Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðid Bragginn sf. Flötum 20 Vlðgerðlr og smurstöð - Sími 481 3235 Réttlngar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 32. tbl. I Vestmannaeyjum 7. ágúst 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is MIKIÐ var um dýrðir á þjóðhátíðinni sem fór vel fram. Eru henni gerð góð skil í blaðinu í dag. Pysjudauði orðinn við- varandi í Vestmannaeyjum -Kom okkur á óvart vegna þess að það er meira af síli í sjónum nú en í fyrra, segir Erpur Snær - Súluungar fullir af makríl en ekki síld og síli Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur fylgst náið með afkomu lunda- stofnsins en hann segir pysjudauða viðvarandi í Vestmannaeyjum. „Það sem hefur gerst er að við erum að sjá mikinn pysjudauða víða í Vestmannaeyjum og það kom okkur í raun og veru talsvert á óvart vegna þess að það er meira af sfli í sjónum nú en í fyrra. Þessar pysjur sem eru að drepast eru 50 til 70 grömm sem þýðir að þær eru um viku gamlar eða svo en hafa verið að svelta í nokkra daga. Þetta gerðist í raun mjög snögglega. Lundinn var ekki að afrækja á eggjum í sumar, þetta leit mjög vel út en svo var eins og tappinn hafi verið tekinn úr. Við höfum farið víða yfir lundabyggðir í Vestmannaeyjum, ekki bara þar sem við erum með merktar holur heldur víðar og staðan er svipuð alls staðar.“ Heldur þú að sú ákvörðun bæjar- yfirvalda að stöðva lundaveiði 10. ágúst hafi eitthvað að segja? „Já, hún gerir það en auk þess er betra að ákvörðun um veiðistöðvun sé tekin hér heima í héraði og við berum sjálf ábyrgð á okkar veiðum. Ég hef heyrt utan frá mér að aðilar sem hafa með þessi mál að gera finnist ástandið ekki nógu gott. Það er betra að við förum með stjómina sjálf. Svo þurfa bjargveiðimenn auðvitað lflca að axla sína siðferðis- legu skyldu gagnvart lundanum. Á að ráðast á þennan eina árgang sem ber uppi veiðina nú eða á að leyfa stofninum að jafna sig?“ spyr Erpur að lokum. Sáttir við aðgerðir bæjar- yfirvald Bragi Steingrímsson er formaður félags bjargveiðimanna í Vest- mannaeyjum og hann telur að sátt ríki um aðgerðir bæjaryfirvalda mepal bjargveiðimanna. „Ég er sjálfur mjög sáttur við þess- ar aðgerðir. Við höfum reyndar ekki fundað um málið en ég tel að langflestir bjargveiðimenn séu sömu skoðunar og ég. það er mikilvægt fyrir okkur að ganga ekki á stofninn og ef einhver vafi leikur á því hvort veiðin trufli afkomu lundans þá ber okkur að hætta, um það er enginn ágreiningur innan félagsins. Menn greinir kannski á um hvort veiðin hafi eitthvað að segja um afkomu lundans en það em allir sammála um að það vanti síðustu þrjá ár- gangana inn í stofninn, maður finnur það bara í veiðinni í sumar. Auk þess hefur verið mjög lítið af pysjum síðustu ár þannig að það er ekkert hægt að þræta fyrir það. Svo er auðvitað kominn sá tími að það er að færast ró yfir lundaveiðina, menn em flestir búnir að ná sér í soðið eins og talað var um að gera í vor og flestir sáttir held ég,“ sagði Bragi. Fleiri breytingar í náttúrunni Bragi segist hafa orðið var við fleiri breytingar í fuglalífinu. „Við stig- ann þar sem við göngurn upp í Hellisey hefur alltaf verið mikið rituvarp. I fyrra var lítið varp en mun meira í ár. Hins vegar var aðeins einn ungi á lífi síðast þegar við fómm, allt hitt var dautt. Þá höfum við líka verið að taka súluunga og þegar maður nálgast ungana þá æla þeir. Þá sér maður hvað þeir em að éta og fyrst þegar ég byrjaði í þessu þá var þetta síli og síld í jafn miklu hlutfalli. Síðan varð sfldin meira áberandi en í ár er nánast eingöngu makríll í súluung- unum. Maður veit auðvitað ekkert hvað veldur þessum breytingum á fæðunni en það er eitthvað að gerast í hafinu, það er á hreinu." Bæjaryfirvöld stytta l^ndaveiðitímabilið: Astandið mjög alvarlegt Bæjarráð Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi sínum í hádeginu í dag að stytta lundaveiðitíma- bilið. Áður hafði bæjarráð samþykkt að tímabilið yrði eins og í hefðbundnu ári, til 15. ágúst. Hins vegar verður síðasti lundinn veiddur í hádeginu 10. ágúst samkvæmt ákvörðun bæjarráðs. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar sat fund bæjar- ráðs í dag en hann segir bæjar- yfirvöld einhuga í afstöðu sinni gagnvart afkomu lundans. „Ástæða þess að við förum í þessar aðgerðir er að Erpur Snær Hansen og hans fólk hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur orðið vart við verulegan pysju- dauða. Ákvörðun okkar er tekin í samráði við Náttúrustofu Suðurlands. Bæjaryfirvöld meta ástandið mjög alvarlegt og vilja sýna það í verki með því að stytta lunda- veiðitímabilið, bæði taka fra- man af því eins og gert var í vor og einnig taka aftan af því eins og nú er gert. Auk þess teljum við það afar mikilvægt að frumkvæði að verndun lunda- stofnsins sé hér heima í héraði og að öll ákvarðanataka gagn- vart stofninum verði hér áfram. Við erum alveg óhræddir við að sýna þá ábyrgð og festu eins og við höfum gert hingað til,“ sagði Gunnlaugur. Alyktun bæjarráðs Bæjaráð fjallaði um stöðu lundastofnsins og lundaveiði- tímabilið í morgun. Þar kom fram að fyrir liggi alvarlegar ábendingar bæði frá veiðimönnum og vísindamönn- um sem gefi ástæðu til að endurskoða veiðitímabilið fyrir veiðiárið 2008. Bæjarráð samþykkti að stytta áður auglýst veiðitímabil til kl. 20.00 sunnudaginn 10. ágúst. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því við viðkomandi yfirvöld að sérstök áhersla verði Iögð á rannsókn á lunda næstu ár til að tryggja sjálfbærar veiðar á tegundinni. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI netáfiamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.