Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 Blogghelmar Eyjamaður vlkunnar: Bloggheimar Georg Eiður Arnarson: Sóknarfæri í Væri til í 18 með Tiger Woods makrílnum Nýjasta gullæðið í íslenskum sjávarútvegi er makríllinn og er mjög ánægjulegt að sjá hve vel gengur. Þingmenn FF í Suðurkjördæmi hafa verið duglegir síðustu árin að benda á það, að makríllinn sé sóknartækifæri okkar og mér er sagt að hásetahluturinn á Hugin í síðasta mánuði hafi losað liðlega 4 milljónir, sel það ekki dýrara en ég keypti. Það er mjög ánægjulegt, ekki bara fyrir áhöfni- na, heldur líka fyrir bæjarfélagið í heild, því að eins og ég hef áður skrifað, þá er útgerðin lífæð Vestmannaeyja og að sjálfsögðu eigum við Eyjamenn að vera í forystuhlutverki varðandi nýtingu makrílsins. Nýlega var nefndur við mig sá möguleiki að fara á minni bátum, eins og gert er í Noregi, og veiða með krókum makríl til manneldis og hef ég mikinn áhuga á því. Vandamálið er að sjálfsögðu að það er dýrt að starta svoleiðis, en sem betur fer eru svo stórar og sterkar útgerðir í Eyjum, að þær munu ráða vel við það. Við höfum hér allt sem til þarf, bæði reynda sjómenn, nóg af skipum og niðursuðuverksmiðju, ef út í það er farið, en lykilatriðið er að sjálfsögðu það að standa rétt að málinu í upphafí, þ.e.a.s. kynna sér betur veiðarfærin og aðferð- imar, vinnsluna og markaðinn. Þarna held ég að við eigum virki- lega sóknartækifæri. Hermann Kristjánsson á Sjöfninni gerði tilraunir fyrir tveimur til þremur árum til að veiða makríl með krókum, en undirbún- ingur var kannski ekki alveg réttur, enda sagði hann það, að loksins þegar hann hitti í torfu og byrjaði að fiska, þá fór allt í flækju og er gott dæmi um það, að menn þurfa að kynna sér málið betur áður en af stað er farið. En öllu góðu fylgja einhverjir gallar. Eitt af því sem fylgt hefur þessum makríl sem flætt hefur á Islandsmið. Bara núna í sumar er ég búinn að verða var við makríl á færi austur af Portlandi og vestur fyrir Surt og nýlega veiddist makríll á sjóstöng úti fyrir Vest- fjörðum. Eg hef haft áhyggjur af því, ásamt fleirum, að hugsanlega sé þessi makríll að koma hingað til að lifa á síli. Ef það er rétt, þá er þar kominn ansi harður keppinautur um sílið og skýrir þar af leiðandi, t.d. hvers vegna lundinn hefur þurft að fara Iangt eftir æti síðustu árin. Ef þetta er rétt, þá er það enn mikilvægara fyrir okkur að hefja sem fyrst veiðar á makríl á heima- miðum og langar að benda á, að ég sá t.d. í Fréttablaðinu núna í vikunni viðtal við kokk sem lýsti því yfir, hversu góður makríllinn væri á grillið. Gísli Hjartarson Jói listó með sýningu Langar að benda áhugasömum á að síðasta föstudag opnaði á Thorvaldsen Bar við Austurstræti - Austurvöll í borg ótta og myrkurs sýning á verkum eftir Jóa Listó. Sýnngin mun standa til I9.september n.k.. Sýningin gengur undir nafninu "Ryðland" og þama eru tölvubreyttar myndir að hætti meistara Listó - Hvet alla sem eiga leið um kaupstað vom að kíkja á þessa sýningu. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Svo er bara að sjá hvort karlinn verður ekki með sýningu í Eyjum fljótlega. Um síðustu helgi fór fram Sveita- keppni GSÍ í golfi en sú keppni er haldin á hverju ári. Golfklúbbur Vestmannaeyja féll í 2. deild í fyrra og að þessu sinni fór keppni í 2. deild fram á Jaðarsvelli á Akureyri Átta golfklúbbar léku í 2. deild, í tveimur riðlum og sigraði GV sinn riðil og undanúrslitaleikinn við GÓ og tryggði sér sæti í 1. deild á næsta ári þar sem tvö efstu liðin fara upp hverju sinni. Sveit GV skipuðu þeir Gísli Steinar Jónsson, Grétar Eyþórsson, Gunnar Geir Gústafsson, Hall- grímur Júlíusson yngri, Karl Haraldsson, Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson. Liðsstjóri var Sigurður Bragason og aðstoðar- maður Sigurjón Aðalsteinsson. Gunnar Geir Gústafsson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Gunnar Geir Gústafsson Fæðingardagur: 17.11.1977. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: í sambúð með Freyju Kristínu Rúnarsdóttur og á þrjá stráka Ágúst Marel 9 ára Andra Snæ 2 ára og Gústaf Loga 6 mánaða. Sigurður Ragnarsson tók áskorun mágs sins, Gísla Magnússonar sem bauð upp á bjúgu í síðasta þætti. Sigurður ætlar að bjóða upp á upp- skrift af sjóbirtingi eða laxi með spínati, kókos og sætri kartöflu 4 sjóbirtingssneiðar 1 sæt kartafla Vi poki ferskt spínat Vi dós kókosmjolk 1 tsk rautt karrímauk 1 msk fiskisósa Saft úr 'A límónu I tsk. Pálmasykur Salt og pipar Ólífuolía Smyrjið botninn á ofnföstu fati með ólífuolíu og setjið síðan allt spínatið á fatið. Raðið laxasneiðunum ofaná spínatið. Saltið og piprið. Skera kartöflurnar í strimla og dreifa jafnt yfir réttinn. Blanda saman í skál kókómjólk, Gunnar Geir er Eyjamaður vikunnar. Draumabíllinn: Toyota Land Cruiser. Uppáhaldsmatur: Áramótanautið hans pabba. Versti matur: Súrmatur. Uppáhalds vefsíða: Kylfingur.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eg er alltaf í góðu skapi. Aðaláhugamál: Golf. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: karrímauki, fiskisósu, límónusafa, og pálmasykri. Hræra vel, hella yftr réttinn og baka í 220 gr. h. Ofni í 25-30mín. Meðlæti hrísgrjón og/eða salat. Væri til í 18 holur með Tiger Woods. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ágúst Marel Gunnarsson og IBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja aðra íþrótt: Badminton. Uppáhaldssjónvarpsefni: Allar íþróttir. Hvenær byrjaðir þú að spila golf: I kringum 1990 minnir mig. Hvað var erfiðast við mótið: Að spila 36 holur á dag og halda ein- beitingu allan tímann tekur frá manni hellings orku. Eg var þreyttur í tvo daga eftir mótið. Voruð þið ekki kátir þegar Ijóst var að þið hefðuð sigrað undan- úrslitin og þar með komnir upp í 1. deild: Við vorum virkilega ánægðir ég held ég hafi meira að segja séð gleðitár á vanga liðs- stjórans. Við teljum okkur eiga fullt erindi í fyrstu deild og bíðum spenntir eftir næstu keppni. Að lokum vil ég fá að þakka strákunum fyrir frábæra helgi, þetta var skemmtilegasta sveitakeppni sem ég hef tekið þátt í. Ég skora á Eyjólf Heiðar Heiðmundsson mág minn og frænda sem næsta matgæðing. Hann er glúrinn í eldhúsinu. GamLg myndm Myndin frá síðustu viku, af brúðkaupi í Hvítasunnukirkjunni, hlaut góð viðbrögð sem hér er þakkað fyrir. Verið er að safna saman nöfnunum og standa vonir til að öll komi þau í leitirnar. Aðeins einu sinni höfum við gengið tómhent með beiðni til lesenda Frétta. Það var í þar síðasta blaði er við auglýstum eftir mynd af Axel Einarssyni listmálara. Er það virkilega svo að enginn á lengur mynd af þeim góða listamanni? Ef einhver lumar á mynd af honum eða þekkti hann þætti mér vænt um að heyra frá við- komandi. Að þessu sinni birtum við mynd af fimleikastúlkum í tilefni Ólympíuleikanna. Sumar stúlknanna þekkjast, að því sagt er, en aðrar ekki. Því er nú leitað til lesenda að þeir skeri úr um nöfnin svo við getum lokið skráningu þessarar myndar og snúið okkur að þeirri næstu. Sem fyrr er síminn á Bókasafninu 481 1184 eða ef tími gefst er hjartanlega velkomið að líta til okkar og kannske líta á aðrar myndir í leiðinni! í sumar eða haust standa vonir til að heimaslóð, eingetið afkvæmi Frosta Gíslasonar, birti myndirnar úr safni Kjartans smám saman og þá væri stórfenglegt að sem allra flest andlit væru nefndir einstaklingar. Matgozðingur vikunnar: Sjóbirtingur með spínati og kókos Sigurður Ragnarsson er matgœðingur vikunnar. Búkolla baular: Rándýrir skemmti- kraftar Rándýrir skemmtikraftar voru svona og svona á Þjóðhátíð. Það var svo sem enginn sem var dapur að mínu áliti, en sumir kóngar voru hrein- lega í fýlu þær tuttugu mínútur sem þeir komu fram. Alveg sama þótt að Brekkan syngi öll með lögunum og kóngurinn sjálfur stæði á sviði í öllu sínu egói. Þeir sem stóðu upp úr voru Ný dönsk;Geðveikir. Raggi Bjama: Hann er kóngur. Jónsi í svörtum fötum: Freddy Mercury Islands á sviði.Rúsínan í ylsuendanum.PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON. Gleðigjafi og sannur listamaður þar á ferð. Mestu vonbrigðin:Bubbi Morthens.í það minnsta er ég hætt við að kaupa nýjasta diskinn hans sem mér fannst lofa svo góðu. Aðalsteinn Baldursson: Meiriháttar Ég gæti notað mörg lýsingarorð yfír Brekkuna en þetta er það fyrsta sem mér datt í hug. Þrátt fyrir þéttan úða, og þar með nokkra bleytu í Dalnum, þá var kvöldið aiveg dásamlegt. Eg fór beint í Brekkuna og hlustaði á strákana í Á.M.S. taka nokkur lög. Síðan kom sigurvegarinn í Bandinu hans Bubba (man því miður ekki hvað hann heitir), Logar, Páll Óskar og Bubbi. Að þessu loknu var kveikt í varðeld- inum og Árni Johnsen stjórnaði brekkusöngnum eins og honum einum er lagið. Lokalagið hjá honum var að sjálf- sögðu þjóðsöngurinn okkar, og ég fæ alltaf gæsahúð að standa upp í Brekku og syngja hann með mörg þúsund manns. Að söngnum lokn- um var kveikt á blysunum og þar á eftir flugeldasýning. Þetta var síðan toppað með því að flestir tónlistamennirnir sem komu fram í kvöldvökunni fluttu saman Lífið er yndislegt. Sem sagt MEIRIHÁTTAR kvöld. Eftir þetta allt saman tók við hefðbundið rölt á milli tjalda. Að venju byrjaði ég í tjaldinu hjá Grími og Eygló, en þar er alltaf borið fram tequila eftir brekkusönginn. Páll Magnús Guðjóns: Tuðra rakst á sandrif Túðra rakst með mótor á sandrif... Hvað þá með far- þegaskipið nýja??? Erum við að tala um að smáturða rak mótor niður í sand- rif með þeim afleiðingum að það drapst á henni og menn lentu í sjónum. Hvað verður þá með stórt farþegaskip sem á að sigla þama í öllum veðrum árið um kmg með fullt fullt af fólki og farmi. Ef tuðra rekur niður þama þá gerir ný ferja það líka með skelfilegri afleiðingum en þetta dæmi þarna á mánudaginn.Góða ferð í Bakkafjöru þeir sem ætla með skip- inu þanngað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.