Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 FJÖR í BREKKUSÖNG Þegar fólk þandi raddböndin á sunnudagskvöldiö var pollagallinn orðinn nauðsynlegur. Þörf á að marka þjóðhátíðinni stefnu í nútíð og framtíð -Sérstaklega í ljósi þeirra miklu framfara sem fylgja breytingum á samgöngum á sjó með tilkomu Landeyjahafnar - Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi sýslumanns, bæjarstjóra og þjóðhátíðarnefndar Samantekt Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Bæjarráð fundaði á fimmtudag og samþykkti að skipa stýrihóp unt málefni þjóðhátíðar. I fundargerð segir að nýafstaðin þjóðhátíð sé ein sú fjölmennasta og best lukkaðasta hingað til. Aætla megi að fjöldi gesta hafi verið um 13.000 manns og íbúum þarmeð fjölgað rúmlega þrefalt þessa daga. Bæjarráð þakkar mótshöldurum sérstaklega, gestum og ungmennum sem hátíðina sóttu fyrir prúðmannlega framkomu. Þörf á að marka stefnu með tilkomu Land- eyjahafnar „Bæjarráð telur þó að nú sem aldrei fyrr sé þörf á að marka þjóðhátíð- inni stefnu í nútíð og framtíð og þá sérstaklega í ljósi þeirra miklu framfara sem fylgja breytingum á samgöngum á sjó með tilkomu Landeyjahafnar. Áætla má að á þeirri siglingaleið verði hægt að flytja allt að 5000 manns á sólar- hring samanborið við um 1800 manns á núverandi siglingaleið," segir í fundargerð en hlutverk stýri- hópsins „verður að móta framtíðar- stefnu fyrir þjóðhátíðina þar sem meðal annars verður horft til upp- byggingar á hátíðarsvæðinu, áherslur í markaðssetningu, öryggismála og annarra þátta sem tryggja eiga að töfrar þjóðhátíðar tapist aldrei og hún haldi áfram að vera Eyjamönnum öllum til sóma. “ í stýrihópnum sitja: Elliði Vignis- son bæjarstjóri, Páll Scheving bæjarráðsmaður, Tryggvi Már Sæmundsson, Birgir Guðjónsson frá þjóðhátíðarnefnd og Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvá. Með nefndinni starfar einnig Olafur Þór Snorrason. Vilji er til að bæta hátíð- arhöldin Elliði Vignisson sagði stýrihópnum ætlað að fara yftr málefni þjóðhá- tíðar og marka henni heildarstefnu. „Umræðan um þjóðhátíð hefur verið mikil eftir þessa stærstu og einhverja best lukkuðu þjóðhátíð sem haldin hefur verið. Það eru því margar skoðanir á lofti um það hvernig málefnum hátíðarinnar verður best fyrir komið og eðlilega sýnist sitt hverjum. Það er gaman að finna hversu mikil samfélags- legur vilji er til að bæta hátíðar- höldin með því að gera gott betra enda erum við öll stolt af þjóðhá- tíðinni okkar. Fólk er líka að vakna til vitundar um að bættar samgöng- ur um Landeyjahöfn eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á þjóðhátíð rétt eins og flest sem viðkemur okkar samfélagi," sagði Elliði og var í framhaldinu spurður hvort hann teldi þörf á að takmarka gestafjölda í framtíðinni. „Mér fmnst ekki tímabært að byrja á að svara þeirri spurningu. Fyrst þarf að skoða málin, t.d. að skoða það sem snýr að hátíðar- svæðinu, sorphirðu, löggæslumál- um, markaðsmálum, aðkomu styrktaraðila o. fl. Til að mynda komum við til með að skoða hvort í auknum mæli á að stfla inn á meira gegnumstreymi en nú er þannig að hægt sé að taka á móti fleiri gest- um. Þetta er það sem stýrihópurinn á að fara yfir. Þá ætti að liggja betur fyrir hvort almennur vilji er til að halda, og þá ekki síður hvort við getum haldið, 15.000 til 20.000 manna þjóðhátíð eða hvort yfir höfuð er markaður fyrir hana. Við förum þessa leið í fullu samráði við ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðar- nefnd, “ sagði EUiði. Verðum að varðveita stemmninguna „Ég held að á nýliðinni þjóðhátíð hafi verið á milli 10.000 og 11.000 þúsund manns. Mitt sjónarmið er að miðað við aðstæður í Dalnum, tjaldstæði, aðkomu, bílastæði og mönnun löggæslu, og gæsluliðs þá geti þjóðhátíð varla orðið mikið stærri en hún var. Erlendis þar sem útihátíðir eru haldnar er það metið hversu marga gesti svæðið ber og settar á fjöldatakmarkanir. Hitt er annað mál að ef að gerðar verða ákveðnar úrbætur og mönnun í kringum hátíðina verður öflugri, þá er hægt að taka á móti fleira fólki,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður þegar hann var spurður út í síðustu þjóðhátíð sem var með þeim fjölmennustu en engu að síður afar vel heppnuð. „Við verðum að varðveita stemmn- inguna sem fylgir þjóðhátíð því maður fann fyrir því að það voru miklu fleiri í Dalnum en undan- farnar þjóðhátíðir. Stundum hurfu heimamenn í mannhafið og þá getur maður allt eins verið staddur á venjulegri hátíð uppi á landi. . Þess vegna get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvemig verður þetta sarnkomuhald með tilkomu ferjusiglinga í Landeyjahöfn 2010. Þá mun flutningsgetan margfaldast og líklega gæti sú ferja auðveldlega flutt 5000 til 7000 manns á sólar- hring til Eyja og á þremur dögum gera það 15.000 til 20.000 manns „Mitt sjónarmið er að miðað við aðstæður í Dalnum, tjaldstæði, að- komu, bílastæði og mönnun löggæslu, og gæsluliðs þá geti Þjóðhátíð varla orðið mikið stærri en hún var,“ segir sýslumaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.