Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 6
Frcttir / Fimmtudagur31.júlí2008 * Mörg að- komutjöld Langt er síðan eins mörg að- komutjöld hafa sést í Herjólfsdal á þjóðhátíð og var talsverður hópur gesta í tjöldunum fram á mánudag. Ekki fengu þeir að vera í friði því brennuvargur gekk berserksgang og kveikti í tjöldum. Slökkvilið var kallað út og lögreglan handtók manninn. A mánudagsmorguninn var búið að hreinsa Dalinn að mestu en mikið drasl var ennþá hjá aðkomutjöldunum. Mikið af búnaði hafði verið skilinn eftir, sumt í ágætis ástandi. Allt reynt Þjóðhátíðin freistar. Mikill áhugi var á þjóðhátíðinni og gripu sumir til sinna ráða þegar ekki var hægt að fá far með flugi eða Herjólfi. Heyrðist af 16 manna hóp sem kom með yfirbyggðum plastbát frá Grindavík. Þrír komu á litlu fleyi úr Þorlákshöfn og þurftu aðstoð síðasta spölinn. Þá voru tveir rétt búnir að fara sér að voða í Bakkafjöru þegar litlum bát þeirra hvolfdi í fjöruborðinu. Sæþór Vídó sló ekki slöku við Hljómsveitir máttu ekki spila lengur en til klukkan sex á morgnana og var það virt. Strákarair í Tríkót léku á litla pallinum og kom í þeirra hlut að slá síðasta tóninn í dansinum. Þeir létu ekki þar við sitja og héldu í tjald Vina Ketils bónda og þar söng Sæþór Vídó fram undir hádegi. Góð barndagskrá Barnadagskráin var góð að vanda þar sem strákarnir f Dansi á rósum, Brúðubíllinn og ekki síst Páll Óskar slóu í gegn. DÁR stjórnaði dagskránni eins og undanfarin ár en þar vekur söngkeppnin alltaf mesta athygli en þar voru sigurvegar Isey Sævarsdóttir í yngri flokki og Sandra Dís Sigurðardóttir í eldri flokki. Ekki fleiri hvít tjöld Það var hald manna að hvítu tjöldin hefðu verið fleiri nú en undanfarin ár en það reyndist ekki rétt. Nú voru þau 306, 2007 voru þau 310, 2006 voru þau 295, 2005 voru þau 290, 2004 voru þau 296 og 303 árið 2003. Það sem hefur aftur á móti gerst er að tjöldin hafa stækkað með hverju árinu. Það var ekki bara að Páll Óskar tryllti eldra fólkið, krakkarnir fengu líka sinn skammt hjá þessum einstæða listamanni sem lét sig ekki muna um að gefa eiginhandaráritanir þegar hann var búinn að skemmta. Ein stærsta þjóðhátíð frá upphafi Þjóðhátíðarinnar 2008 verður minnst fyrir að vera ein af stærstu hátíðunum frá upphafi. Lætur nærri að um 10.000 manns hafi sótt hátíðina í ár. Að flestra mati fór hún vel fram og engin stór mál komu til kasta lögreglu. Aðeins minniháttar líkamsmeiðingar og nokkur fíkniefnamál sem öll voru í minni kantinum. Þetta er ekki meira en búast má við þegar þetta mikill fjöldi kemur saman en það sem upp úr stendur er að frá föstudegi til sunnudags áttu þúsundir fólks ánægjulegar stundir í Herjólfsdal. Líka að undantekningalítið eru gestir sem hingað koma alveg til fyrirmyndar og sjálfum sér til sóma. „Þetta er með stærstu ef ekki stærsta þjóðhátíð sem við höfum haldið. Þrátt fyrir það gekk allt að óskum og gestir sem rætt var við eru mjög ánægðir með hvernig til tókst," sagði Birgir Guðjónsson, formaður þjóhátíðarnefndar þegar Fréttir ræddu við hann á þriðjudaginn. „Allt er þetta í föstum skorðum og við búum yfir mikilli reynslu og þekkingu í að taka á móti fólki þannig að þetta rennur allt áreynslulaust hjá okkur. Endurbætur á svæðinu skiluðu sér, bæði að nú er búið að malbika allan hringinn í Dalnum og stækkunin á tjaldstæðunum undir tjöld heima- manna sem sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri." Eitthvað fyrir alla Birgir segir að mikil aðsókn hafi kannski ekki komið sér svo mikið á óvart því staðreyndin sé að síðasta hátíð selur þá næstu. „Það var reyndar ekki sérlega gott veður í upphafi hátíðarinnar í fyrra en strax á föstudagskvöldið var komið gott veður sem héist aila helgina. Há- tíðin var í samræmi við það og nú erum við að uppskera. Það er líka ákveðinn kjarni sem kemur ár eftir ár sama hvað gengur á og ég gæti trúað að hann sé orðinn stærri en þeir Vestmannaeyingar sem sækja hátíðina. Bæði eru þetta brottfluttir Eyjamenn og fólk milli tvítugs og þrítugs sem kemur ár eftir ár, lætur það ekki stoppa sig þó vindar blási og dropar falli. Þetta sýnir okkur að við erum að gera rétt og þó aðrir reyni að apa eftir okkur er það þjóðhátíðin hin eina sanna sem stendur upp úr," sagði Birgir. Svæðið þolir illa rigningu Sitt sýnist hverjum um dagskrána en Birgir segir að ekkert sé við því að gera en þeir reyni að fá þá lista- menn sem standi hæst hverju sinni. „Við höfum það að leiðarljósi að allir finni eitthvað við sitt hæfi og miðað við þau viðbrögð sem við TVEIR fllottir, Jónsi og Raggi Bjarna. fáum held ég að það takist hjá okkur," sagði Birgir að endingu. Veðrið á þjóðhátíðinni var gott bæði föstudag og laugardag en á sunnudag gerði úðarigningu í logni. Þó ekki væri úrkoman mikil var hún nóg til þess að gróður tróðst niður í Dalnum og Brekkan var orðin eitt drullusvað að hluta og heldur ókræsileg í Brekkusöngnum. Myndaðist geil í brekkunni sem sumir notuðu sem rennibraut. 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.