Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 19 dýrasta djásnið í -Kemur í ljós þegar Myllan verður vígð kl. 22:00 á fimmtudagskvöldið - Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Guðbjargar Sigurgeirsdóttur við hinn knáa formann Myllufélagsins, Jóhann Pétursson Myllan hefur í mörg ár verið eitt höfuðprýði þjóðhátíðar og var mönnum því eðlilega brugðið þegar hún varð eldi að bráð í bruna í vor þegar stór hluti þjóðhátíðarmann- virkjanna brann. En áhyggjur eru óþarfar því að baki myllunnar stendur hópur sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Eftir að hafa grátið í viku eftir brunann náðu þeir vopnum sínum og hafa þeir unnið sleitulítið að endurbót- um á þessu stolti sínu. Og hafi ein- hvem tímann verið uppi efasemdir um að Myllan beri af öðrum mann- virkjum í Dalnum verður þeim eytt í eitt skipti fyrir öll á þjóðhátíðinni 2008. Hofið og vitinn munu standa í skugganum sem aldrei fyrr. Þetta staðfestir formaður Myllufélgsins, Jóhann Pétursson, sem er þó með hógværari mönnum. Hreinsað út með reglulegu millibili Þú ert formaður Myllufélagisns. Hvað eruð þið margir sem standið að myllunni? -Ég telst vera myllustjóri. Síðan er Bragi Steingnmsson vemdari myll- unnar. Ýmsir aðrir hafa titla sem em nokkm minna af vægi en þessir. Myllamir em nokkuð margir og hafa komið og farið í gegnum tíð- ina. Einna best slapp Eyþór Harðarson í gegnum þetta en hann náði að komast í mylluna með fögrum fyrirheitum en hefur aldrei látið sjá sig fyrir utan vígslu myll- unnar en þar er hann fastagestur. Heildarfjöldi mylla er án efa ein- hvers staðar á bilinu 20 til 30 en ég hef eðlilega þurft að hreinsa dálítið til á nokkurra ára fresti. Núna í ár hafa þeir komist sterkastir inn, auk okkar Braga, þeir bræður Haraldur og Hafþór frá Fagurlyst og fleiri bæjum. Þá hefur Óli á Gæfunni verið að reyna að komast í félagið og sýnt mjög góð tilþrif. Listamaður myllunnar er einn af fæmstu penslum Eyjanna, Jakob Erlingsson og síðan kíkti Haraldur Sverrisson aðeins í tvo tíma og taldi verkinu þá lokið. Höfum ekki séð hann síðan. Einstakur vélbúnaður Stóra málið í ár er þó vélbúnað- urinn sem er einstakur og eiga þeir Óðinn í Klöpp og Gústi Einars gríðarlegar þakkir skilið. Gústi er auðvitað mylli en Óðinn sýnist mér muni komast hjá hefðbundnum þriggja ára reynslutíma og ganga beint í félagið. Þetta á þó eftir að koma betur í ljós. Þá hefur ívar Róbertsson verið að vinna í mark- aðsmálum og skv. upplýsingum frá honum er það mál á mjög góðu stigi en þó viðkvæmt eins og sakir standa. Var ekki gífurlegt áfall þegar tnyll- an stórskemmdist í bruna sl. vetur? -Jú, það er vægt til orða tekið. Ég vissi nú sem var að myllan skipaði stóran sess í hjörtum þjóðarinnar en þó komu sterkt viðbrögð vegna bmnans mér á óvart og kannski ekki síst öll íjárframlögin sem okkur bámst en óhætt er að fullyrða að myllan er lang fjársterkasta mannvirki Dalsins eftir þennan bmna. Þeim fjármunum mun verða vel varið. JÓI og Óli á Hvoli hafa öðrum frekar unnið að endurbyggingu MiIIunnar. Kjánalega spurt!!! Er hcegt að halda þjóðhátíð án myllu? -Nei, og þetta er svolítið kjánalega spurt. Þið cetlið að byggja nýja myllu. Verður hún örugglega tilbúin fyrir þjóðhátíð? -Ég vil nú ekki upplýsa mikið um smíði myllunnar en get þó sagt að það væri hálf misheppnað ef myllan væri tilbúin t.d. viku eftir þjóðhátíð. En smíði myllunnar er gríðarlega mikið verk og ekki á færi nema allra handlögnustu manna. Ég get þó upplýst það að fjölmargir hafa lagt nótt við dag við endurbygginu myllunnar og ekkert til sparað. Það þætti engum undar- legt þótt myllan yrði ekki tilbúin fyrr en á þjóðhátíð 2009 en við þessar hamhleypur sem hafa unnið að endurbyggingu myllunnar ætlum þó að gera okkar besta þannig ekki er enn útilokað að myllan muni rísa á þjóðhátíð 2008. Myllan meira en fullkomin Verður myllan með svipuðu sniði og áður eða gerið þið breytingar á henni? -Myllan var fullkomin. Um það geta allir verið sammála. Við hyggjumst hins vegar gera hana enn fullkomnari en slíkt krefst mikillar vinnu og skipulags eins og Guðjón Þórðarson orðar það. Fekari upplýsingar liggja ekki á lausu og verða menn einfaldlega að mæta á vígslu myllunnar kl. 22:00 á fimmtudagskvöldið þ.e. ef hún verður þá tilbúin. Get engu lofað. Við höfum hins vegar fundið fyrir gríðarlegri hvatn- ingu í bænum og megum varla sjást á götum úti án þess að fólk flykkist að okkur og hvetji okkur til dáða. Þó að við séum sterkir á andlega sviðinu þá hefur þetta haft mjög mikil áhrif á okkur, ég verð að segja það. „Blir Möllen igen?“ Hefur þú orðið var við að þjóðhátíðargestir tengi persónu- legar upplifanir á þjóðhátíð við mylluna? -Já, ég hef mjög mikið orðið var við slíkt. Myllan hefur verið, eins og allir vita, vinsælasta mannvirkið í Dalnum og við höfum af þeim sökum þurft að girða það af sem og læsa því kyrfilega. Ég get sem dæmi um vinsældir Myllunnar nefnt að Bragi Steingrímsson, vem- dari myllunnar, fór til Kaup- mannahafnar eftir síðustu þjóð- hátíð. Hitti hann á Ráðhústorginu Dana einn sem í sjálfu sér er kannski ekki í frásögur færandi. Nema hvað þessi Dani hafði heyrt af bmnanum og það fyrsta sem hann spyr Braga að er: „Blir Möllen igen?“ Bragi gat fullvissað þennan mann um að allt yrði gert svo að myllan yrði endurreist. Náðu þeir síðan mjög vel saman og fengu sér sæti á Strikinu og einn Tuborg og Gammel Dansk. Svona er líf okkar mylla í hnotskum. Alltaf að hjálpa til. Okkar umbun sem slík er aðeins það að sjá þakklát andlit þjóðhá- tíðargesta sem berja mylluna augum hvort sem er að degi til eða að kvöldlagi þegar að gestir sitja í Brekkunni og horfa á mylluna snúast tignarlega. Þá er allt okkar erfíði hjóm eitt og gleðin alls ráðandi. Gríðarlegur kostnaður Hvað með fjárhagslegt tjón? Kostar ekki mikið að byggja heila myllufrá grunni? -Jú, það er mjög dýrt en við teljum það ekki eftir okkur svo og hefur ívar Róbertsson, markaðstjóri myllunnar, fullvissað okkur um að við munum að lokum stórgræða á þessu öllu. Kostnaðurinn er gríðar- legur en samt þannig að þegar litið er á mylluna er með ólíkindum hversu vel við höfum spilað úr þessum fjármunum. Við emm mjög séðir í peningamálum og njótum þar leiðsagnar Vemdarans. Það er helst að við þurfum að passa þá Fagurlystarbræður sem vilja stundum spreða. En allt er þó á áætlun. Hollvinir myllunnar, vitans og hof- sins hafa lengi eldað grátt silfur. Hvað Jinnst þér um hofið og vitann ? -Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessum mannvirkjum sem slíkum. Sérstaklega að það séu einhverjir einstaklingar tilbúnir til að fórna sínum tíma og setja þau upp. Það eru vanmetnar hetjur, þvf ekki veit ég hvað í ósköpunum þeir fá út úr því, nema skítkast og leiðindi. Hofið fer einhver veginn upp af sjálfu sér og núorðið vill enginn láta sjá sig við það mann- virki. Ég veit ekki hverjir standa að því mannvirki. Vitinn hins vegar er svona erfðagóss sem óheppnir synir tóku í arf eftir feður sína. Þeir hafa án efa sparkað í þá um leið. En við reynum samt að umgangast þessa menn sem nánast jafningja og ræðum oft við þá um daginn og veginn. Er myllan dýrasta djásnið í Dalnum? -Þarna er vel að orði komist. Eina sem ég get sagt er að vígsla myll- unar hefst um kl. 22:00 á fimmtu- dagskvöldið og þá má sannreyna þessi orð. Er Myllan Dalnum?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.