Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Side 7
Fréttir / 7 Þjóðhátíðin 2008 verður hátíðin hans Páls Óskars. Hann sló í gegn á barnadagskránni og enginn náði upp meiri stuðningi en hann á stóra pallinum. Þjóðhátíðin er ein af gersemum Eyjanna -hugleiðingar Elliða Vignissonar að lokinni vel lukkaðri hátíð ELLIÐI og f jölskylda í Brekkunni á föstudagskvöldið. Þjóðhátíð okkar Eyjamanna á sér lengri og sterkari hefð en aðrar skemmtanir og hátíðir á Islandi. Uppskriftin er ekki flókin en þrátt fyrir ríkan vilja hefur engu öðru bæjarfélagi eða skemmtanahöld- urum tekist að leika þennan leik eftir. Þjóðhátíðin er því einstök. „Brekkusöngur, bálkösturinn allt á sínum stað, blíðar meyjar vaskir sveinar saman fylgjast að,“ segir í einu af þjóðhátíðarlögunum okkar en það þarf meira til. Þjóðhátíðin er sameign okkar Eyjamanna allra. Hún er ein af gersemum Eyjanna og endurspeglar töfra samfélagsins og því erum við öll ábyrg fyrir henni í nútíð og framtíð. Samheldni, hefðir og gestrisni Samheldni okkar Eyjamanna er fyrir löngu orðin landsþekkt. Það er ekki síst á þjóðhátíð sem reynir á þessa samheldni og ár eftir ár stöndumst við prófið. Þá komum við Eyjamenn saman sem ein fjöl- skylda og kappkostum að skemmta hvert öðru með söng og hverskonar samveru. Fjölskyldur eru tryggar sínum eigin hefðum og ganga þær í arf frá kynslóð til kynslóðar. Kjötsúpuboð, lundaveislur, rjóma- tertur og söngveislur eru meðal þess sem gerir hátíðina okkar öðru- vísi. Eftir að hafa verið á tæplega 40 þjóðhátíðum þá er það mín til- finning að gestir okkar séu ætíð að verða betri í að taka þátt í þjóðhá- tíð. Virðing fyrir hefðum okkar heimamanna hefur aukist og gestir taka þátt í hátfðinni á okkar for- sendum. Það er lfka afar ánægju- legt að sjá hversu reiðubúnir Eyjamenn eru til að opna heimili sín og tjöld fyrir gestum og veita þeim innsýn í þau forréttindi sem það er að vera Eyjamaður. Þar að auki eru gestir margfalt betur búnir og tilbúnari til að bjarga sér sjálfir ef veður setur strik í reikninginn. Ástæða er til að hafa sérstaklega orð á myndugleika þeirra ung- menna sem hingað koma ár eftir ár. Þau eru sjálfum sér til mikils sóma. Þá verður seint oflofuð sú mikla fórnfýsi sem mótshaldrarar og velunnarar þjóðhátíðarinnar sína ár eftir ár. Breytingar eru framundan Hátíðin sem nú var að Ijúka er um leið sú stærsta og ein af þeim best lukkuðu. Um 13.000 manns sóttu hátíðina og þótt allt hafi gengið vel þá er okkur öllum Ijóst að með óbreyttu ástandi eigum við ekki gott með að taka á móti mikið fleiri gestum. Hinsvegar liggur fyrir að það sem hingað til hefur stjómað stærð þjóðhátíðar er flutningsgetan til og frá Eyjum. Eftir tvö ár tvöfaldast þessi flutningsgeta. Nýr Herjólfur sem siglir í Land-Eyjahöfn á innan við 30 mínútur getur sennilega flutt um 2800 manns á dag innan áætl- unar og ef við gefum okkur að skipið sigli allan sólarhringinn líkt og Herjólfur gerir nú þá getur hann flutt um 5000 manns á sólarhring. Þar að auki má leiða líkur að því að smærri farþegabátar og -ferjur eigi hægara með að auka enn á mögu- leika í fólksflutningum til Eyja. Það er því ljóst að við Eyjamenn þurfum að taka yfirvegaðar og meðvitaðar ákvarðanir um þróun þjóðhátíðarinnar. Bærinn stendur áfram við bakið á mótshöldurum Vestmannaeyjabær hefur undan- farin ár í góðri samvinnu við móts- haldara lagt áherslu á að bæta aðstöðu til mótshalds. Gönguleiðin í Herjólfsdal hefur verið bætt mikið sem og akstursleiðir bfla, hlaupa- brautin hefur verið malbikuð, tjald- stæðum heimamanna hefur verið fjölgað og gæði þeirra aukin, jarðvegsskipt hefur verið á álags- blettum og þannig mætti áfram telja. Á þessari leið þarf áfram að halda. Afar mikilvægt er að allt sem snýr að hreinsun og sorphirðu verði tekið til endurskoðunar, bæta þarf mannvirki og endurskoða staðsetningu þeirra. Ljóst er að brekkan ber ekki fleiri gesti en nú var og huga þarf að bótum á stóra sviðinu. Endalaust má áfram telja. Stefnumótun þjóðhátíðar Af þessum sökum hefur Vest- mannaeyjabær í samráði við Þjóðhátíðamefnd ákveðið að skipa stýrihóp sem fara skal fyrir stefnu- mótun þjóðhátíðarinnar. Hlutverk stýrihópsins verður að móta fram- tíðarstefnu fyrir þjóðhátíðina þar sem meðal annars verður horft til uppbyggingar á hátíðarsvæðinu, áherslur í markaðssetningu, ör- yggismála og annarra þátta sem tryggja eiga að töfrar þjóðhátíðar tapist aldrei og hún haldi áfram að vera Eyjamönnum öllum til sóma. Og þá mun allt verða eins og var sko áður en þú veist, þú veist og þetta eina sem út af bar okkar á milli ífriði leyst. Elliði Vignisson bœjarstjóri engum líkur Því verður ekki á móti mælti að brennan á föstudagskvöldinu, flugeldasýningin á laugardags- kvöldinu og Brekkusöngurinn og blysin á sunnudagskvöldinu, sem fá fólk til að standa á öndinni, eru það sem fólki finnst standa hæst á þjóðhátíð. Ekki er ætlunin að leggja dóm á framlag skemmtikrafta á hátíðinni og hver hafi staðið á toppnum á þeim vettvangi. En fáir ná að slá Páli Óskari við þegar hann byrjar að þeyta skífur. Náði hann upp ótrúlegri stemmningu á stóra pallinum á sunnudags- kvöldinu og þeir sem þar stigu trylltan dans létu rigninguna í léttu rúmi liggja. Enginn er jú verri þó hann vökni. Kjálkabrot Einn var fluttur til Reykjavfkur vegna kjálkabrots. Sex aðrar líkamsárásir voru tilkynntar, allar minniháttar og nokkur þjófnaðarmál komu upp þar greipar voru látnar sópa úr tjöldum hátíðargesta. Sautján fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíðinni í ár en lögreglan lagði mikla áherslu á fíkniefna- leit. Árið 2005 voru málin á fimmta tug. I ár var um að ræða amfetamín, kókaín, kannabis og sýru og fundust efnin á fólki og á víðavangi. Oprútnir ævintýra- menn Morgunblaðið greinir frá því að boðið hafí verið upp á ferðir með hraðbát sem flutti farþega út í trillu sem flutti fólk til Eyja gegn 7000 króna greiðslu. Þarna voru óprúttnir ævintýramenn á ferðinni sem þama stefndu fólki í stórhættu. Var fólk án björgunarvesta og trillan sem flutti fólkið til Eyja hefur ekki leyfi til farþegaflulninga. Betur fór en áhorfðist en hægt er að taka undir með einum sem stóð að flutningunum þegar hann sagði að þetta hefði verið tómt rugl.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.