Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 20
f Sun invesCments S.L plÚS ^ íWírn* 5umflRF£RÐ,R FASTEIGNASALA Á SPANI LINDA RÓS UJViíiOÐlPyjUM (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com PjJUiÍrjjjiJj' fhssibogi&jn áWÖJ-J -\bbJbb-bV'j6b Eyjafréttír.is - frettir rnilli Frctta Á sunnudaginn var litháískuni kajakræðara bjargað um borð í Víking en kajak mannsins hafði hvolft í Faxasundi og var fullur af sjó. Maðurinn ákvað að reyna að synda í land sem hefði getað orðið erfitt. Tilviljun ein réði því að Víkingur var á sömu slóðum að því er Sigurmundur Gísli Einarsson, skipstjóri á Víkingi, sagði. Maðurinn var nokkuð hress og þáði siglingu í kringum Heimaey. Hér þakkar hann Sigurmundi lífgjöfina. Hafa landað 6000 tonnum af síld og makríl í vikunni -Mjög góðri humarvertíð að ljúka - Stóru frystihúsin loka vegna sumarfría - Góður gangur í bolfiski Síldar- og makrílveiðar ganga vel en makriil gengur nú í íslenska lögsögu og er mikil búbót enda utan kvóta. Sighvatur VE og Kap VE lönduðu fullfermi af síld og makríl í Eyjum í gær, miðvikudag, eða 2600 tonnum. Aflinn fór allur í bræðslu en skipin áttu að halda aftur á miðin austan við land sl. nótt. Júpíter ÞH og Álsey VE eru einnig á síld og makríl og lönduðu saman- lagt 2750 tonnum á Þórshöfn í gær, miðvikudag. Þorsteinn ÞH landaði 550 tonnum á þriðjudag og er kom- inn á miðin aftur og togar á móti Guðmundi VE. Bolfiskveiðar hafa sömuleiðis gengið ágætlega. Jón Vídalín VE landaði 45 tonnum af karfa og ufsa á þriðjudag og Gandí VE landaði á miðvikudag en það var síðasta lönd- un á humri þessa vertíð. Stefán Friðriksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagði að frystihúsinu yrði nú lokað vegna sumarleyfa og að nánast væri búið að ná veiðiheim- ildum í humri. „Við erum ánægðir með humarvertíðina og í frystihús- inu er búið að vinna um 100 tonn af humarhölum. Það er gott hljóð í okkur, “ sagði Stefán þegar hann var spurður frétta. „Suðurey VE landaði 250 körum á fimmtudag í síðustu viku og aftur á mánudag en þá var hún með 230 kör,“ sagði Olafur Guðmundsson, þjónustustjóri útgerðar Isfélagsins. „Þetta var blandaður afli, mest ýsa og ufsi. Eitthvert stopp verður hjá Suðurey næstu daga og starfsfólk ísfélagsins u.þ.b. að fara í sumarfrí og frystihúsið lokað þar til seinni partinn í ágúst.“ Páll hættir hjá bænum Páll Einarsson, fjármálastjóri Vest- mannaeyjabæjar hefur sagt upp störfum og hættir ekki seinna en 1. október. Hann hefur starfað hjá bænum frá því haustið 1987, byrjaði sem bæjarritari og síðan sem fjármálastjóri. Páll hættir vegna persónulegra aðstæðna og segist koma til með að sjá eftir starfmu sem sé virkilega skemmtilegt. „Það kemur alltaf eitt- hvað nýtt mál upp á hverjum degi og sérstaklega var þetta líflegt þegar ég var bæjarritari. Ég á eftir að sakna vinnunnar og samstarfs- félaganna og er sáttur við allt og alla,“ sagði Páll og var því næst spurður hvort þau hjónin væru á förum frá Eyjum. „Það er svo gott að vera héma, ég á ekki von á því,“ sagði Páll og bætti því að lítið þýddi að elta krakkana þó þau væru öll farin. Löggæsla með hefðbundnu sniði Undirbúningur lögreglu fyrir þjóðhátíð er heföbundinn enda býr liðið yfir mikilli reynslu undanfarinna ára. Jóhannes Ólafsson, yfir- lögregluþjónn, sagði að hingað kæmu tólf lögreglumenn auk lögreglu sem hér starfaði. „Auk þess bætist við aukið fíkniefnaeftirlit og fleiri lögreglumenn munu sinna því. Löggæsla verður með svipuðum hætti og áður, enda gefist vel og við njótum reynslu undanfarinna ára. Eins og áður stendur þetta og fellur með veðrinu, okkur heyrist að það sé vel bókað hingað þannig að það má reikna með töluverðum mannfjöl- da. Vonandi veður samsetningin þannig að fólk komi til að skemmta sér en ekki til að valda vanda og skapa lögreglu verkefni,“ sagði Jóhannes. Maryland kex verá nú kr 74,- verð úður kr 88,- Kindagúllas ikg verð nú kr/kg 1923, verá óður kr/kg 2198,- Nautagúllas ikg verá nú kr/kg 1888, verá úáur kr/kg 2248,- Folaldagúllas ikg verá nú kr/kg 1882, verð óður kr/kg 2138,- SS SÚpukjÖt (O 3 kg verð nú kr/kg 659, verð óður kr/kg 788,- Hangilæri úrb verð nú kr/kg 2298, verð úður kr/kg 2838,- Búrfells skinka 12» VIKUTILB0Ð 24. > 31. júlí —

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.