Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 Lundakarlar ætla að veiða til 15. ágúst Tveggja og þriggja ára ár- gangar frá 2005 og 2006 næstum horfnir úr veiðinni -segir Erpur Snær sem vill halda sig við veiðiráðgjöf frá í apríl þar sem hann lagði til takmarkaða eða jafnvel enga veiði í sumar ALDURSSAMSETNING lundaveiði 2008 sýnir að tveggja og þriggja ára árgangarnir frá 2005 og 2006 eru næstum horfnir úr veiðinni. Á fundi í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja um veiðar á lunda var ákveðið að halda veiðum áfram til 15. ágúst. Áðurhafði verið sam- þykkt að stytta lundaveiðitímabilið í báða enda, byrja 10. júlí og hætta um mánaðamótin júlí ágúst. I Ijósi betri afkomu lundans var ákveðið að veiða til 15. ágúst eins og venja hefur verið. í ályktun fundarins segir: „í ljósi þess að langflestir veiðimenn í Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja hafa gætt hófs í veiðum sínum, auk þess sem útlit er fyrir að æti sé meira í sjónum umhverfis eyjarnar en undanfarin ár, þá telur Bjargveiði- mannafélagið ekki ástæðu til annars en að framlengja lundaveiðitímabil- inu til 15. ágúst næstkomandi. I frétt af fundinum segir að álykt- unin hafi verið samþykkt einróma á fundinum en hann sátu fulltrúar allra veiðifélaga í Vestmannaeyjum, bæði í úteyjum og af heimalandinu. Varp fyrr en í fyrra - Seinna en árið á undan Á fundi Bjargveiðifélagsins lagði Erpur Snær Hansen, líffræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Suður- lands í Vestmannaeyjum, fram greinargerð um ástand lunda- stofnsins í Vestmannaeyjum. Þar segir hann að varpi lunda hafi að mestu verið lokið 31. maí, sem sé tíu dögum seinna en í venjulegu árferði sem er í kringum 20. maí. Til samanburðar sagði Erpur þó rétt að benda á að að í fyrra lauk varpi ekki fyrr en 10. júní og hefur ekki verið seinna á ferð í þau 17 ár sem upplýsingar liggja fyrir eða frá árinu 1991. Erpur sagði að holunýtingarhlutfall sé töluvert hærra í ár en í fyrra. „Leiðrétt hlutfall var í fyrra 45% sem þýðir að um helmingur varp- para hreinsuðu holur en urpu ekki. í ár er þetta hlutfall 66% sem þýðir að um tæp 70% varppara urpu í ár,“ sagði Erpur. Þá kemur fram að lítið hafi fundist af fyrsta árs síli (0-grúppu) við Eyjar nú en ekkert fannst í fyrra fyrr en eftir verslunarmannahelgi. „Þá varð vart við mjög vænt 0-grúppu síli í talsverðu magni. Lundar hafa nú verið að bera fyrsta árs loðnu, blákjöftu, síld og marsíli (sfli) en ekkert hefur borið á næringar- snauðri sænál eins og í fyrra. I þessu sambandi vill undirritaður nota tækifærið til koma þeirri ósk á framfæri til allra veiðimanna að safna fæðusýnum af sflisfugli og setja í frysti eða kæli við fyrsta tæki- færi og koma til Náttúrustofu eða Hafrannsóknastofnunar við fyrstu hentugleika. Gildir þetta líka um fiska sem liggja í vörpurn." Þokkalegur varpárangur Erpur sagði að varpárangur, klak- árangur eggja og afkoma unga, sé þokkalegt það sem af er varptíma. Aðeins hafi borið á smávægilegum afföllum, þ.e. ekki stöðugum dauða út allan varptímann eins og í fyrra. Verði áframhaldið í sama takti stefnir í að nýliðun verði í meðallagi að áliti Erps. í skýrslunni kemur fram að starfs- menn Náttúrustofu hafi einnig mælt varphlutfall, varpárangur og fæðu í Ingólfshöfða þar sem varp sé al- mennt fyrr á ferð en í Eyjum. „I ár munaði þar um þremur til fjórum vikum. Lundi þar var talsvert að bera "0" grúppu loðnu og var varp- hlutfall sams konar og í Eyjum. Varpárangur í Ingólfshöfða virðist hafa verið í meðallagi en úrvinnslu gagna er ekki lokið. Álíka aðstæður þar veita von um að raunin verði svipuð í Eyjum.“ Þá minnist Erpur á nýjar fréttir frá Breiðafirði um mikinn pysjudauða og reyndar einnig frá Bjarnarey við Vopnafjörð. „Ef slfkt myndi gerast hér þá er lagt til að lundaveiðum yrði hætt strax.“ Erpur sagði að í sílaleiðangri Haf- rannsóknastofnunar hafí fundist minna af seiðum frá því í vor en í fyrra. „Þau voru svipuð af stærð og árið 2006 en minni en árið 2007. Eins og í fyrra fengust flest þeirra í Breiðafirði, en ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs með neinni vissu fyrr en sést hvemig hún skilar sér sem eins árs sfli á næsta ári. í Breiðafirði eins og annars staðar jókst hlutfall eins árs sílis í aflanum, en þegar á heildina er litið þá fékkst minna magn af sfli þar en undanfarin tvö ár. Rétt er að taka fram að úrvinnslu á þessum gögnum er ekki lokið. Sflaárgangur 2007 er mun stærri en árgangarnir 2005 og 2006, sem voru mjög lélegir. Sérstaklega var aukning á eins árs sfli áberandi á svæðinu frá Vest- mannaeyjum að Vík, þar sem nær ekkert hefur fengist af sfli síðast- liðin tvö ár. Almennt má segja að sflastofninn hefur ekki náð sér enn á strik, en ástandið er mun betra en í fyrra sem var slæmt ár.“ Aldurssamsetning lundaveiði 2008 sýnir að tveggja og þriggja ára árgangarnir frá 2005 og 2006 eru næstum horfnir úr veiðinni. „Dræm aflabrögð í lundaveiði endurspegla ágætlega þessa 76% minnkun veiðistofnsins. Um 58% veiðinnar nú eru fjögurra ára fuglar sem hefðu hafið varp á næsta ári. Varpfuglar, fimm ára og eldri, eru 38% veið- innar nú. Þessar niðurstöður staðfesta þá spá sem gefin var í skýrslu Náttúrustofu Suðurlands 16. apríl í ár (www.nattsud.is) og er veiðiráðgjöf óbreytt utan þess sem að hér ofan getur,“ sagði Erpur í lokaorðum skýrslunnar. Þá lagði hann til mjög takmarkaða veiði eða enga veiði í sumar. lán í erlendri Engin Sveitarfélög, eins og aðrir sem skulda erlend lán, standa frammi fyrir hærri greiðslum sem hafa áhrif til hins verra á stöðu þeirra. Vestmannaeyjabær borgaði á síð- asta ári upp öll erlend lán sem kemur sér vel núna þegar gengi íslensku krónunnar hefur fallið um þriðjung. „Vegna mikillar umræðu um versnandi skuldastöðu sveitarfé- laga vegna erlendra lána vil ég taka fram að Vestmannaeyjabær er ekki með nein erlend lán og þróun ís- lensku krónunnar hefur því ekki þannig áhrif á rekstur okkar,“ sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri. „ I upphafi þessa kjörtímabils var tekin ákvörðun um að þegar að- stæður á markaði leyfðu myndi Vestmannaeyjabær takmarka alger- lega gengisáhættu með því að losa sig við erlend lán. Það er skoðun okkar að ekki sé farsælt fyrir opin- beran aðila eins og okkur, sem er með allar sínar tekjur í íslenskri mynt, að vera með lánin í erlendri mynt. í júli 2007 þegar gengisvísi- talan fór í 113 greiddum við öll erlend lán upp og í dag þegar gengisvísitalan er 165 sjáum við ekki eftir þeirri ákvörðun. Núna er öll okkar fjármögnun með eigin fé og lánum í íslenskum krónum. Stjómendur sveitarfélaga eru að sýsla með fé bæjarbúa og eiga því að vera áhættufælnir í allri fjár- málaumsýslu.“ mynt Elliði bendir þó á að ekki em Vestmannaeyingar alveg lausir við áhrif gengislækkunar krónunnar. „Þróun evrunar hefur talsverð áhrif hjá okkur þar sem leigugreiðslur til Fasteignar hf. eru að hluta evm- tengdar. Þannig hafa leigugreiðslur af þeim fasteignum sem við seldum Fasteign hf. á seinasta kjörtímabili farið úr 9 milljónum á mánuði í 12 milljónir á mánuði á einu ári og auðvitað þrengir þetta okkar kosti,“ sagði Elliði. Vestmannaeyjabær fékk rúma þrjá milljarða fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suðumesja á síðasta ári. Eitt fyrsta verk bæjarstjórnar var að borga upp öll erlend lán. Furðulegur hugsunar- háttur Baggalútsmanna: Svona menn viljum við ekki á þjóðhátíð Baggalútsmenn hafa oft skemmt landanum enda iðulega hitt naglann skemmtilega á höfuðið. Sumum fmnst þó nóg um í nýju iagi þeirra, Þjóðhátíð '93. Áuðvitað sýnist sitt hverjum um þjóðhátíð og ekki eiga allir góðar minningar um reynslu sína af þjóðhátíðinni. Þá fer oft eins og til er sáð og það virðist eiga við textahöfundinn, Braga Valdimar Skúlason. Eg geri ráð fyrir því að flestir, konur og karlar á lausu eigi sér von um að komast á séns á þjóð- hátíð. Eitthvað hefur textinn farið fyrir brjóstið á feministum sem telja að þar sé hvatt til nauðgana. Það er kannski of djúpt í árina tekið en sé textinn, eins og Baggalútsmenn segja sjálfir, reynslusaga eins þeirra þá er spumingin, hvenær er nauðgun nauðgun. Hann kom með þá hugsun að ná sér í stelpur sem sökum ölvunar gátu ekki sagt nei. Það kemur glögglega fram í þessum línum: Kófdrukkið kvennaval, kaffærir Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma mey meðan þœr geta ekki hlaupist burt úr Heimaey. Mér er sama þó þessi maður hafi farið héðan sár og svekktur því svona menn viljum við ekki á þjóðhátíð. Það er ekkert að því að lenda í erótískum svefnpokaslag séu bæði, báðar eða báðir til í slaginn. Eitthvað sem Bragi Valdimar Skúlason sér ekki fyrir sér, heldur skal dauðadrukkin stúlka höfð undir. ÓG. Þjóðhátíð ‘93 Þar var ég - og líka þú. Ölir menn í leit að illa gyrtum meyjum. Planið að sverfa burt svein- dóminn á þjóðhátíð í Eyjum. Sleitulaus hátíðahöld. Hœlalaus, ámigin tjöld. Dalverpið alsett gallspúandi greyjum. Planið að álpast á ástina á þjóðhátíð í Eyjum. Kófdrukkið kvennaval kajfœrir Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltuflýta þér og reyna að góma mey meðan þœr geta ekki hlaupist burt úr Heimaey. Yfirfullt unglingastóð með ólyfjan og hverskyns viðbjóð eigrar um dansgólfið í dauðateygjum. Planið að skemmta sér þokkalega á þjóðhátíð í Eyjum. I brekkunni ég brölti til þín og ég bauð þér pent að skríðí tjaldið til mín. Við enduðum í erótískum svefn- pokaslag á meðan Ami Johnsen jarmaði svona lag. Að lokum rann víman úr mér en hvorki fann símanúmer né þig í hrúgaf úldnum sport- sokkum og -treyjum. Eg get ekki munað hver setti í hvern á þjóðhátíð í Eyjum. Kengdrukknar kellingar kaffœra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þœr geta ekki synt á brott úr Heimaey.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.