Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 8. ágúst 2008 15 Knattspyrna: Ævintýri að koma til Islands segja brasilísku leikmenn kvennaliðs ÍBV Þrjár brasilískar knattspyrnukonur hafa leikið með IBV í sumar og hafa vakið talsverða athygli fyrir vask- lega framgöngu á vellinum. Þær Aline Dos Santos, varnar- og miðju- maður, Maira Ogata, markvörður og Katya Arruda, sóknarmaður voru til í að segja aðeins frá sjálfum sér og reynslu sinni af Islandi. Maira „Ég er frá Sao Paolo og byrjaði að spila fótbolta þegar ég var ellefu ára gömul en byrjaði ekki í markinu fyrr en ég varð 15 ára,“ sagði markvörð- urinn Maira Ogata. „Ég hef spilað með tveimur stórum félögum í Brasilíu, Juventus og Santos en Pelé spilaði einmitt með því félagi á sínum tíma. Síðan fór ég í háskóla í Bandaríkjunum og spilaði fótbolta með náminu. Ég var reyndar búin að leggja skóna á hilluna og hafði lítið spilað í heilt ár en svo kom þetta tækifæri að koma til Islands í sumar og ég ákvað að grípa það,“ sagði Maira sem er í mastersnámi í Bandaríkjunum. Aline Aline kemur eins og Maira frá Sao Paolo í Brasilíu en hún byrjaði seinna í fótbolta. „Ég byrjaði 14 ára gömul og ég spilaði fyrir tvö stór félög, Corinthians og hitt er Palm- eiras. I mínum vinahópi voru margir strákar og þeir voru auðvitað hvattir til að spila fótbolta. Ég fór að leika mér með þeim og eitt leiddi af öðru. Eftir nokkur ár var ég farin að spila sem atvinnumaður og hef spilað nánast stanslaust síðan. Ég tók smá pásu þegar ég var 15 ára en byrjaði aftur á fullu 16 ára görnul." Katya „Ég heiti Katya en vinir mínir kalla mig Katynha, sem þýðir Katya litla. Það er eins og Ronaldinho, sem var kallaður litli Ronaldo vegna þess að það var annar Ronaldo í brasilíska fótboltanum. í Brasilíu fær fólk oft svona viðurnefni og þar sem ég er frekar smávaxin þá þótti tilvalið að kalla mig þetta. Én ég byrjaði í fót- bolta með eldri bróður mínum og við vorum alltaf að spila. Við erum bara tvö systkinin og vorum því mikið að leika okkur saman í fót- bolta en ég var bara 5 ára þegar við byrjuðum að leika okkur saman. Þegar ég var 11 ára byrjaði ég hjá fyrsta félaginu mínu en gerðist atvinnumaður 16 ára gömul. Ég hef samt sem áður meira verið í innan- hússknattspyrnu og spilaði með tveimur bestu félögunum. Ég fór svo til Bandaríkjanna og spilaði þar en ég elska að spila fótbolta og gæti spilað allan sólarhringinn ef ég fengi tækifæri til þess.“ Vissum ekkert um ísland Þegar þær eru spurðar út í það hvernig þeim leist á að koma til Islands til að spila fótbolta brosa þær allar vandræðalega. „Við hugs- uðum allar það sama, þetta verður kalt. I sannleika sagt vissum við ekkert um ísland eða fótboltann hér. Við vildum samt prófa þetta enda algjört ævintýri fyrir okkur að koma hingað til íslands," segir Maira. Þær segja allar að landið hafi komið þeim á óvart. „Það var enginn snjór hérna þegar við komum eins og við áttum von á heldur falleg náttúra. Fólkið hérna hefur líka verið einstaklega skemmtilegt og hjálplegt og við erum búnar að taka mikið af myndum," segja stelpumar. En hvað með íslenska kvennafót- boltann, hvernig finnst ykkur hann? „Hann er harður, mjög harður. Meira að segja á æfingum er tekið vel á því og það er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Hér er hraðinn meiri ef við miðum við háskólaboltann í Bandaríkjunum. Hér byrja stelpur mun fyrr að spila fótbolta og hafa því betri tækni en í Bandaríkjunum þar sem ungir krakkar eru bara að leika sér en hér bæta krakkar tæknina jafnt og þétt.“ Hvernig líst ykkur á möguleika IBV á að komast upp? „Önnur lið eru að bæta sig veruleg eins og IA sem við unnum 7:1 í fyrs- ta leik en gerðum svo 2:2 jafntefli í seinni leiknum. En stelpurnar em að bæta sig lfka og við erum að verða betri sem lið. Ef ÍB V fer ekki upp núna þá örugglega næsta sumar því það em mjög efnilegast stelpur í liðinu," segir Maira sem hefur að mestu orðið fyrir stelpumar. Hvernig fannst ykkur svo Þjóð- hátíðin? „Þjóðhátíðin var mjög skemmtileg," segja þær allar og brosa. „Við kynntumst mjög mörgum á Þjóð- hátíðinni og þetta er flottasta partý sem við höfum farið í,“ segja þær og brosa. Allar segjast þær vera til í að koma aftur næsta sumar og vildu nota tæki- færið í lok viðtalsins að þakka öllum þeim sem þær hafa hitt og hjálpað sér. Ungmennalandsmót UMFÍ: Nökkvi meistari ÍBV sendi tvo keppendur á laugardaginn á skákkeppni Unglingalandsmóts UMFÍ sem fór fram í Þorlákshöfn, þá Nökkva Sverrisson og Kristófer Gautason. Keppt var í íjómm flokkum stráka og stúlkna 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára. Skemmst er frá því að segja að Nökkvi sigraði í sínum flokki sem var reyndar sameinaður eldri flokkunum. Nökkvi var með sex vinninga eftir sjö umferðir, þrátt fyrir að fá dæmt jafntefli í fyrstu umferð þar sem Eyjamenn komu seint á mótsstað og misstu af fyrstu umferðinni, enda á miðri Þjóðhátíð. Nökkvi gerði einungis jafntefli við Jóhann Óla, sem reyndar keppti í eldri flokki en vann allar hinar skákimar og því eignuðumst við Eyjamenn þar okkar eina Landsmótsmeistara þetta árið. Kristófer átti slæman dag og lenti í fjórða sæti með 6,5 vinning en kepp- endur voru 8 í hans flokki sem var 11-12 ára. Stelpurnar höfðu betur Góð þátttaka var í boðhlaupi sem Ungmennafélagið Óðinn stóð fyrir á setningu Þjóðhátíðar. A myndinni eru verðlaunahafarnir saman- komnir en í unglingaflokki öttu kappi sfrákar gegn stelpum og höfðu stelpurnar betur. Kristgeir Orri Grétarsson, 16 ára: Fór holu í höggi Kristgeir Orri Grétarsson, I6 ára, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi síðasta þriðjudagskvöld þegar hann var að spila golf með bróður sínum, Agústi Emil. Kristgeir sló draumahöggið á 12. braut sem er par 3 og um 140 metra löng. Kristgeir notaði 8 járn af gerðinni Ben Hogan og urðu nokkrir kylfingar vitni að högginu góða. Kristgeir var þó hinn rólegasti yfir afrekinu þegar hann ræddi við blaðamann. „Ég er búinn að vera leika mér í golfi í tvö ár en ákvað að taka þetta af meiri alvöru í ár. Við vorum tveir að spila á þriðjudagskvöldið, ég og bróðir minn Agúst Emil en svo voru nokkrir kylfmgar á brautunum í kringum okkur. Ég vissi strax og ég sló að þetta var gott högg enda náði ég að fylgja boltanum eftir. Hann skoppaði einu sinni á flötinni og rúllaði svo bara ofan í.“ Kristgeir segist ekki hafa trúað því að hafa farið holu í höggi og beðið aðra um að staðfesta það. „Ég var auðvitað mjög hissa þegar ég sá boltann hverfa ofan í holuna og trúði því ekki að ég hefði farið holu í höggi. En eftir að ég spurði þá sem voru í kring þá fór ég að trúa því og fagnaði auðvitað í kjölfarið. Þeir sem voru í kring óskuðu mér til hamingju þannig að þetta var bara mjög gaman.“ Og draumahöggið hefur vœntanlega ekki minnkað áhugann á golfinu? „Nei alls ekki. Nú verður bara æft stíft í vetur og svo endurtek ég bara leikinn næsta sumar.“ Allir þeir sem fara holu í höggi komast í svokallaðan Einherjaklúbb GSÍ og fá viðurkenningu þar af lútandi. Kristgeir er nú kominn í þennan virta félagsskap en tveir aðrir hafa farið holu í höggi á golfvellinum í sumar og báðir eru þeir í GV. Fyrst fór Sigurgeir Jónsson holu í höggi á 2. braut 16. maí og Arsæll Helgi Amason lék sama leik á 17. braut 3. júlí. Iþróttir Sveitakeppnin á Akureyri Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja tekur þátt í Sveitakeppninni í golfi sem fer fram um helgina. GV leikur í 2. deild og fer keppnin fram á golfvellinum á Akureyri. Atta kylfingar skipa sveit GV en það em þeir Gísli Steinar Jónsson, Grétar Eyþórsson, Gunnar Geir Gústafsson, Hallgrímur Júlíusson, Júlíus Hallgrímsson, Karl Har- aldsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson. Anton og Egill hjá ÍBV til 2010 Tveir ungir og efnilegir knatt- spyrnumenn framlengdu sam- ningi sínum hjá IBV í síðustu viku en þeir Anton Bjamason og Egill Jóhannsson eru nú samnings- bundnir félaginu til ársins 2010. Báðir hafa komið talsvert við sögu hjá ÍBV í sumar, Egill hefur leikið ellefu af fjórtán leikjum liðsins og lék alla þrjá leiki ÍBV í bikarkeppninni. Anton hefur spi- lað tíu leiki í íslandsmótinu og tvo bikarleiki. Egill á alls 27 leiki í meistarallokki ÍBV að baki en Anton 47. Stelpurnar í efsta sæti Lið ÍBV í öðrum flokki kvenna í knattspymu hefur staðið sig mjög vel það sem af er sumri en síðasta miðvikudag lögðu stelp- urnar Keflavík að velli í Vestmannaeyjum. Kolbrún Stefánsdóttir kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og urðu það lokatölur leiksins. ÍBV er í efsta sæti A-deildar Islandsmótsins með 18 stig en Breiðablik er í öðm sæti, þremur stigum á eftir IBV og á að auki leik til góða. Eyjastelpur eiga þrjá leiki eftir í Islandsmótinu, gegn Þrótti, Val og KR og fara þeir allir fram í Eyjum. Framundan Fimmtudagur 7. ágúst Kl. 18.00 ÍBV-Víkingur I. deild karla. Kl. 19.00 Grótta-ÍBV 3. flokkur karla. Föstudagur 8. ágúst Kl. I7.30 GRV-ÍBV I. deiid kvenna. Mánudagur 11. ágúst Kl. 19.00 ÍBV-KFR 2. flokkur karla. Þriðjudagur 12. ágúst Kl. 18.30 Fjarðabyggð-ÍBV 1. deild karla. Kl. 17.00 Þróttur-ÍBV 4. Bokkur karla AB. Kl. 17.00 ÍBV-Njarðvík 5. flokkur karla ABCD. Miðvikudagur 13. ágúst Kl. 19.00 ÍBV-FH 1. deild kvenna. Kl. 15.50 Breiðablik2-ÍBV2 5. flokkur karla D. KI. 17.00 ÍBV-Valur 5. flokkur kvenna ABC.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.