Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 19
3- Fréttir / Fimmtudagur 27. júlí 2008 19 J Knattspyrna - Fyrsta deild karla Leiknir 1 - ÍBV 1 Jafntefli var sanngjarnt Leikmenn ÍBV gerðu 1:1 jafntefli gegn Leikni á fimmtudaginn á Leiknisvelli. Það var Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði mark Eyja- manna. Eftir laglegt samspil Þórar- ins Inga og Atla Heimissonar kom sending fyrir mark Leiknis en þar var Bjarni mættur og skoraði með skoti í fjærhornið. Eyjamenn voru betri í fyrri hálfleik og áttu nokkur færi. Leiknismenn voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og þurfti Albert Sævarsson, markvörður IBV, oft að taka á honum stóra sínum til þess að bjarga Eyjamönnum. í uppbótartíma fengu Eyjamenn dærnda á sig umdeilda vítaspymu sem Jakob Spangsberg skoraði örugglega úr. Þessi dómur þótti vægast sagt skrýtinn því ekki er enn vitað hvaða leikmaður IBV braut á Jakobi og hafði dómarinn sjálfur engar skýringar á atvikinu. Eftir vítaspyrnuna var leiknum lokið og fyrsta jafntefli ÍBV í sumar staðreynd. í samtali við vefmiðilinn fotbolti.net sagði Heimir Hallgríms- son þjálfari ÍBV að hans menn hafi ekkert átt meira skilið. „Leiknis- menn áttu skilið að skora í þessum leik. Dómarinn dæmdi vel en vítið var skandall. Bara algjört rugl en við áttum ekki skilið að vinna. Við vorum bara lélegir í dag og þeir áttu skilið að ná allavega stigi á móti okkur. Við verðum að gera miklu betur en þetta ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti. Við áttum góðan leik á móti Sel- fossi og menn héldu örugglega að þetta kæmi af sjálfu sér. Það var enginn að leggja sig 100% fram hér í dag og þannig vinnur þú ekki leiki.“ Eyjamenn hafa því leikið þrisvar við Leikni í sumar. I fyrri tveimur PÉTUR og Bjarni Rúnar í leiknum gegn Leikni. Mynd fotbolti.inet viðureignum liðanna var IBV mun sterkari aðilinn og hefði í bæði skiptin átt að fara með stórsigur af hólmi. Það er því ekki laust við að smá vanmat hafi átt sér stað hjá leik- mönnum IBV. Eyjamenn eru samt sem áður í toppsæti deildarinnar og hafa sex stiga forskot á Selfyssinga sem báru sigurorð af Víkingum frá Reykjavík 1:0 í sömu umferð. Næstu leikir liðsins eru gegn Þór Akureyri hér heima, strákamir mæta síðan Stjörnunni á útivelli þann 29. júlí og ekki væri leiðinlegt að fara með sex stig úr þessum leikjum í Dalinn. Byrjunarlið IBV: Albert Sævars- son, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Amór Eyvar Olafsson, Andri Olafs- son, Bjarni Hólm Aðalsteinsson (Anton Bjarnason), Andrew Mwe- sigwa, Kristinn Baldursson, Bjarni Rúnar Einarsson, Italo Jorge Maciel (Gauti Þorvarðarson), Pétur Run- ólfsson og Atli Heimisson (Egill Jóhannsson. Onotaðir varamenn: Yngvi Magn- ús Borgþórsson og Elías Fannar Stefnisson [Knattspyrna - 1. deild kvenna ÍA 2 - ÍBV 2 Réðu ekki við nýjan sóknarmann Skagakvenna Meistaraflokkur kvenna í knatt- spyrnu sótti IA heim þriðjudaginn síðasta. Jafnt var í hálfleik, l: l og niðurstaðan varð sú sama, 2:2 jafn- tefli. Eyjastelpur hafa leikið vel í sumar og sátu fyrir leikinn í öðm sæti deildarinnar. Liðið hefur komið reglulega á óvart og spilað vel þrátt fyrir ungan aldur leikmanna sem ílestar eru enn gjaldgengar í 2. flokki. I fyrri leik liðanna var IBV með öll völd á vellinum og fór með 7:1 sigur af hólmi. Skagastelpum hefur ekki vegnað vel það sem af er sumri, sitja í neðsta sæti deildarinnar. Skaga- menn hafa hins vegar verið að styrkja liðið og fengu til sín Olaitan ÞÓRHILDUR Ólafsdóttir einn sterkasti leikmaður IBV. Knattspyrna 3. deild - KFS 0 - Árborg 2 & KFR 2 - KFS 4 Búnir að missa af lestinni í ár? KFS mætti Árborg á Týsvellinum á föstudaginn var. KFS varð að vinna leikinn til þess að eiga einhverja von um blanda sér í toppbaráttuna. Árborg kom hins vegar mun ákveðnara til leiks og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik sem dugðu þeim til sigurs. Eyjamenn voru engan veginn klárir í þetta verkefni og liðið virkaði and- laust. í seinni hálfleik snem Eyja- menn leik sínum við, vom mun betri og liðið óð hreinlega í færum en virtist ekki geta skorað. Eitthvað virtist mótlætið fara í taugarnar á heimamönnum sem fengu þrjár brottvísanir í leiknum þar af tvær í leikslok. KFS situr því ennþá í næstneðsta sæti deildarinnar og virðist ekki getað blandað sér í toppbaráttuna úr þessu. Sigur á nágrönnum KFS vann góðan sigur á nágrönnum sínum í Rangárþingi eystra, KFR á þriðjudaginn á heimavelli KFR á Hvolsvelli. Staðan í hálfleik var 1:2 fyrir KFS og liðin skomðu jafnmörg mörk í síðari hálfleik. Lokatölur urðu því 2:4 fyrir KFS sem vann þarna sinn fyrsta sigur í nákvæmlega einn mánuð. Þann 23. júní mættust liðin í Vestmannaeyjum og höfðu Eyja- menn einnig sigur í þeim leik. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS, sagði að úrslitin hefðu verið eðlileg. „Við vomm ekkert spes framan af en svo kom góður kafli og Stefán Bjöm skoraði eftir sendingu Sig- urðar Inga. Þeir jöfnuðu nánast strax, misskilningur milli okkar manna í vörninni. Sigurður Ingi skoraði svo gott mark eftir flotta sendingu Ivars. Davíð kom okkur í 1:3 eftir horn Trausta og skalla Palla og okkar besti kafli var í uppsigl- ingu. Trausti kláraði svo leikinn eftir flotta sendingu frá Sigga, autt mark eftir það,“ sagði Hjalti. 0:1 Stefán Bjöm Hauksson 17. mín. 1:2 Sigurður Ingi Vilhjálmsson 37. mín. 1:3 Davíð Egilsson 56. mín. 1:4 Trausti Hjaltason 66. mín. 74. mín.: Andri Ey. inn fyrir ívar. Yusuf sem er snjall sóknarmaður og hefur verið að raða inn mörkunum fyrir IA í seinustu leikjum. Eyjastelpur byrjuðu leikinn betur og höfðu yfirhöndina í byrjun fyrri hálfleiks. Samt sem áður komst ÍA yfir gegn gangi leiksins með frá- bæru marki Olaitan Yusuf. Olaitain prjónaði sig í gegnum vörn Eyja- stelpna, lék einnig á markmann IBV og renndi boltanum í netið. Frábært einstaklingsframtak hjá Olaitan sem reyndist vamarmönnum ÍBV afar erfið á köflum. Eftir að hafa lent undir spýttu stelp- umar í lófana og sóttu af krafti. Sóknarþungi stelpnanna bar árangur rétt fyrir hálfleik þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk boltann inn í teig og skoraði af öryggi framhjá markverði IA. Staðan í hálfleik var því 1:1 en Eyjastelpur vom mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Eyjastelpur tóku öll völd á vell- inum í seinni hálfleik, spiluðu á köflum frábæran fótbolta og komust verðskuldað yfir þegar tuttugu mfnútur voru eftir með glæsilegu skallamarki frá Þórhildi Ólafsdóttur fyrirliða ÍBV. Sigurinn virtist í höfn hjá ÍBV en aðeins fimm mínútum eftir mark ÍBV lék Olaitan Yusuf vöm Eyjastelpna grátt, skoraði sitt annað mark í leiknum og jafntefli því staðreynd á Skipaskaga. Eyjastelpur vom sterkari aðilinn í leiknum en tvö afbragðs einstak- lingsframtök Olaitan Yusuf komu í veg fyrir sigur ÍBV. Stelpumar duttu þar með niður í þriðja sæti deildar- innar. Næsti leikur stelpnanna er gegn efsta liði deildarinnar ÍR og má búast við hörkuleik. íþróttir Féllu úr bikarnum Um helgina lék 2. flokkur karla gegn FH, efsta liði A-deildar, í 8- liða úrslitum Visa Bikarsins. IBV leikur í C-deild og hefur staðið sig ágætlega þar en það dugði ekki í þessum leik. Strákamir unnu frækinn sigur á Breiðabliki í 16-liða úrslitum og voru því vongóðir þegar þeir mættu í Hafnarfjörð. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Eyjamenn komust yfir í þeim seinni með marki frá Hjörleifi Davíðssyni. Eftir mark Eyjamanna sóttu FH-ingar í sig veðrið, uppskáru tvö mörk og unnu leikinn. Strákamir í 2. flokki eru því dottnir úr bikamum en eiga ennþá möguleika á að komast upp úr sinni deild. Gunnar Heiðar spil- aði allan leikinn fyrir Esbjerg Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sinn fyrsta leik með Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í vikunni. Gunnar var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir FC Köbenhaven. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Gunnar gekk í raðir Esbjerg í sumar frá Hannover en eins og fyrr segir var þetta hans fyrsti leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins hefur sagt að hann ætli honum stórt hlutverk í liðinu og gaman verður að sjá hvernig Eyjamaðurinn stendur sig í dönsku deildinni eftir erfiða tíma hjá Hannover. Hermann skoraði í æf- ingaleik Hermann Hreiðarsson var í liði Portsmouth sem mætti Swindon í æfingaleik. Portsmouth fór með sigur af hólmi 3:1 en Hermann skoraði jöfnunarmark liðsins eftir glæsi- lega hælsendingu OJ Korma. Portsmouth býr sig nú undir komandi átök í ensku úrvals- deildinni og ljóst er að Hermann mun halda sæti sínu hjá bikar- meisturunum. Framundan Fimmtudagur 24. júlí Kl. 20.00, ÍBV-Þór, meistara- flokkur karla. Kl. 14.00, ÍBV-Grótta, 3. fiokkur karla. Föstudagur 25. júlí Kl. 20.00, Breiðablik-ÍBV, 2. flokkur kvenna Mánudagur 28. júlí KI. 20.00, Haukar-ÍBV, meistara- flokkur kvenna. Þriðjudagur 29. júlí Kl. 19.00, Stjaman-ÍBV, meistaraflokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.