Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 Vinnslustöðin tapaði 950 milljónum króna -Ekki til að hafa áhyggjur af segir framkvæmdastjóri um sex mánaða uppgjörið - Rekstrarhorfur ágætar fyrir seinni hluta ársins Vinnslustöðin tapaði 950 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Er það mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 1.116 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að heildar- tekjur félagsins hafi verið 3.857 milljónir króna og hækkað um 16% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur fiskvinnslu jukust um rúm 11% en tekjur útgerðar lækkuðu lítillega. Rekstrargjöld jukust um liðlega 22%. Jukust þau í útgerðardeildum en lækkuðu í fiskvinnsludeildum. Framlegð, hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var 968 milljónir króna. Er hún nánast sama og á sama tímabili í fyrra en fram- legðarhlutfall lækkaði úr 28,9% í fyrra í 25,1%. Veltufé frá rekstri var 892 milljónir og var 23% af rekstrartekjum, jókst hlutfallið um 6% frá sama tímabili í fyrra. Afskriftir hækkuðu um rúm- ar 7 milljónir króna milli ára og voru 219 milljónir króna. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, sagði að þetta væri ekki til að hafa áhyggjur af. „Þrátt fyrir tölulegt tap erum við að fá hærra verð fyrir afurðir okkar í krónum talið,“ sagði Binni og vísaði til gengislækkunar krónunnar. „Við höfum meira á milli handanna á meðan að ástandið er svona. Hvað sem það endist lengi en þetta styrkir líka landsbyggðina gagnvart höfuð- borgarsvæðinu," bætti hann við. Rekstarhorfur ágætar Rekstrarhorfur það sem eftir er ársins eru ágætar, segir í tilkynn- ingunni. Veik króna og hátt afurðaverð flestra afurða félagsins, einkum mjöls og lýsis, vekur vonir um að afkoma á seinni hluta ársins verði ágæt. Veiðar uppsjávarskipa félagsins hafa gengið vel og makrílveiði er góð búbót. Hækkandi verð ýmissa aðfanga vinnur á móti ávinningi af gengis- falli krónu. Hátt olíuverð vegur þungt í rekstri félagsins og hefur neikvæð áhrif auk þess sem áhrifa minnkandi eftirspurnar er tekið að gæta, einkum í dýrari afurða- flokkum. Trillukarlar fá bramafisk á handfæri Þrír bramafiskar hafa veiðst við Eyjar síðustu daga. Kristján Egilsson, forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins sagði fremur sjaldgæft að þessi flsk- tegund veiddist hér við land. „Bramafiskur hrygnir í Miðjarðarhafinu og gengur stundum með Bretlandi og Noregi. Hann er talinn mög gott fiskmeti og ekkert ólíklegt að við höfum smakkað hann þegar við dvöldum á sólarströnd, “ sagði Kristján en bramarfiskur hcfur hingað til komið í troll við Eyjar en hann er veiddur á línu í Miðjarðarhafinu. „Nú hefur bramafiskur veiðst á handfæri sem er frekar óvenju- legt. Sigurður Hlöðversson, á Hlödda VE kom með tvo fiska sem hann fékk á handfæri á mánudag. Hann fékk þá 14 mílur austan við Eyjar á 70 til 80 faðma dýpi. Annar var lifandi en drapst eftir fyrsta daginn. Georg Eiður Arnarson á Blíðu VE hafði samband við mig í gær, miðvikudag, og hann var með einn um borð sem hann fékk líka á handfæri. Það er frekar óvenjulegt að það veiðist þrír bramfiskar við þessar aðstæður en samkvæmt mínum upplýsingum þá var fyrst vart við þessa tegund, hér við land, í sep- tember 1901. Við eigum einn uppstoppaðan á safninu en þessi tegund fæst kannski á 10 ára fresti, “ sagði Kristján sem tók mynd af fiskinum en hann var 54 sentímetrar. Bramafiskur getur orðið 60 sentí- metrar en er yfirleitt um 50 sentímetrar þannig að þetta er fullvaxinn fiskur. Tekjur eftir götum: Hæstu laun við Kirkju- bæjarbraut Fréttir birta í dag seinni hlutann úr Skattskrá Vestmannaeyja 2007 í opnu blaðsins . Utfrá álögðu útsvari voru einnig reiknuð út meðallaun íbúa við hverja götu fyrir sig. Rétt er að taka fram, að sá útreikningur er meira til gamans gerður og alls ekki vísin- dalega unnin. I bestu falli vís- bending um meðallaun fbúa gat- nanna. Götur: Meðalmánaðarlaun Kirkjubæjarbraut 457.914 kr. Litlagerði 454.770 kr. Hraunslóð 443.893 kr. Goðahraun 411.354 kr. Birkihlíð 402.482 kr. Sóleyjargata 395.031 kr. Bessastígur 394.393 kr. Heiðartún 390.209 kr. Strandvegur 385.521 kr. Sólhlíð 384.680 kr. Búhamar 379.964 kr. Gerðisbraut 372.821 kr. Helgafellsbraut 370.151 kr. Bessahraun 363.445 kr. Búastaðabraut 362.492 kr. Túngata 354.499 kr. Stapavegur 354.219 kr. Ásavegur 350.769 kr. Vesturvegur 345.621 kr. Illugagata 343.811 kr. Smáragata 332.119 kr. Hátún 331.240 kr. Fjólugata 330.974 kr. Heiðarvegur 319.065 kr. Höfðavegur 316.601 kr. Brekstígur 314.534 kr. Óstaðsettir við götur 301.984 kr. Dverghamar 301.827 kr. Hrauntún 301.350 kr. Hólagata 300.743 kr. Brimhólabraut 299.491 kr. Strembugata 295.541 kr. Kirkjuvegur 294.114 kr. Brattagata 281.533 kr. Miðstræti 278.527 kr. Áshamar 274.427 kr. Hásteinsvegur 269.975 kr. Vesmannabraut 261.304 kr. Skólavegur 256.830 kr. Foldahraun 253.852 kr. Brekkugata 252.280 kr. Boðaslóð 252.134 kr. Breiðabliksvegur 250.935 kr. Faxastígur 248.134 kr. Nýjabæjabraut 241.532 kr. Herjólfsgata 237.051 kr. Austurvegur 233.919 kr. Vallargata 231.031 kr. Fífilgata 229.002 kr. Stóragerði 211.073 kr. Hvítingavegur 209.341 kr. Hilmisgata 194.511 kr. Flatir 192.110 kr. Lyfta í Spari- sjóðinn Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt leyfi til handa Sparisjóði Vestmannaeyja að byggja lyftuhús við hús sitt við Bárustíg. Um er að ræða glerhýsi sem mun standa um tvo metra út í götuna. Ráðið samþykkti byggingu lyftuhússins og breytingar á gangstétt. Lyftuhúsið má ekki ná lengra út í Bárustíginn en rampur við norðudyr Sparisjóðsins sem er um 2 m út í götuna. Færa þarf blómaker og flakkstöng til vegna framkvæmdanna. Ráðið leggur áherslu á að framkvæmdum við gangstétt verði lokið eigi síðar en 15. nóvember nk. Húsið er þrjár hæðir. ÍJtgefandi: Eyjasýn elif. 480278-0549 - Vcstmannaeyjum. Bitstjóri: Ómar Gaiðarsson. Blaðamenri: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. ljiróttir: Júlíns Ingason. Ábyigðarmenn: Omar Ganlarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Síinar’ 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafretti r. is ERÉTTEB koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanuni, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarliöfn.. FRÉ'fTlB eru preutaðar í 20(M) emtökum. FRÉTTIBeruaðilar að Samtökimi bæjar- og kéraðsfréttablaða. Eftir]irentun, hljóðritun, notkun ljósmýnda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.