvað miklu hagkvæmara er að búa í Vest- mannaeyjum en á Reykjavíkur- svæðinu þar sem fjölskyldur kom- ast oft ekki hjá því eiga tvo bíla. Ég vil ganga svo langt að búa til nýtt slagorð fyrir Vestmannaeyjar; Sparið dropann og flytjið til Éyja. Eyjamenn hafa ekki mikið fundið fyrir eldsneytishækkunum nema hvað að ökuferðum suður á eyju eða í kringum Fellið hefur e.t.v. fækkað. Það er þá lítið mál að bregða undir sig betri fætinum eða stíga á reiðhjól til að skondrast á milli húsa eða fara út í náttúmna. Ekki síst í skaplegu veðri því það er í raun og veru ekkert til sem heitir vegalengdir í Vestmanna- eyjum þannig að oft má spara bílinn nema þegar veður og vindar gera Ókkur lífið leitt. Ekki hef ég í höndum hver mun- urinn er á að reka bíl í Reykjavík eða Vestmannaeyjum en bara það eitt að engin nauðsyn er að hafa tvo bíla á heimili sparar einhverja hundraðþúsundkalla. Og bensín- kostnaður við hvern bíl hlýtur líka að vera umtalsvert minni, jafnvel svo skiptir hundmðum þúsunda á ári eins og staðan er í dag. Lægra húsnæðisverð Þá er það húsnæðisverðið sem er að minnsta kosti helmingi lægra hér en á Reykjavíkursvæðinu þó það hafi tekið verulega kipp upp á við. Hætt er við að mörgum reynist erfitt að standa skil af lánum, sem eru jafn- vel upp á einhverja tugi milljóna ekki síst þegar spuming er hvort fólk heldur vinnu sinni eða ekki. Þetta er sá dapri veruleiki sem gæti blasað við, ekki síst hjá ungu fólki á Reykjavíkursvæðinu. Bankarnir eiga sinn þátt í þessu með hressilegri innkomu á hús- næðismarkaðinn fyrir nokkmm ámm. Þá rauk fasteignaverð upp í hæstu hæðir og allt í einu var stór hluti íbúðaeigenda í Reykjavík orðinn tugmilljónamæringar. Sumir nýttu þetta tækifæri til að koma sér

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.