Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 1
BlLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Vidgerðir og smurstöd - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35.árg. I 33. tbl. I Vestmannaeyjum 14. ágúst 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is ^^_- SUMARBLÍÐA. Veðrið hefur leikið við Eyjamenn síðustu daga og þegar á heildina er litið virðist sumarið 2008 ætla að verða gott ^^¦^ sumar. Einhver breyting verður næstu daga en áfram verður hlýtt. Mynd Sæþór Vídó. » Meira er af eins árs síli I en undanfarin tvö ár Valur Bogason hjá Hafrannsókna- stofnun í Vestmannaeyjum hefur stýrt rannsóknum sem ætlað er að meta breytingar á stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga hjá síli. Tveggja vikna leiðangri á Gæfu VE 11 lauk 20. júlí en þetta er þriðja árið í röð sem farið er í slíkan leiðangur og farið á fjögur svæði Breiðafjörð, Faxaflóa, Vest- mannaeyjar að Vík og Ingólfs- höfða. Á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að sílisárgangur 2007 er mun stærri en árgangar 2005 og 2006. Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 ár- gangi. Vöxtur í árganginum virðist einnig hafa verið góður og Tilboð í nýjan Herjólf opnuð fimmtudag í dag, fimmtudag klukkan 11.00 Vestmannaeyjum og verða opnuð tilboð í nýjan Herjólf. Þetta kemur fram á vef Ríkis- kaupa sem fyrir hönd Siglinga- stofnunar óskuðu eftir tilboðum í smíði nýrrar ferju til fólks-, bfla- og vöruflutninga til og frá Landeyjahafnar. Ekki kemur fram hvað marg- ir buðu í smíðina en stóra spurningin er, hvenær verður nýtt skip tilbúið. góð meðallengd seiða í fyrra skilar sér nú í stóru ársgómlu síli. I ár virðist talsverður hluti eins árs síla vera af svipaðri lengd og 2 ára sfli voru árið 2006. Þessar fyrstu niðurstöður eru þó eingöngu byggðar á lengd sflis en á næstu mánuðum fara fram aldurs- greiningar á sýnum ársins og frekari úrvinnsla. Vöxtur á milli ára er breytilegur hjá síli og einnig er mikill breytileiki f lengd eftir aldri innan árs og milli svæða. Hlutfall eins ár sfla var mjög lágt árið 2006 þegar mest fékkst af tveggja og þriggja ára síli og árið 2007 voru seiði og þriggja ára og eldra síli í mestu magni. Argangur 2007 er mun stærri en árgangarnir 2005 og 2006, sem voru mjög lélegir. I sumar var aukning á eins ár síli sérstaklega áberandi á svæðinu frá Vestmanna- eyjum að Vfk, þar sem nær ekkert hefur fengist af síli síðastliðin tvö ár. Eins og annars staðar jókst hlut- fall eins árs sílis í aflanum í Breiða- firði, en þegar á heildina er litið fékkst þó minna þar af síli nú en undanfarin tvö ár. Minna fannst af seiðum frá því í vor en í fyrra. Þau voru svipuð að stærð og árið 2006 en minni en árið 2007. Eins og í fyrra fengust flest þeirra í Breiðafírði. Ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs með neinni vissu fyrr en sést hvernig hún skilar sér sem 1 árs síli á næsta ári. Valur sagði að einnig hefði verið farið í leiðangur 29. júlí til að athuga með fæðu fullorðins lunda. „Eitthvað var um 0- grúbbu seiði við Bakkafjöru og þar var lundi í æti. Það virtist hins vegar ekki nóg til að koma í veg fyrir pysjudauða," sagði Valur og vísaði til frétta um pysjudauða í úteyjum. Þð er í raun fuglafræðinga að segja til um hvort unginn ræður ekki við stærra sfli," sagði Valur en niðurstöður leiðangurssins sýna að eins árs sfli finnst í meira mæli en undanfarin tvö ár. Volcano Café opnar í næsta mánuði „Við erum að taka við þessu og stefnum á að opna eftir gagngerar endurbætur helgina í kringum 4. september," sagði Björgvin Þór Rúnarsson en hann og Margrét Hildur Ríkharðsdóttir ætla að reka Vocano Café þar sem Dríf- andi pöbb hefur verið til húsa. „Við ætlum að taka allt í gegn og stækka húsnæðið um helming. Staðsetningin er frábær en þetta eru meiri endurbætur og breyt- ingar en við gerðum okkur grein fyrir. Við stefnum á að opna fyrstu helgina í september og svo verður að koma í ljós hvort það gengur upp. Það verður frítt inn og við verðum eitthvað með trúbardora en þetta verður ekki ballstaður. Við stflum inn á að fá til okkar fólk á besta aldri enda ekki margir staðir í boði fyrir fólk sem vill setjast niður og spjalla í rólegheitum yfir bjór eða kaffibolla, " sagði Björgvin sem mun áfram koma að rekstri Hallarinnar eins og verið hefur. Slökkvi- tækja- þjónustan í Vélasalinn Grímur Guðnason hefur keypt Vélasalinn við Vesturveg af Vestmannaeyjabæ og ætlar að flytja starfsemi Slökkvitækja- þjónustunnar þangað. ,Við ætlum að flytja starf- semina í Vélasalinn seint í haust eða í byrjun vetrar. Það þarf að gera talsverðar endurbætur og breytingar á húsnæðinu, hólfa niður o.s.frv. Húsnæðið hentar mjög vel undir starfsemina, allt á einni hæð og góð aðkoma að húsinu. Ég hef verið með aðstöðu í Skildingavegi og kem til með að selja hana," sagði Grímur og flytur starfsemina eftir að Vélasalurinn verður klár undir sjarfsemina. í fundargerð bæjarráðs frá 7. ágúst segir að kaupsamningurinn hafí verið undirritaður 31. júlí og þær upplýsingar fengust hjá Vestmannaeyjabæ að kaupverðið væri 18 milljónir. Vélasalurinn hefur verið einn helsti vettvangur listviðburða undanfarin ár. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI. netshamar \/ÉI A. nr- RÍl AUPDK'CTÆDI VELA- OG BILAVERKSTÆÐi FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.