Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 11
T Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 11 / Kristín Osk - Skyndibitar fyrir sálina Hugsaðu jákvætt, það er léttara Það er mjög slæmt fyrir okkur að festa okkur í fórn- arlambs hugs- uninni, hún getur haft svo slæm áhrif á líðanina hjá okkur. Jákvæð hugsun snýst ekki bara um að vera í góðu skapi. Kæru lesendur, ég vona innilega að Þjóðhátíðin hafí farið vel fram hjá ykkur öllum og þið skemmt ykkur jafn vel og ég gerði! Fyrsta geðorðið fjallar um að hugsa jákvætt og er við hæfí að tengja það við helgina sem nú er á enda. Eg hef alltaf sagt að veðrið í Dalnum sé hugarástand. Ég hef það fyrir reglu að mæta með sól í hjarta í Dalinn og einhvern veginn þá er alltaf gott veður hjá mér, sama hvemig viðrar. Það er nefnilega svo að það er miklu auðveldara að hugsa jákvætt, samt er þetta ákveð- in tækni sem maður þarf að tileinka sér. Fyrsta geðorðið snýst um hugar- far. „Samband milli hugsana og til- finninga er mjög sterkt. Ef við hugsum um eitthvað sorglegt verð- um við sorgmædd og á sama hátt verðum við glöð þegar við hugsum um eitthvað ánægjulegt. Einfaldasta leiðin til að breyta því hvernig okkur líður hverju sinni getur verið að hugsa um eitthvað annað en það sem við vorum að hugsa.“ Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 1. Þetta er samt ekki alltaf svona einfalt og við verðum óneitanlega að taka það með í reikninginn að stundum þurfum við að leyfa okkur að finna til. Til dæmis ef við miss- um náin vin eða aðstandanda, þá er eðlilegt að vera sorgmæddur og mikilvægt að fara í gegnum það ferli tilfmningalega séð. Það sem er einna mikilvægast, eins og ég hef komið inná nokkrum sinnum áður, er að vera meðvitaður um tilfmningar sínar. „Ef við erum vakandi fyrir því að við getum haft áhrif á líðan okkar með hugarfarinu öðlumst við ákveðið frelsi og það kemur í veg fyrir að við verðum fómarlömb tilfinninga okkar.“ Það er mjög slæmt fyrir okkur að festa okkur í fómarlambs hugs- uninni, hún getur haft svo slæm áhrif á líðanina hjá okkur. Jákvæð hugsun snýst ekki bara um að vera í góðu skapi. „Sálfræð- ingurinn Barbara Fredrickson hefur með rannsóknum sínum sýnt að þegar tilfinningar okkar em já- kvæðar erum við meira skapandi. Einnig hefur verið sýnt fram á að fólk sem finnur fyrir og greinir oft frájákvæðum tilfinningum sé lík- legra til að vera ánægt með lífið og eiga innihaldsríkari sambönd við aðra. Það er einnig afkastameira og ánægðara í vinnu, hjálpsamara við aðra og líklegra til að ná settum markmiðum í lífinu.“ Úr bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Mér fannst alveg magnað að lesa um þessa rannsókn. Ég er reglulega spurð hvort að ég sé alltaf svona jákvæð eins og ég legg upp með að skrifa um í pistlunum mínum. Svarið er að mestu leyti já. Ég er búin að vinna svo mikið með þenn- an þátt í mínu lífi, jákvæðu hugsun- ina og hefur hún komið mér þangað sem ég er í dag. „Þetta fyrsta geðorð felur í sér að jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðunar þegar á heildina er litið. Jákvætt viðhorf í eigin garð er lyk- illinn að góðri sjálfsmynd og sjálfsviðurkenningu. Með jákvæðri sýn á lífið reynist auðveldara að takast á við vandamál á uppbygg- ilegan hátt.“ Ur bókinni Velgengni og vellíðan, um geðorðin 10. Ég er frjáls af því að finna til og minn sársauki felst kannski mest í verkjum og stundum örlitlu von- leysi samfara þeim. Málið er að ég kann orðið að tækla þetta og eins og ég segi alltaf; Á morgun kemur nýr dagur, með nýjum loforðum og það fleytir mér ansi langt get ég sagt ykkur. Munið þvf að hugsa jákvætt, það er svo miklu léttara! Jafnframt, þá getið þið alltaf fundið eitthvað pínulítið jákvætt á hverjum einasta degi. Smá bros, skítugur koss frá barni, fallegur dagur þar sem Eyjan skartar sfnu fegursta - það er ALLTAF hægt að finna eitthvað. Með þessum orðum kveð ég. Kœr kveðja, ykkar Kristín Ósk - krístino @ vestmannaeyjar. is Peter Leigh vill markaðssetja þjóðhátíð í Englandi: Gæti freistað Englendinga Peter Leígh frá London kom gagngert á þjóðhátíð til að kanna hvort það væri raunhæfur kostur að fiytja inn Englendinga gagn- gert til að leyfa þeim að upplifa þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa skemmt sér í þrjá daga í Herjólfsdal er niðurstaðan sú að grundvöllur sé á að koma hingað með litla hópa sem hluta af stærri pakkaferð til Islands. Spurningin sé aftur á móti hvort þrjár nætur sé ekki of stór biti fyrir Englendinga sem þó eru ýmsu vanir í skemmtanahaldi. Peter hefur lengi starfað í tón- listargeiranum, vann meðal annars að markaðsmálum hjá útgáfufyrirtækinu One Litle Indian sem gaf út plötur Sykur- molanna og Bjarkar. „Þar vann ég í tvö ár að mark- aðsmálum og voru Sykurmol- arnir og Björk hluti af því þó ég kynntist þeim ekki mikið,“ sagði Peter sem fyrst kom til íslands 1998. „Síðasta ár hef ég verið að skipuleggja ferðir til Islands en ferðaskrifstofan heitir Iceland Retreat sem býður upp á sér- hæfðar ferðir til Islands. Leggj- um við áherslu á ferðir þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða landið, njóta menningarlífs og heilsulinda sem hér eru. Island er mjög lifandi land. Hefur það umfram önnur lönd í Evrópu að vera enn í sköpun og hefur upp á svo margt að bjóða. Auk þess sem hér býr mjög skapandi þjóð þó mér finnist stundum of mikið gert úr því þegar verið er að kynna land og þjóð á erlendum vettvangi.“ Þegar talið berst að þjóðhátíð segir hann að hún hafi um margt komið sér á óvart. „Eg hef lengi vitað af hátíðinni og hélt að hún væri meira hefðbundin tónlistar- hátíð en hún er einhvern veginn aukaatriði. Hér eru allir svo vel- komnir og eitt sem vakti athygli mína var að hvergi heyrði maður ensku. Sem er ólíkt öllum hátíðum sem ég hef komið á í Evrópu þar sem enskan er oft ráðandi. Meira að segja á G-festi- val í Götu í Færeyjum. Svo er það spjallið og söngurinn í hvítu tjöldunum.“ Peter sagði að fólk hefði látið sig í friði en eftir að hann gaf sig á tal við það var ísinn brotinn. „Þá var spjallað um heima og geyma milli þess sem fólk söng af hjart- ans Iist. Það er líka athyglisvert hvað fjölkyldan stendur traustum fótum í þessu samfélagi ykkar. Þetta allt saman gerir það spenn- andi fyrir útlendinga að koma á þjóðhátíð. Eg ætlaði að fara upp á land á sunnudeginum en komst ekki sem betur fer því ég hefði ekki viljað missa af kvöldinu. Það var stórkostlegt að upplifa Brekkusönginn sem er ólíkt öllu því sem ég hef kynnst áður. Þó hef ég komið á flestar hátíðir í Evrópu.“ Peter er sannfærður um að þjóðhátíð geti freistað Englend- inga en hann vill byrja í smáum stíl. „Eg sé fyrir mér að koma hingað með 15 til 20 manna hóp með öflugri leiðsögn. Eg geri ekki ráð fyrir að fólkið yrði hér alla dagana þrjá, frekar einn eða tvo daga og yrði dvölin hér hluti af stærri pakka. Svo vil ég benda á að hér er margt annað forvitni- legt en þjóðhátíð. Bæði landslag og sagan sem hér er við hvert fót- mál,“ sagði Peter að lokum. PETER heillaðist af þjóðhátíðinni. -Ég ætlaði að fara upp á land á sunnudeginum en komst ekki sem betur fer því ég hefði ekki viljað missa af kvöldinu. Það var stórkostlegt að upplifa Brekkusönginn sem er ólíkt öllu því sem ég hef kynnst áður. Þó hef ég komið á flestar hátíðir í Evrópu. Erilsamt hjá lögreglu Erilsamt var hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum aðfaranótt mánudags og gistu nokkrir fangageymslu vegna ölvunar og ólæta í Herjólfs- dal. Eitt fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi, en um var að ræða 6 grömm af amfetamíni sem fannst á aðila sem var að koma til Eyja. Samtals komu upp 17 fíkniefnamál á hátíðinni frá fimmtudegi en eins og komið hefur fram var mikil áhersla lögð á að hafa eftirlit með þessum málaflokki, er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar upp komu á fimmta tug mála. Nú var um að ræða amfetamín, kókaín, kannabis og sýra, en efnin fundust bæði á fólki en einnig á víðavangi þar sem neytendur höfðu kastað þeim frá sér, er þeir urðu varir við lögreglu. Sex líkamsárásarmál voru kærð til lögreglunnar yfir hátíðina, öll min- niháttar. Nokkur þjófnaðarmál komu upp var þar aðallega um að ræða að greipar voru látnar sópa úr tjöldum hátíðargesta. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið kæru eða vitneskju um kynferðis- brot á hátíðinni þegar þetta er ritað. Lýst eftir vitnum Lögrelgan auglýsir eftir vitnum að líkamsáras um það leiti sem Brekkusöng lauk. Kærandi var að ganga niður brekkuna á milli stóra sviðsins og veitingatjaldsins þegar hann var slegginn í andlitið með flösku. Var hann klæddur í gyltar leggingsbux- ur, svarta hermannaklossa, bleikt ballerínupils, bleikan bol og með bleika loðhúfu á höfði. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1665. Mikill pysju- dauði í Bjarnarey undan Vopnafirði Lundastofninn virðist vera hætt kominn víðar en í Vestmannaeyjum. Dauðar lundapysjur í hundraðatali var sjón sem blasti við lundaveiði- mönnum í Bjarnarey undan Vopna- firði fyrir skömmu. Líklegasta ástæðan fyrir þessu er talin vera skortur á æti en breyttar aðstæður í sjónum geta líka verið haft áhrif. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust frá Náttúrustofnun Suðurlandi er mikill áhugi hjá sérfræðingum um Lundaveiðar að rannsaka þetta mál frekar en það er þó ekki hægt í bráð vegna fjárskorts. Árni Magnússon sem býr á Vopnafirði og hefur stundað lunda- veiði í Bjamarey undanfarna tvo áratugi segist aldrei hafa orðið var við pysjudauða á borð við þennan. mbl.is greindifrá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.